Dagskrá staðlotu

Við hittumst í stofu e-303.

Þetta er tillaga mín að dagskrá, en hún verður tekin til umfjöllunar í upphafi dagsins.

 

...Click here to read more »

More articles »

  Staðlota 21-22 nóvember

  Í næstu viku hittumst við á staðlotu. Við vorum að færa hana… það tókst!

  Þannig að staðlotan okkar verður fimmtudag og föstudag 21-22. nóvember.

  Miðvikudaginn á undan er s.k. Hönnunarverkstæði sem ég hvet ykkur til að taka þátt í ef þið mögulega getið.

  1) af því að þar lærið þið eina aðferð til að skipuleggja kennslu

  2) þið lærið aðferð til að vinna með hópum að alls konar verkefnum.

  Þetta tvennt er eitthvað sem allir sem vinna með fullorðnum að alls konar verkefnum þurfa að kunna. “Fullorðinsfræðarar” vinna að þvi að skipuleggja atburði sem eiga að stuðla að því að þátttakendur læri eitthvað nýtt, þroskist, bæti einhverju við eða nái að mjaka einhverjum malefnum eða verkefnum einu skrefi lengra. Design Thinking er EIN aðferð sem er nokkuð í umræðunni um þessar mundir… fólk sem vinnur að námi og kennslu er farið að rugla reitum með hönnuðum og er farið að prófa þeirra aðferðir til að vinna sín verk.

  ...Click here to read more »

More articles »

  Þroskasaga fullorðinna á stafrænni öld

  Þegar við förum að velta fyrir okkur þroskasögu fullorðinna og námi þeirra, komumst við ekki hjá því að velta fyrir okkur áhrifum þess á líf fólks og upplifun þess af sjálfu sér. Ég hef haldið erindi um það að ein leið til að gera lífið betra fyrir fólk sem býr í dreifbýli geti legið í því að auka hæfni þess í að nota stafræna miðla til að eiga merkingarbær samskipti við aðra; fjölskyldu, vini og samstarfsfólk, en ekki síst “nágranna”, sem geta jú búið í 50km fjarlægð – eða við fólk sem hefur sömu áhugamál, er að glíma við svipaðar spurningar eða að reyna að læra svipaða hluti, en býr jafnvel hinum megin á hnettinum…) Færni til að nota stafræna tækni til að minnka fjarlægðir bæði í tíma og rúmi getur vissulega gert lífið betra og dýpra fyrir dreyfbýlismanninn jafnt sem borgarbúann. En eins og Abha Dawesar segir í erindi sínu um að takast á við hið “stafræna nú” þá er það eitthvað sem er þess virði að takast á við með opnum augum…

  ...Click here to read more »

More articles »

More articles »

  Spjall um kenningar í fullorðinsfræðslu

  Á fundi okkar 24.10 áttum við spjall um kenningar í fullorðinsfræðslu. Kveikjan að umræðunum var fyrirlestur um nám fullorðinna út frá hugmyndinni um ígrundun og hlutverki hennar í fræðslustarfi fyrir fullorðna.

  Smelltu hér til að hlusta á umræðurnar

  Hér er hugarkortið sem fyrirlesturinn byggði á og umræðurnar snérust í kring um:

  Sæktu hugarkortið til að opna það í MindManager Fjórar tegundir náms Kenning um heilan

  ...Click here to read more »

More articles »

  Upphitun fyrir staðlotu

  Við Blesi fórum út að hjóla… og hugsa um það hvers vegna fullorðnir taka (ekki) þátt í skipulögðu námi. Það sem vefst helst fyrir okkur er hvernig maður getur fengið gagnlegar upplýsingar frá fólki sem heldur sig fjarri slíkum samkomum…

  Vonandi hafið þið gagnlegar hugmyndir á morgun Frá Völlunum í Hf Hrobj

  ...Click here to read more »

More articles »

  Dagskrá Staðlotu

  Á morgun, þriðjudaginn 15. október hittumst við á staðlotu í stofu H203 kl. 9:00 – 16.

  Markmið staðlotunnar eru:

  að við kynnumst betur og stillum saman strengi fyrir seinni hluta námskeiðsins að vinna með þemað: Þátttaka í skipulagðri fræðslu að vinna með þemað kenningar og nálganig til fullorðinsfræðslu að skipuleggja næstu skref

  Dagskrárdrögin frá mér eru þannig:

  Nánari útfærsla verður samnigsatriði

  9:00 Byrjun (ég á tíma hjá lækni kl. 8:30 ef ég tefst bið ég ykkur um að raða borðum og byrja að vinna með því að taka stöðuna…)

  9:30- 10:15 Staðan á námskeiðinu og næstu skref

  10:30-13:00 Þátttaka í fræðslu

  12-13 Heimsókn: Svava Guðrún Magnúsdóttir ræðir um meistararitgerð sína og hvað hún lærði um þátttöku í símenntun við vinnu ritgerðarinnar

  Hádegishlé

  c.a. 13:30-15:00: Kenningar um nám fullorðinna og ólíkar nálganir.

  16:00 Endir

  Ég hlakka til að sjá ykkur

  ...Click here to read more »

More articles »

Recent Comments