Skemmtilegt námskeið

Govanhill photoshoot at the Arches, Glasgow: Laughing
Eitt af því sem ég geri oft þegar ég byrja námskeið að spyrja þátttakendur hvernig þeir vilji að námskeiðið verði…

Svarið sem kemur oftast fyrir er “Skemmtilegt“!
…svo ræðum við um það, hvað  skemmtilegt námskeið er…

Hér er kanski auðveldara verkefni en þau sem þegar eru komin…

Segðu okkur frá skemmtilegu námskeiði sem þú hefur einhvern tíman verið á og af hverju það var skemmtilegt. Prófaðu svo að bregðast við einhverjum samnemanda þínum sem hefur svipaða eða mjög ólíka upplifun…

Svaraðu með því að nota athugasemdakerfið: “Leave a Comment”

Fullorðnir…???

EldriNemendur

Einhverntíma spurði ég … “Hvað er svona merkilegt við það að vera fullorðinn…? og það er spurning sem við þurfum að velta fyrir okkur á þessu námskeiði. Er einhver munur á námi fullorðinna og barna???  Og ef svo er hvað þýðir það fyrir skipulagningu náms fyrir fullorðna?

Ágætis staður til að byrja á er e.t.v. í eigin ranni: Tekur þú eftir muni á því hvernig þú lærir núna og þegar þú varst yngri?

Hér er stutt verkefni til að koma okkur í gang fyrir staðlotuna: Svaraðu stuttlega með því að skilja eftir athugasemd við þessum pósti (comment) – ATH þú þarft að vera skráð/ur á vefinn til þess.

Nýtt námskeið að hefja göngu sína

Out there ....
Velkomin/n á vef námskeiðsins Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra. Hér birtist námsefni í tengslum við námskeiðið og hér fara samskipti fram í s.k. “Fjarlotum”… á milli staðlotanna.

Fyrsta skrefið er að skrá sig inn á þennan vef. ATH: Ekki nota notendanafnið sem þú ert með frá háskólanum sem notendanafn hér, notaðu eitthvað annað, helst bara nafnið þitt, þá er auðveldar fyrir okkur að vita hver það er sem skrifar það sem þú skrifar.

Smelltu á “Register” hér hægra megin til að skrá þig inn í kerfið. Svo þegar ég hef hleypt þér inn, notar þú framvegis notendanafn og lykilorð til að skrá þig inn “Log in”.  Skráningarformið er frekar skrítið, ekki láta það trufla þig. Skráðu netfangið sem þú notar mest og til framtíðar, ekki það sem þú notar við háskólann, nema það sé aðalnetfangið þitt.

Kynntu þér uppkast að námskeiðsfyrirkomulaginu.

Næstu daga birtist nær daglega eitthvað nýtt hérna. Byrjum á því að vinna saman nokkur einföld verkefni til að hita okkur upp og kynnast.

 

Verkefni: Hvar læra fullorðnir á Íslandi?

Skrifum saman Wiki

Eitt markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur skapi sér yfirlit yfir sviðið sem hugtakið “Nám Fullorðinna” dekkar. Spurningar eins og: “Hvar læra fullorðnir?”, “Hvar er boðið uppá nám fyrir fullorðna?”, “Hverjir bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna?” og …. “Hvers vegna?” gætu eðlilega skotið upp kollinum.

Fyrsta sameiginlega verkefni okkar gengur einmitt út á það að þið hjálpist að við það að finna út hvar fullorðnir læra og hverjir bjóða upp á nám fyrir fullorðna, sem sagt að kortleggja vettvanginn.  Þið njótið góðs af vinnu forvera ykkar, því í hitteðfyrra byrjuðu nemendur á sama verkefni og það liggur hálfnað hér á vefnum…

Þið finnið á vefnum svo kallaðar Wiki síður þar sem allir geta skrifað á sömu síðuna og breytt henni. Og málið er að prófa sig áfram með að skrá inn það sem ykkur dettur í hug, næsti kemur, bætir við, færir til, lagar, leiðréttir, o.s.frv. þangað til við erum komin með mynd sem okkur líst nokkurnvegin á.

Á staðlotunni munum við svo taka þessa mynd fyrir og vinna áfram með hana.

Notið netið og aðra miðla til að finna út allt sem þið getið um fullorðinsfræðslugeirann á Íslandi, og skráið ykkar niðurstöður hér: http://fullordnir.namfullordinna.is/wiki/simenntunargeirinn/

Um það að finna rauða þráðinn…

US Navy 090807-N-5207L-345 ance Cpl. Steve Martinez, right, leads fellow U.S. Marines and Sailors from the Royal Brunei Navy in a tug-of-war during a Cooperation Afloat Readiness and Training (CARAT) Brunei 2009 sports day

Þegar maður byrjar á nýju námskeiði tekur það alltaf smá stund að finna… eða að búa sér til rauðan þráð. Hver hópur býr sér til sína eigin leið að markmiðum námskeiðsins. Hver einstaklingur í hópnum hefur sínar ástæður fyrir því að velja það að verða samferða hóp sem velur ferðalagið að þeim markmiðum sem námskeiðið á að hjálpa nemendum að ná. OG hver þátttakandi hefur sín eigin markmið með þátttöku í námskeiðinu. Saman sköpum við okkur leið að markmiðunum með viðkomu í verkefnum, umræðum, lestri, skrifum og samtölum.

Þegar við erum að þessu hver í sínu horni og snertiflöturinn er vefur og nokkrar staðlotur skiptir miklu að ALLIR þátttakendur leggi sitt að mörkum til að skapa ánægjulegt og spennandi námsandrúmsloft sem hvetur okkur öll áfram. Við erum c.a 25 sem erum að vinna saman á þessu námskeiði og þá munar um hvern einstakan. Þetta er ekki 100 manna námskeið þar sem er nóg að mæta til að hlusta á fyrirlestra og skrifa ritgerð og taka próf og vita ekkert af samnemendum. Viðfangsefnið og formið kallar á að allir leggi sitt af mörkum. Innihald og markmið námskeiðsins kalla á þetta.

Þemun á námskeiðinu eru þrjú:

  1. Samfélag: Samfélagslegur bakgrunnur náms fullorðinna
  2. Kenningar: Kenningar, hugmyndir og módel sem geta lýst námi fullorðinna, þátttöku þeirra, áhugahvöt ög öðru sem hefur áhrif á nám fullorðinna í ólíkum aðstæðum og á ólíkum tímum lifsins.
  3. Þroskaferli: Kenningar, rannsóknir og reynsla af þroskaferli fólks, ólíkum viðfangsefnum fólks á ákveðnum æviskeiðum og merking þess fyrir nám þess og störf þeirra sem koma að skipulagningu og framkvæmd fræðslu fyrir og með fullorðnum

Til að búa þér til rauðan þráð í gegnum þessi þemu hefur þú ýmis tól:

1) Bok Merriam og Caffarella

2) Færslur mínar á vefnum

3) Verkefni sem ég reikna með að þið vinnið hér á vefnum

Hér er málið að þið bætið við upptalninguna og vinnið saman með hana þannig að hún sé gagnleg og áhugaverð lesning, með slóðum í viðkomandi stofnanir og einhverjar upplýsingar… sýnið hvað í ykkur býr ;-)

15% af einkunn er fyrir “þátttöku”. Ég mun reikna hana út með því að skoða hvernig þið komið að þessum s.k. “þátttökuverkefnum”. Í lok september mun ég biðja ykkur um stutta skýrslu með yfir það sem þið viljið að ég taki mið af við að reikna fyrsta hluta þessarar einkunnar. Þegar ég gef einkunn fyrir þennan hluta er ég meira að leita eftir þátttöku, frumkvæmð, samhjálp og stuðningi við samnemendur, en hugmyndalegri dýpt eða “réttu” eða “flottu” innihaldi …

Ég vona að þetta gefi ykkur aðeins betri hugmynd um næstu skref…

Spjall um kenningar í fullorðinsfræðslu

fundur

Á fundi okkar 24.10.2013 áttum við spjall um kenningar í fullorðinsfræðslu. Kveikjan að umræðunum var fyrirlestur um nám fullorðinna út frá hugmyndinni um ígrundun og hlutverki hennar í fræðslustarfi fyrir fullorðna.

Smelltu hér til að hlusta á umræðurnar

Hér er hugarkortið sem fyrirlesturinn byggði á og umræðurnar snérust í kring um:

Get Adobe Flash player