“Solar Mamas – Why Poverty?”


Hér er dæmi um fullorðinsfræðslu sem leið til valdeflingar og sem leið til að styrkja samfélagið. Horfið á þessa mynd (58 min) og notið það sem þið hafið lesið um hlutverk fullorðinsfræðslu í samfélaginu til að túlka það sem þið sjáið og profið að tenngja það við kenningar og íslenskar aðstæður.

ATH ég er að biðja um spjall ekkert alvarlegt 😉

Skrifið um þetta í athugasemdunum.

Wiki… um þemu námskeiðsins

Hér á námskeiðsvefnum eru nokkrar síður sem hafa samskonar virkni og Wiki, þ.e.a.s. allir notendur vefsins geta breytt innihaldi síðunnar. Þá er sérstök síða tileinkuð umræðu UM ritun síðunnar og önnur sem sýnir breytingasögu síðunnar (Reyndar er framsetningin þar ákaflega flókin og ruglingsleg… kerfið er bara ekki betra…)

Ég hef sett upp svona svæði vegna þess að ég álít Wiki vera ákaflega spennandi viðbót við ritunarkúltúr samtímans, vegna þess að mér sýnist wiki geta (og hafa) breytt viðhorfi okkar til þekkingu, eignarhalds og aðgengi að henni (ég er hér undir áhrifum af bókum eins og Wikinomics – sjá lika vef bókarinnar) og vegna þess að mér sýnist það vera gagnlegt fyrir okkur að læra að vinna saman á Wiki, því nú til dags eru flestir textar skrifaðir í samvinnu. Það er þá eitthvað sem við þurfum að kunna.

Eitt sem  við sem vinnum saman á þessu námskeiði höfum aldrei ákveðið er strúktúr þessa Wiki og form textans. Eru þetta formlausar glósur þar sem fólk skrifar það sem þeim hentar á þann hátt sem því hentar, eða viljum við aga okkur meira og t.d. skrifa n.k. alfræðitexta eins og gert er í Wikipedia.

Ég sé rök fyrir báðum leiðunum:

 • Það getur verið flott að hafa frekar formlaust svæði þar sem við getum æft okkur í að skrifa niður það sem okkur finnst við vera að læra við lesturinn og námið sjálft…
 • Aftur á móti gæti verið meiri þjálfun fólgin í því að aga skrifin meira og passa betur upp á form og æfa sig í hinu hlutlausa alfræðirita formi. (Sjá leiðbeiningar um skrif á Wikipedia)
 • EF okkur finnst alfræðiformið gagnlegt þá hefur það þann kost að einhverntíma gætum við svo flutt efnið eða hluta þess yfir á Wikipedia, en það má færa fyrir því gild rök að það nauðsynlegt og gagnlegt fyrir íslenskt samfélag að það sé til eins mikið efni á íslensku á opnum svæðum eins og Wikipedia.

Annað mál er að ef þið skoðið Wiki-inn núna sjáið þið að það eru til tvær síður með sama efni fyrir þemu 2 – kenningar og 4 – þroskasaga.  Ég er að velta fyrir mér hvort þið viljið ekki sameina þessar síður?

Gaman væri að heyra viðbrögð ykkar hér

Sem sagt tvær spurningar um Wiki:

 1. Formlaust eða formlegt
 2. Sameina tvær síður eða kasta einni… (Sameining kallar á skipulögð vinnubrögð… einfaldast er bara CUT og PASTE)

 

 

Samfélagið | namfullordinna.is

Ég veit ekki hvort þið hafið tekið eftir þessum pósti á aðal vef námsleiðarinnar. En þar eru vísanir í ýmislegt efni sem mér finnst vel þess virði að skoða einmitt í tengslum við lestur og pælingar í tengslum við þemað okkar Nám fullorðinna í samfélagslegu sjónarhorni:  Samfélagið | namfullordinna.is

Sömuleiðis vil ég benda ykkur á að lesa færslu um áhrif tækni á samfélagið og á nám

1. Staðlota 15-16. september

FNA-Stadlota-1-2015

Á þriðjudag og miðvikudag 15-16 sept hittumst við á staðlotu. í stofum: H206 (þri) og K102 (mið). Markmið staðlotunnar er að við náum að skapa okkur sameiginlega sýn á viðfangsefni námskeiðsins, náum að kynnast það vel að við getum unnið saman á vefnum og semjum um það hvernig við vinnum saman á námskeiðinu.

Við byrjum á að skapa okkur yfirlit með því að skoða hvað er sérstakt við fullorðna námsmenn. Þannig fáum við grunn sem hjálpar okkur að sjá fyrir okkur það fólk sem maður vinnur með þegar maður skipuleggur nám fyrir fullorðna.

Svo notum við námsbækurnar til að skapa okkur yfirlit yfir viðfangsefni námskeiðsins.

Á miðvikudaginn fáum við Tryggva Thayer í heimsókn og mun hann leiða okkur í gegnum framtíðarverkstæði. Það er hluti af viðfangsefni námskeiðsins sem snýr að Samfélaginu.

Að lokum munum við semja um það hvenær við hittumst milli staðlotanna og hvernig námsmati verður hagað.

—–þetta hér fyirir neðan er endurskrifað 12.09.15 kl. 11.54 —–

Hveernig væri sniðugt að gera til að undirbúa sig fyrir staðlotuna?

 • Vinsamlega lesið bloggfærslu frá Tryggva Thayer  ÁÐUR en þið komið á staðlotuna.  Hlustið líka á fyrirlestur sem Tryggvi bæta inn ð bloggfærsluna á næstu dögum.
 • Kynnið ykkur símenntun á íslandi, með vefleit og með því að skoða Fréttablaðið um helgina og með því að lesa wiki-inn á þessum vef… bætið við því sem þið hafið lært við wikiinn. Verkefnalýsing er hér
 • Verið endilega búin að lesa uppkastið að námskeiðslýsingunni fyrir staðlotuna.
 • Og að sjálfsögðu að útbúa ykkur smá yfirlit yfir Aðalbók námskeiðsins: Learning in Adulthood.
 • Ekki gleyma að setja mynd af ykkur á prófíl ykkar í UGLU og á þessum vef 😉

Leiðtogar í námi og fræðslu

Fólk sem velur það að leggja stund á meistaranám eða tekur námskeið á meistarastigi gerir það gjarnan vegna þess að það er komið í starf eða vill komast á þann stað þar sem það hefur með hendi hluta leiðtoga. Hvort sem það er sem leiðtogi í námi nemenda á tilteknu námskeiði, eða leiðtogi við breytingar á vinnustað eða þá leiðtogi fyrir þá sem finnst tiltekið viðfangsefni skipta máli og vilja þroskast á því sviðí.

Vefurinn – eins og hann er orðinn í dag – gefur leiðtogum ótrúleg verfæri í hendurnar sem leiðtogi getur notað til þess að styðja við hóp sem hefur áhuga á eða þarf að vinna að ákveðnu hugðarefni.

Sjá nánar um leiðtogahlutverkið, tækifærin og leiðir í þessu erindi:

Bókina Tribes og meira efni má finna auðveldlega með því að slá in nafn Seth Godin og Tribes í leitarvél

Þess vegna vel ég verkfæri og vinnulag á þessu námskeiði sem nýtast vel fyrir slíka leiðtoga, og með því að hluti verkefnaskila felst í því að búa til og birta efni með slíkum verkfærum sem eru jafnvel opin fyrir almenning, þykist ég vera að bjóða þátttakendum upp á tækifæri til að þroska það sem til þarf og til að komast yfir þröskuld sem við þurfum oft að glíma við þegar við viljum gera eitthvað nýtt.

Fyrsta vikan

Námskeiðið mjakast í gang, og þið hafið örugglega verið að brölta um þennan vef til að átta ykkur á námskeiðinu, hvernig það verður og hvað þið þurfið að gera til að átta ykkur á því. Það er ekkert skrítið.

Fyrir ykkur tók ég upp nokkrar pælingar, eða hvatningarorð:

Það sem ég hvet ykkur til að gera er að

 • skoða aðal bókina (Það er líka hægt hjá Amazon og Google) Það er ekki vitlaust að útbúa sér sitt eigið yfirlit yfir bækurnar sem maður ætlar að lesa til að læra (ég geri oft hugarkort yfir bækur sem ég vil ná valdi á.
 • renna yfir aðrar bækur á bókalistanum og atta ykkur á stóru spurningunum. Þá er sniðugt að átta sig á því hverjar þeirra þér finnst áhugaverð eða gagnleg og af hverju.
 • Sömuleiðis er ekki úr vegi að skoða eitthvað af efninu sem ég safna smám saman inn á lista á bókamerkjaþjónustu sem heitir diigo merkt taginu FNA (mín skammstöfun fyrir námskeiðsnafnið) … ég hef skrifað lítið eitt um diigo hér
 • Skoðið svo Wikiinn um Símenntunargeirann, og bætið endilega við hann… það er FULLT af efni sem vantar, þú gætir kíkt á vef einnar eða tveggja stofnana og skrifað aðeins um stofnunina… smá hugamyndaflug og þú færð strax einhverjar spurningar sem má leita svara við 😉

1. fundur

Takk fyrir góðan fund áðan

FNA2015-c

Við náðum að kynnast aðeins og ræða aðeins um innihald og fyrirkomulag námskeiðsins. Aðal málið var að við næðum að sjást aðeins og kynnast svo við getum komist af stað með vinnuna á námskeiðinu.

FNA2015-bb

Eins og ég sagði í dag má skipta viðfangsefnum námskeiðsins i þrennt:

 • Samfélag
 • Fullorðnir Námsmenn (kenningar um nám fullorðinna)
 • Þroskaferli fullorðinna

FNA2015-a

Ég hvet ykkur til að byrja að búa ykkur til yfirlit yfir markmið og innihald námskeiðsins.  Það getið þið gert með því að lesa

Á námsbrautarvefnum: namfullordinna.is erum við að safna saman upplýsingum í tengslum við fagið og námið. Þar er m.a. síða með upplýsingar um það, hvar efni um nám fullorðinna er að finna

Spáið líka í markmið ykkar með setu á námskeiðinu og hvaða verkefni þið gætuð haft áhuga á að vinna.

Við hittumst næst á staðlotunni  (EKKI á mánudag eins og ég talaði um á fundinum, ég verð erlendis). Ég býð ykkur aftur á móti á vefstofu á fimmtudaginn í næstu viku kl. 16;00 í veflægu fundarherbergi námsbrautarinnar (Leiðeiningar) ef þið hafið spurningar eða eitthvað sem þið viljið ræða.

Verkefni: Hvar læra fullorðnir á Íslandi?

Skrifum saman Wiki

Eitt markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur skapi sér yfirlit yfir sviðið sem hugtakið “Nám Fullorðinna” dekkar. Spurningar eins og: “Hvar læra fullorðnir?”, “Hvar er boðið uppá nám fyrir fullorðna?”, “Hverjir bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna?” og …. “Hvers vegna?” gætu eðlilega skotið upp kollinum.

Fyrsta sameiginlega verkefni okkar gengur einmitt út á það að þið hjálpist að við það að finna út hvar fullorðnir læra og hverjir bjóða upp á nám fyrir fullorðna, sem sagt að kortleggja vettvanginn.  Þið njótið góðs af vinnu forvera ykkar, því í hitteðfyrra byrjuðu nemendur á sama verkefni og það liggur hálfnað hér á vefnum…

Þið finnið á vefnum svo kallaðar Wiki síður þar sem allir geta skrifað á sömu síðuna og breytt henni. Og málið er að prófa sig áfram með að skrá inn það sem ykkur dettur í hug, næsti kemur, bætir við, færir til, lagar, leiðréttir, o.s.frv. þangað til við erum komin með mynd sem okkur líst nokkurnvegin á.

Á staðlotunni munum við svo taka þessa mynd fyrir og vinna áfram með hana.

Notið netið og aðra miðla til að finna út allt sem þið getið um fullorðinsfræðslugeirann á Íslandi, og skráið ykkar niðurstöður hér: http://fullordnir.namfullordinna.is/wiki/simenntunargeirinn/

Námskeiðið alveg að fara í gang haustið 2015

Námskeiðið “Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra” hefst með fundi í Stakkahlíð 1. september kl. 16:00  í stofu H101

Námskeiðið fer fram með “blönduðu formi” þar sem skiptast á staðlotur, stuttir fundir og samvinna á vefnum. Námskeiðið hefst 1. september með fundi kl. 16:00  í húsnæði skólans í stofu H101 fundurinn verður einnig beinni útsendingu á vefnum. Síðan fylgja reglulegir fundir á staðnum og jafnframt í beinni útsendingu á vefnum. Þá hittast nemendur á tveimur “staðlotum”, annars vegar 15. og 16. september kl. 11:40-14:50 og hins vegar 27. og 28. október á sama tíma. Miklu máli skiptir að mæta í staðloturnar tvær. Þar verða teknar sameiginlegar ákvarðanir um námskeiðið og þátttakendur vinna saman með innihald námskeiðsins. Á milli funda og staðlota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins.

Þessi vefur verður námskeiðsvefur námskeiðsins og eru nemendur beðnir um að skrá sig sem notendur á honum.

Á námskeiðinu notum við sama vefinn í nokkur skipti, það safnast saman efni frá nemendum og kennurum, sem kemur næsta hóp vonandi að góðum notum. Skoðaðu endilega vefinn og kynntu þér efnið. Við hittumst svo 1. september á stuttum fundi til að hefja námskeiðið og samvinnuna.