Verkefnin mín

Bændur taka inn uppskeruna, eftir flæmska listamanninn crops, by Pieter Brueghel, 17. öld
Bændur taka inn uppskeruna, eftir flæmska listamanninn Pieter Brueghel, 17. öld

Nú eru allir á fullu að vinna verkefni, og ég var búinn að nefna það að það væri sniðugt að skrá verkefnin á einum stað. Til að taka af allan vafa, þá er það hér. Vinsamlega skráið verkefnin sem þið ætlið að vinna á námskeiðinu hér. Hafið sérstaklega samband við kennarann ef þið ætlið að nota miðvikudagsfund til að kynna þema, kenningu eða annað verkefni. Flottast væri að kynningin væri tekin upp fyrst, eins og t.d. með Office Mix , sett í bloggfærslu hér á vefinn og svo ræðum við um hana á fundinum (sbr. leiðbeiningar um verkefnin)

til upprifjunar eru hér leiðbeiningar um

Sjá annars í lýsingu á námskeiðinu

Notaðu athugasemdareitinn hér fyrir neðan til að skrá verkefnin þín.  ATH Þú getur alltaf breytt færslunni. (edit)

Með þessu mót verður til listi hér fyrir neðan:  Á einum stað verður til yfirlit yfir öll verkefnin sem þið ætlið að vinna 😉

Það er möguleiki að kynna verkefni á næstu fundum:
Flottast væri að taka kynningarnar upp og setja þær hingað á vefinn og nota svo fundina í umræður UM kynningarnar… þannig fáum við meiri tíma í umræður. Ég mæli með Office Mix til að taka upp kynningar

  • 2. nóvember
  • 9. november
  • 16. nóvember
  • 23. nóvember (Hróbjartur er upptekinn til rúmlega þrju þennan dag… Kanski við gætum byrjað seinna??? t.d. kl. 15:30)

Starfsþróun í sandkassa

20160928_174644
Í dag tókum við nokkur þátt í MegaMenntaBúðum . En Menntabúðir eða „Educamps“ eru leið til að skipulegga nám eða starfsþróun. Um er að ræða samkomu þar sem einhver hópur fólks kemur saman á sama stað og sama tíma til að læra hvert af öðru. Skipuleggjendur bjóða fólk velkomið og þátttakendur bjóða sig fram til að kenna öðrum – eða bjóða upp á umræðu um – eitthvað tiltekið efni. Þetta getur gerst nokkrum sinnum. Hópurinn safnast saman, fólk býður fram umræðuefni eða örkennslu og dreifist það um húsnæðið. Þeir sem ætla að kenna eða koma umræðum af stað koma sér fyrir á ákveðnum stað og þeir sem vilja taka þátt eða læra af þeim koma og fylgjast með og taka þátt eins lengi og þeir vilja, þangað til næsta tímabil byrjar, þegar hópurinn dreifist á nýja stað
20160928_174321

Allar mynduirnar sem ég tók

Önnur fyrirbæri sem byggja á svipuðum hugmyndum eru t.d.

sömuleiðis mætti bera þetta saman við hugmyndir um að skipuleggja nám sem ferli eða sandkassa:

Þið sem fóruð. Bætið við sögum og reynslu.

Spáum aðeins í það hvað þetta er og hvernig það tengist því sem við höfum verið að ræða um nám fullorðinna.

 

Hvers vegna fullorðinsfræðsla?

Miðvikudaginn 21. september áttum við fund þar sem viðfangsefnið var ástæður fyrir fullorðinsfræðslu. Við byrjuðum með spurninguna: Af hverju er boðið uppá fullorðinsfræðslu. Þátttakendur ræddu þessa spurningu í tveimur hópum. Annar á vefnum og hinn í kennslustofunni. Hér er hugarkort sem varð til í gegnum þessar umræður.

af-hverju-er-bodid-upp-a-fullordinsfraedslu

Greinilegt er af hugarkortinu að þátttakendur voru mjög uppteknir af því af hvaða hvötum fullorðnir læra og leggja stund á nám alls konar. Og vissulega má segja að skipulagsheildir sem bjóði upp á skipulagt nám fyrir fullorðna geri það til þess að svara þörf, mæta námsþörfum fólks. Og hugarkortið sýnir margt sem gott er að hafa í huga þegar maður reynir að sjá fyrir sér af hvaða hvötum fólk kemur á ráðstefnur eða námskeið.

Þetta er ein af þeim spurningum sem rannsakendur hafa rannsakað hvað mest á þessu sviði. Liggja margar greinar og bækur eftir þá. Hér er bloggfærsla í vinnslu um einmitt þessa spurningu.

Hin hliðin á spurningunni er „Hvers vegja ákveða skipulagsheildir að bjóða upp á nám og fræðslu?“ Hér er spurgt öðru vísi:

Hugmyndir að baki fullorðinsfræðslu

Af hvaða hvötum er boðið upp á
fullorðinsfræðslu? Af hverju ætli fyrirtæki, stofnanir, sveitafélög og ríki bjóði uppá, styðji við og jafnvel fjármagni alls konar nam fyrir  fullorðna.

Að baki því að einhver skipulagseining býður fólki upp á nám býr einhver hugmynd, hugmyndafræði, heimsmynd, og mannskilningur. Hér má sjá töflu sem prof. Jost Reischmann setti upp fyrir langa löngu:

 

Trúarleg

Frelsandi

Mannleg

Hagnýt

Miðlæg fullyrðing

Til að koma heiminum í lag (eins og skaparinn vildi
hafa það)

Nám er upphaf frelsisins (Skapa nýja heima)

Að þroska manneskjur heildrænt með öllum möguleikum

Leysa vanda

Höfundar

Comenius, Grundwig

Rousseau, Freire, Verkalýðsfræðsla

Rogers, Háskólanám

Mager

OECD / EU etc

Hugmyndir um kennarann

+ þjónn

– Móralisti

– Predikari

+ Frelsandi,
+ upplýsandi

– Lýðskrumari

+ Ráðgjafi,
+ „Auðveldari“ (Facilitator)

– Gúrú

+ Skipuleggjandi,
+ Kennari
– Tæknir

– Kerfiskarl

Vandamál

Leiðir stundum til predikana

Draga sig út úr heiminum

Gera fólk óánægt (með aðstæður sínar)


Einkavædd mannúð

(Philanthropsche privatheit)

Vandinn, áhrifavaldar eða markmið sem búa að baki fræðslunni
geta gleymst…

Umræðan um fullorðinsfræðslu sveiflast gjarnan milli ólíkra póla. Um þessar mundir er það kanski hagnýta sjónarhornið sem ræður ríkjum. Það má sjá í alls konar skýrslum og stefnuplöggum.

Samfélagið | namfullordinna.is

Kíkið á þennan póst til að styðja við lesturinn í kring um fyrsta þema námskeiðsins: Nám fullorðinna frá samfélagslegu sjónarhorni:

Það sem mér finnst skipta mestu máli fyrir ykkur í þessum kafla er að þið þjálfið augu ykkar og eyru til að sjá „námsþarfir“ sem verða til í samfélaginu. Þið sem „Fullorðinsfræðar…

Lesið þessa færslu: Samfélagið | namfullordinna.is

Lokaðir umræðuþræðir

Threads

Ég er búinn að setja upp umræðuþræði fyrir okkur.  Þeir eru lokaðir öðrum en þátttakendum þessa námskeikðs. Þannig að þar getum við spjallað saman út af fyrir okkur.  Annað efni er opið öllum ;-).

Kosturinn við umræðuþræði er að þar er auðvelt að fylgja röksemdafærslunni í umræðunni. Í öðru fyrirkomulagi, eins og í Facebook t.d. týnir maður auðveldlega þræðinum, sérstaklega ef maður er ekki á bóla kafi í umræðunni daginn út og inn.

Til að byrja með er hér tvennt: Bókaklúbbur, þar sem við getum rætt um lestur aðal bókarinnar og svo geymsla fyrir allar upptökur.

Staðlota mánudaginn 12. sept

fna-stadlota-1-2016

Smelltu hér til að sækja prentvæna útgáfu af dagskránni

Á staðlotu 12. sept 2016 er málið að við sköpum okkur yfirlit yfir viðfangsefni námskeiðsins, verkefni og samvinnu okkar á námskeiðinu.

Við munum skopða hvað er sérstakt við það að læra á fullorðinsárum, meiri hluti morgunsins fer í það. Svo munum við kynna okkur helstu þemu námskeiðsins og átta okkur á því hvernig þau tengjast saman.

Ef tími er nægur held ég fyrirlestur um tengsl náms fullorðinna og sköpunar, en í lok dagsins munum við semja um dagsetningar, reglulega fundi og annað sem þarf að semja um.

Staðlotunni lýkur kl. 14:50, en frá c.a. 15:05 getum við fengið okkur kaffi saman á kaffistofunni ef einhverjir hafa áhuga á því.

1. Veffundur námskeiðsins

marquee-02-overview-709x400

Á morgun þriðjudaginn 6. september kl. 15:00 hittumst við á veffundi: Allir sitja við sína tölvu og við spjöllum saman yfir netið, eins og í gegnum Skype.

Á  fundinum munum við  fara yfir innihald og vinnulag á námskeiðinu og verkefni ásamt því að átta okkur á samvinnunni  og leggja drög að samvinnu okkar út vikuna fram að staðlotunni sem verður mánudaginn 12. september.

Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar um þátttöku í fundum yfir netið. Það er í sjálfu sér ekki flókið. En nauðsynlegt er að stilla ákveðna hluti í tölvunni fyrst. Þá munar miklu að geta tengt sig með snúru við internetið / routerinn. Þá er algjörlega nauðsynlegt að nota heyrnartól.

Sjá nánar hér: https://menntasmidja.hi.is/adobe-connect/connect-fyrir-fundargesti/

Fundarherbergið okkar er hér: http://c.deic.dk/namfullordinna

Þið getið alltaf kíkt þar inn og stillt hljóðnemann og myndavélina.

Verið endilega búin að prófa kerfið þegar við hittumst kl. 15:00 á netinu á morgun. Það er líka tilvalið að opna kerfið aðeins fyrr, til að vera viss um að allt virki rétt 😉

Týnd/ur???

lost and blur in Aguastuertas

Æ… er það nokkuð skrítið þótt þér finnist þú vera svolítið týnd/ur hér … svona í upphafi? En er það ekki alltaf þannig, þegar maður kemur á nýjan stað, í nýtt samhengi. Á námskeiðum hafa skipuleggjendur þeirra allir sína dutlunga, bjóða upp á alls konar hluti sem maður á ekki von á eða veit ekki…

Kanski hjálpar pósturinn minnu um rauða þráðinn þér eitthvað… en svo er bara að lesa blogg færslurnar, þær eru í tímaröð, þær elstu neðst (ég lét fylgja eina frá fundi sem fór fram á öðru námskeiði fyrir nokkur… bara uppá grín).

Til þess að geta tekið þátt hér á námskeiðsvefnum, þarftu:

  1. að vara skráð/ur í kerfið (ég þarf svo að samþykkja þig handvirkt inn í kerfið)
  2. að hafa fengið samþykki mitt á eina athugasemd (comment)

þá eru þér allar leiðir greiðar 😉

Flestir póstarnir innihalda spurningar til þín sem ég bið þig um að svara með því að nota „Commentakerfið“. Sá hængur fylgir gjöf Njarðar að þú þarft að bíða eftir að ég samþykki fyrsta póstinn frá þér (öryggisráðstöfun).

Ég reikna með að hér fari fram umræður um innihald námskeiðsins og að hagnýtar umræður og persónulegri umræður fari aftur á móti fram í Facebook hóp námskeiðsins.

 

Námskeiðið hefst 1. september 2016

Námskeiðið „Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra“ hefst á netinu 1. september. 2016

Námskeiðið fer fram með „blönduðu formi“ þar sem skiptast á staðlotur, stuttir fundir og samvinna á vefnum. Námskeiðið hefst 1. september. Þá munu birtast á þessum vef  stutt verkefni sem þátttakendur eru beðnir um að byrja að vinna. Við munum svo ræða saman á veffundi kl. 15:00  þann 6. september. Þátttakendur taka þátt í gegnum tölvuna sína í beinni útsendingu yfir vefinn.

Við hittumst síðan í heilan dag á staðlotu mánudaginn 12.september, kl. 8:20-14:50. Síðan fylgja reglulegir fundir. Það verður samkomulag okkar hvernig skiptist á samvinna á staðnum og  í beinni útsendingu á vefnum.

Miklu máli skiptir að mæta í staðloturnar tvær. Þar verða teknar sameiginlegar ákvarðanir um námskeiðið og þátttakendur vinna saman með innihald námskeiðsins. Á milli funda og staðlota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins.

Þessi vefur verður námskeiðsvefur námskeiðsins og eru nemendur beðnir um að skrá sig sem notendur á hann.

Á námskeiðinu notum við sama vefinn í nokkur skipti, það safnast saman efni frá nemendum og kennurum, sem kemur næsta hóp vonandi að góðum notum. Skoðaðu endilega vefinn og kynntu þér efnið. Við hittumst svo 1. september á stuttum fundi til að hefja námskeiðið og samvinnuna.

Sjá námskeiðslýsingu fyrir árið 2016

Yfirlit yfir skipulag námskeiðsins kemur á vefinn í kring um 18. ágúst. En endanlegt fyrirkomulag verður ákveðið á fyrstu staðlotu.

Handbók kennarans – leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi

Við töldum að það vera gagnlegt að taka saman örlítið námsefni fyrir þá kennara og leiðbeinendur sem kenna innflytjendum íslensku. Þrjár kennsluaðferðir urðu fyrir valinu sem eiga það sameiginlegt að byggja á reynslu og grunnþekkingu nemenda.  Þær eiga það einnig  sameiginlegt að hvetja til lausnarleitar, ígrundunar, gagnrýni og frásagnar           I.FERDINANDS OFL HANDBÓK FYRIR KENNARA .

Ingibjörg Ferdinands, Helga Baldurs og Anna Sigríður.