Upptökur af staðlotu

Allar myndirnar

Mikið var gaman að fá loksins að sjá ykkur öll.
Hér eru slóðir í upptökur frá staðlotunni í dag

  1. Byrjun
  2. Fullorðnir námsmenn ynningar
  3. Tryggvi Tayer: Framtíðarfræði 1
  4. Kynningar á hópvinnu v. framtíðarverkstæðis
  5. Tryggvi Thayer: Framtíðarfræði – mennska!?

efni tengt fyrirleatrinum um fullorðna námsmenn

Ég hef ekki komist í að klippa “óþarfa” út, en geri það sem fyrst. EN þið getið skrunað hratt fram og til baka til að spóla yfir það sem þið nennið ekki að hlusta á ;-)

Bein útsending af staðlotu

marquee-02-overview-709x400

Við munum senda staðlotuna út í beinni útsendingu fyrir þá sem komast als ekki. Sömuleiðis verða einhverjar upptökur gerðar aðgengilegar fyrir þá sem vilja rifja einhverja þætti staðlotunnar upp.

Þið sem ætlið að taka þátt yfir vefinn  eruð beðin um að
  1. Lesa leiðbeiningar fyrir fundargesti
  2. opna svo  fundarherbergið, en það er hér http://c.deic.dk/namfullordinna/
  3. Við tökum það svo þaðan, hjálpumst að við að láta þetta ganga upp.

 

framtiðarverkstæði

car-repair-362150_640

Á staðlotunni mun Tryggvi Thayer leiða s.k. framtíðarverkstæði með okkur. Hér smá ítarefni:

Istance, D., & Theisens, H. (2013). Thinking about the future: Insights from an international project. International Journal of Educational Research, 61, 111–115.

Cornish, E. (2004). Explorers of the future. In Futuring: The exploration of the future. Bethesda, MD: World Future Society. í (uglu)
Glenn, J. C. (2003). Introduction to the futures research methods series. In J. C. Glenn & T. J. Gordon (Eds), Futures research methodology, v2.0. AC/UNU Millennium Project. (til bls. 13) (sjá í uglu)

Hugsum um framtíðina núna. Um framtíðina og menntun. Viðtal við Jón Torfa Jónasson í Fréttablaðinu, 2.1.2012, bls. 10. (http://vefblod.visir.is/index.php?s=5698&p=124963)

Thayer, T. What makes a “future-oriented” policy? Towards a framework for identifying and analysing policies. (http://www.education4site.org/blog/2011/what-does-a-future-oriented-policy-make-towards-a-framework-for-identifying-and-analysing-policies/)

Dagskrá staðlotu

Það styttist í staðlotuna, og ekki úr vegi að hafa smá hugmynd um það sem erá dagskrá. Aðal markmið staðlotunnar er að við kynnumst hvert öðru og námsefninu, þannig að við getum byrjað að vinna af krafti strax að lokinni staðlotunni.

FNA-Stadlota-1-2014

Prentvæn útgáfa af dagskránni

Mánudagaurinn er hægra megibn á hugarkortinu og þriðjudagurinn vinstra meguin. Eins og sjá má eru þrir innihaldskaflar til að byrja með, þar sem við tökumst fyrst á við tvö miðlæg þemu námskeiðsins: Fullorðna námsmenn, einkum það sem vitað er um sérstöðu þeirra og námsþarfir, og næst er það samfélagslega víddin, þar sem við notum sjónarhorn framtíðarfræðanna til að fá fókus á þarfir samfélagsins og hluverk ævimenntunar í því samhengi. Að lokum notum við þriðjudagsmorguninn til að skapa okkur heildstæða mynd af viðfangsefnum námskeiðsins og merkingu þess fyrir samvinnu okkar á námskeiðinu. Við ljúkum svo staðlotunni á hagnýtum nótum, þar sem við skoðum verkefni, námsumhverfi og dagsetningar.

Við munum nýta umræður ykkar hér á vefnum á staðlotunni, svo taktu endilega þátt í umræðunni..

Heimurinn er flatur! | namfullordinna.is

Flat Earth eftir fellmekke.deviantart.com CC BY-NC-ND

Eitt fyrst a þema námskeiðsins kalla ég “Samfélag” það snýst um samfélagslega merkingu og þýðingu náms fullorðinna. Til að byrja að pæla í því efni bið ég ykkur um að lesa þennan póst:

Heimurinn er flatur! | namfullordinna.is.

og snúa svoa aftur hingað og svara spurningunni sem ég varpaði fram…

Ætli hnattvæðingin hafi áhrif á Ísland, íslendinga og það sem íslendingar þurfa að kunna, geta og vilja?

Ræðum spurninguna hér frekar en á aðal vefnum ;-)

500

Ef þú ert að fá villumeldingu… nr. 500

þá er það eitthvað í kerfinu, ekki hjá þér.

það sem þú gerir er bara að sækja síðuna aftur (refresh, F5 eða Shift+F5)

Ertu til í að svara þessum pósti ef þú færð þetta oft… ég er að fara að hringja í kerfiskallana!

Týnd/ur???

Lost in Translation

Æ… er það nokkuð skrítið þótt þér finnist þú vera svolítið týnd/ur hér … svona í upphafi? En er það ekki alltaf þannig, þegar maður kemur á nýjan stað, í nýtt samhengi. Á námskeiðum hafa skipuleggjendur þeirra allir sína dutlunga, bjóða upp á alls konar hluti sem maður á ekki von á eða veit ekki…

Kanski hjálpar pósturinn minnu um rauða þráðinn þér eitthvað… en svo er bara að lesa blogg færslurnar, þær eru í tímaröð, þær elstu neðst (ég lét fylgja eina frá fundi sem fór fram í fyrra… bara uppá grín).

Til þess að geta tekið þátt hér, þarftu:

  1. að vara skráð/ur í kerfið (ég þarf svo að samþykkja þig handvirkt inn í kerfið)
  2. að hafa fengið samþykki mitt á eina athugasemd (comment)

þá eru þér allar leiðir greiðar ;-)

Flestir póstarnir innihalda spurningar til þín sem ég bið þig um að svara með því að nota “Commentakerfið”. Sá hængur fylgir gjöf Njarðar að þú þarft að bíða eftir að ég samþykki fyrsta póstinn frá þér (öryggisráðstöfun).

Ég reikna með að hér fari fram umræður um innihald námskeiðsins og að hagnýtar umræður og persónulegri umræður fari fram í Facebook hóp námskeiðsins

 

Skemmtilegt námskeið

Govanhill photoshoot at the Arches, Glasgow: Laughing
Eitt af því sem ég geri oft þegar ég byrja námskeið að spyrja þátttakendur hvernig þeir vilji að námskeiðið verði…

Svarið sem kemur oftast fyrir er “Skemmtilegt“!
…svo ræðum við um það, hvað  skemmtilegt námskeið er…

Hér er kanski auðveldara verkefni en þau sem þegar eru komin…

Segðu okkur frá skemmtilegu námskeiði sem þú hefur einhvern tíman verið á og af hverju það var skemmtilegt. Prófaðu svo að bregðast við einhverjum samnemanda þínum sem hefur svipaða eða mjög ólíka upplifun…

Svaraðu með því að nota athugasemdakerfið: “Leave a Comment”

Fullorðnir…???

EldriNemendur

Einhverntíma spurði ég … “Hvað er svona merkilegt við það að vera fullorðinn…? og það er spurning sem við þurfum að velta fyrir okkur á þessu námskeiði. Er einhver munur á námi fullorðinna og barna???  Og ef svo er hvað þýðir það fyrir skipulagningu náms fyrir fullorðna?

Ágætis staður til að byrja á er e.t.v. í eigin ranni: Tekur þú eftir muni á því hvernig þú lærir núna og þegar þú varst yngri?

Hér er stutt verkefni til að koma okkur í gang fyrir staðlotuna: Svaraðu stuttlega með því að skilja eftir athugasemd við þessum pósti (comment) – ATH þú þarft að vera skráð/ur á vefinn til þess.

Nýtt námskeið að hefja göngu sína

Out there ....
Velkomin/n á vef námskeiðsins Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra. Hér birtist námsefni í tengslum við námskeiðið og hér fara samskipti fram í s.k. “Fjarlotum”… á milli staðlotanna.

Fyrsta skrefið er að skrá sig inn á þennan vef. ATH: Ekki nota notendanafnið sem þú ert með frá háskólanum sem notendanafn hér, notaðu eitthvað annað, helst bara nafnið þitt, þá er auðveldar fyrir okkur að vita hver það er sem skrifar það sem þú skrifar.

Smelltu á “Register” hér hægra megin til að skrá þig inn í kerfið. Svo þegar ég hef hleypt þér inn, notar þú framvegis notendanafn og lykilorð til að skrá þig inn “Log in”.  Skráningarformið er frekar skrítið, ekki láta það trufla þig. Skráðu netfangið sem þú notar mest og til framtíðar, ekki það sem þú notar við háskólann, nema það sé aðalnetfangið þitt.

Kynntu þér uppkast að námskeiðsfyrirkomulaginu.

Næstu daga birtist nær daglega eitthvað nýtt hérna. Byrjum á því að vinna saman nokkur einföld verkefni til að hita okkur upp og kynnast.