Handbók kennarans – leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi

Við töldum að það vera gagnlegt að taka saman örlítið námsefni fyrir þá kennara og leiðbeinendur sem kenna innflytjendum íslensku. Þrjár kennsluaðferðir urðu fyrir valinu sem eiga það sameiginlegt að byggja á reynslu og grunnþekkingu nemenda.  Þær eiga það einnig  sameiginlegt að hvetja til lausnarleitar, ígrundunar, gagnrýni og frásagnar           I.FERDINANDS OFL HANDBÓK FYRIR KENNARA .

Ingibjörg Ferdinands, Helga Baldurs og Anna Sigríður.

Gildi menntunar

Ég ákvað að taka fyrir rannsóknargreinina Gildi menntunar í lífi fullorðins fólks eftir Jóhönnu Rósu Arnardóttur og Jón Torfa Jónasson sem birtist fyrst árið 2004 í fyrsta árgangi Tímarita um menntaransóknir á bls. 129-143.

Grein þessi hefur að mínu mati mjög sterka tengingu við efni áfangans.  Hvati til náms er skoðaður ítarlega, bæði út frá atvinnulífi og einkalífi og einnig hvaða ráðandi þættir það eru sem fullorðnir fá út úr námi, og vilja fá.  Framsetning niðurstaðna er að mínu mati mjög áhugaverð, en höfundar setja þar fram tvö mjög skýr módel sem sýnir fram á niðurstöður rannsókna þeirra.  Áhugahvatarnir eru margvíslegir, mun fleiri en ég gerði mér grein fyrir í upphafi námskeiðsins, og er þeim skipt niður á áhugaverðan hátt, einstaklingsbundnir þættir, þættir er tengjast fjölskyldu og svo þættir er tengjast skólakerfinu.  Það líkan er skýrir niðurstöður þegar spurt er um hvað fullorðnir námsmenn fá út úr náminu er einnig mjög skýrt.  Þeir félagslegu þættir sem settir eru fram í niðurstöðum eru vel útskýrðir og komu mér á óvart þ.e. hversu miklu máli þeir skiptu hjá viðkomandi námsmönnum utan vinnustaðar. Það eina sem ég hefði viljað sjá rannsakað nánar var að bera saman dagvinnulaun fyrir og eftir nám en ekki eingöngu gera samanburð á heildarlaunum. Sumir hópar lækkuðu jafnvel í heildarlaunum eftir háskólanám en telja verður ólíklegt að sú niðurstaða hefði verið sú sama hvað dagvinnulaun varðar, þar sem vinnuálag var nánast ávallt minna að námi loknu hjá þeim sem færðu sig á milli atvinnugreina.

Ritrýni mína má sjá hér

Skýrsla vegna kynningar um reynslu í síðustu staðlotu

Skýrsla vegna kynningar um reynslu fullorðinna námsmanna

Kynning haldin þann 28. október 2015

Ástæðan fyrir því að mig langaði að ræða reynsluna umfram önnur viðfangsefni er að hún virðist vera rauður þráður í öllum þeim kenningum sem námsefnið hefur upp á að bjóða.  Mér fannst þó reynslan oftar en ekki vera lögð upp sem jákvæð reynsla og það er að mínu mati alls ekki raunin.  Reynsla getur verið mjög fjölbreytt og málið því ekki svona einfalt.

Ég bað samnemendur mína um að nefna þá reynslu sem þeim datt í hug þegar þau hugsuðu um reynsluheim fullorðinna nemenda.  Mjög margar tillögur komu fram, flestar að mínu mati dæmi um jákvæða reynslu en þó ekki allar, t.d. skólaganga. (sem ég óvart taldi jákvæða af því ég upplifði hana þannig)  Þegar rætt var nánar um hugmyndir þeirra kom ýmislegt áhugavert fram, má segja að t.d. reynsla af ást getur jafnt verið jákvæð sem neikvæð, þar sem ást getur auðvitað bæði blómstrað og visnað.  Reynsla af heimilishaldi getur einnig verið beggja megin borðsins, því að eins yndislegt og það er að eiga eigið heimili þá er samt raunin líka sú að á síðustu árum misstu margir heimili sín og verður því ekki að telja það sem neikvæða reynslu af heimilishaldi? Einnig atvinna/atvinnuleysi.

Sum reynsla nemenda er okkur meira augljós en önnur.  Því fannst mér rétt að skipta reynslunni upp í eftirfarandi flokka:

  • Dulin jákvæð reynsla (T.d. að kunna hebresku)
  • Dulin neikvæð reynsla (T.d. þunglyndi)
  • Ljós jákvæð reynsla (T.d. heilbrigður líkami og sjálfstraust)
  • Ljós neikvæð reynsla (T.d. neikvæður almannarómur í litlum samfélögum)

Þegar á líður hjá fullorðnum námsmönnum kemur ljós jákvæð reynsla fram mjög fjótlega, dulin jákvæð reynsla kemur þar á eftir og umbreytist því í ljósa á skömmum tíma.

Neikvæða reynslan er öllu flóknara viðfangsefni og miðað við hvað nám á fullorðinsárum gerir fyrir sjálfsmynd slíkra nemenda er möguleiki á ákveðinni umbreytingu á hinni neikvæðu reynslu.  Eftir því sem sjálfsmynd nemenda styrkist þeim mun líklegra er að þeir geti umbreytt hinni neikvæðu reynslu í jákvæða, sama hvort um er að ræða dulda eða ljósa reynslu.

Mér fannst hæfilegt að kynna þetta að vissu marki og svo hvetja til umræðu hjá samnemendum mínum.  Að mínu mati gekk það mjög vel og svo endaði ég þessa kynningu á að spyrja samnemendur um hvaða reynslu Íslendingar sem buðust til þess að taka við sýrlenskum flóttamönnum á heimili sín þyrftu að búa yfir.  Út frá því fannst mér spinnast skemmtileg og fjölbreytt umræða sem erfitt er að meta hvernig endaði.

Nám fullorðinna og dreifbýlið… | namfullordinna.is

Frá og með iðnbyltingunni hefur straumur fólks Iegið frá dreifbýli til þéttbýlis, frá þorpum til borga. Byggðarlög sem áður héldu lifinu í hundruðum manna eru að verða auð og þorp sem iðuðu af mannlífi sem draugaþorp, þar sem enginn vill búa lengur! Margir hafa reynt að spyrna við fótum og samfélagið sem heild virðist almennt hafa verið sammála um að það sé full ástæða til að „styðja við” landsbyggðina með ýmsu móti.

Hvað afleiðingar ætli það hafi fyrir landið og dreifbýlið að það sé boðið upp á nám í heimabyggð og háskólar bjóða upp á fjarnám? Getum við gert betur?

Lestu meira: Nám fullorðinna og dreifbýlið… | namfullordinna.is

Segðu okkur hér í athugasemdunum hvaða hugmyndir kvikna hjá þér…

„Solar Mamas – Why Poverty?“


Hér er dæmi um fullorðinsfræðslu sem leið til valdeflingar og sem leið til að styrkja samfélagið. Horfið á þessa mynd (58 min) og notið það sem þið hafið lesið um hlutverk fullorðinsfræðslu í samfélaginu til að túlka það sem þið sjáið og profið að tenngja það við kenningar og íslenskar aðstæður.

ATH ég er að biðja um spjall ekkert alvarlegt 😉
það er ekki vitlaust að kíkja á Paolo Freire í atriðisorðaskrá bókanna eða á vefnum

Skrifið um þetta í athugasemdunum.

Wiki… um þemu námskeiðsins

Hér á námskeiðsvefnum eru nokkrar síður sem hafa samskonar virkni og Wiki, þ.e.a.s. allir notendur vefsins geta breytt innihaldi síðunnar. Þá er sérstök síða tileinkuð umræðu UM ritun síðunnar og önnur sem sýnir breytingasögu síðunnar (Reyndar er framsetningin þar ákaflega flókin og ruglingsleg… kerfið er bara ekki betra…)

Ég hef sett upp svona svæði vegna þess að ég álít Wiki vera ákaflega spennandi viðbót við ritunarkúltúr samtímans, vegna þess að mér sýnist wiki geta (og hafa) breytt viðhorfi okkar til þekkingu, eignarhalds og aðgengi að henni (ég er hér undir áhrifum af bókum eins og Wikinomics – sjá lika vef bókarinnar) og vegna þess að mér sýnist það vera gagnlegt fyrir okkur að læra að vinna saman á Wiki, því nú til dags eru flestir textar skrifaðir í samvinnu. Það er þá eitthvað sem við þurfum að kunna.

Eitt sem  við sem vinnum saman á þessu námskeiði höfum aldrei ákveðið er strúktúr þessa Wiki og form textans. Eru þetta formlausar glósur þar sem fólk skrifar það sem þeim hentar á þann hátt sem því hentar, eða viljum við aga okkur meira og t.d. skrifa n.k. alfræðitexta eins og gert er í Wikipedia.

Ég sé rök fyrir báðum leiðunum:

  • Það getur verið flott að hafa frekar formlaust svæði þar sem við getum æft okkur í að skrifa niður það sem okkur finnst við vera að læra við lesturinn og námið sjálft…
  • Aftur á móti gæti verið meiri þjálfun fólgin í því að aga skrifin meira og passa betur upp á form og æfa sig í hinu hlutlausa alfræðirita formi. (Sjá leiðbeiningar um skrif á Wikipedia)
  • EF okkur finnst alfræðiformið gagnlegt þá hefur það þann kost að einhverntíma gætum við svo flutt efnið eða hluta þess yfir á Wikipedia, en það má færa fyrir því gild rök að það nauðsynlegt og gagnlegt fyrir íslenskt samfélag að það sé til eins mikið efni á íslensku á opnum svæðum eins og Wikipedia.

Annað mál er að ef þið skoðið Wiki-inn núna sjáið þið að það eru til tvær síður með sama efni fyrir þemu 2 – kenningar og 4 – þroskasaga.  Ég er að velta fyrir mér hvort þið viljið ekki sameina þessar síður?

Gaman væri að heyra viðbrögð ykkar hér

Sem sagt tvær spurningar um Wiki:

  1. Formlaust eða formlegt
  2. Sameina tvær síður eða kasta einni… (Sameining kallar á skipulögð vinnubrögð… einfaldast er bara CUT og PASTE)

 

 

Samfélagið | namfullordinna.is

Ég veit ekki hvort þið hafið tekið eftir þessum pósti á aðal vef námsleiðarinnar. En þar eru vísanir í ýmislegt efni sem mér finnst vel þess virði að skoða einmitt í tengslum við lestur og pælingar í tengslum við þemað okkar Nám fullorðinna í samfélagslegu sjónarhorni:  Samfélagið | namfullordinna.is

Sömuleiðis vil ég benda ykkur á að lesa færslu um áhrif tækni á samfélagið og á nám

Verður starfið þitt sjálfvirkni að bráð? Í Fréttablaðinu í dag 19.9

Mig langar að benda ykkur á þessa áhugaverðu grein í ljósi framtíðarhugleiðinga okkar með Tryggja á miðvikudaginn var. Það bendir allt til þess með áframhaldandi tækniþróun að símasölumanneskjur, vélritarar, gjaldkerar o.fl. eru í áhættuhópi þeirra sem gætu séð á eftir störfum sínum!

Hér er greinin:

http://www.visir.is/verdur-starfid-thitt-sjalfvirkni-ad-brad-/article/2015150929993