Ólíkir námsmenn og ólíkar námsnálganir

fullordnirNamsmennö800

Þegar við tölum um fullorðna námsmenn og förum að leita að kenningum sem geta hjálað okkur að skilja það fólk sem við erum að vinna með, þá veður okkur fljótt ljóst að það að ætla að útskýra í fáeinum orðum hvað “einkennir” fullorðna námsmenn, er æði erfitt… og því lengur og meira sem við pælum, þeim mun flóknari verður myndin. Á veffundi skoðum við nokkrar leiðir til að ræða um þessa hluti.

Meðfylgjandi eru nokkur dæmi um það hvernig maður getur skoðað þessar spurningar:

 

Veffundur á eftir kl: 17:00

ACVeffundur3

Minni á veffund á eftir: https://c.deic.dk/namfullordinna/

Hlakka til að sjá þá sem hafa tíma í að koma eða vera með á vefnum.

Ef einhver er tilbúinn með kynningu er hann/hún velkomin, annars býð ég upp á fyririrlestur og umræðu um ólíkar kennigngar um ólíka fullorðna námsmenn… Svo er fundurinn að sjálfsögðu líka vettvangur fyrir spjall um verkefni og námskeiðið.

Ég verð mættur í stofu H208 aðeins fyrr, ef einhverjir hafa áhuga á kaffispjalli (ég held það sé hægt að fá kaffi í sjálfsölum…)

Teaching for transfer.

Teaching for transfer.

Ég er í þessari viku búin að vera að lesa töluvert í fræðunum okkar, bæði bókunum og efni sem vísað er í. Eitt hugtakið sem birtist aftur og aftur er hugtakið „transfer“ og þá í merkingunni „teaching for transfer“. Kristín Aðalsteinsdóttir vísar í hugtakið í bókinni „Lífsfylling“ en þau nöfn sem oft eru nefnd í samhengi við transfer er Vibe Aarkrog og Bjarne Wahlgren. Á Diigo er gefinn hlekkur á danska fræðsluþáttaröð sem heitir „Danskernes akademi“ og þar fann ég fyrirlestur sem Vibe Aarkrog frá Háskólanum í Árósum flutti. Útgangspunktur fyrirlestrarins er sú staðreynd, að mjög oft fer fólk á námsskeið að læra hitt og þetta, en þegar það kemur aftur á vinnustaðinn er gömlu aðferðinni beitt og ekkert breytist. Ástæðuna segir Vibe vera, að oft sé nám sem ferli vanmetið, af bæði nemendum og kennurum.

Í fyrirlestrinum leggur Vibe áherslu á tvær skilgreiningar, en bendir að sjálfsögðu á að fleiri skilgreiningar á transfer hugtakinu sé að finna. Transfer má þýða sem “yfirfærsla“. Nám og það að læra er yfirfærsla á annarsvegar a) því sem að maður hefur lært í bókum og á fyrirlestrum yfir í kringumstæður þar sem hið lærða á að nýtast, þ.e. á vettvangi. Ef þessi  yfirfærsla tekst ekki, þá á nemandinn erfitt með að skilja gagnsemi  námsins og verður fráhverfur náminu. Skilgreining b)kallast samlíking og lýtur að fyrri reynslu. Þegar að nemandi í skólastofunni eða í bókunum rekst á eitthvað sem hann kannast við úr öðrum kringumstæðum, gengur námið mun betur fyrir sig, því það að þekkja eða kannast við, flýtir fyrir yfirfærslunni .

Þeim sem gengur best að læra, eru þeir sem eiga auðvelt með að hugsa óhlutbundið, abstrakt, en nám og reynsla eykur þann hæfileika. Óhlutbundin hugsun er gjarnan framandi fyrir þá sem stunda verknám, segir Vibe, því þeirra lærdómur er svo „konkret“.

Í okkar samhengi, hlýtur þessi kenning að vera mjög áhugaverð, því fullorðnir búa yfir svo víðtækri lífsreynslu sem margfaldar það sem ég vil kalla „tilvísunar rammann“ í náminu og þarmeð getuna til að skilja og læra. T.d. það að leysa erfið vandamál er eitthvað sem lífið býður uppá og færir fólki í flestum tilfellum reynslu og þroska. Þetta er hinsvegar oft á tíðum mjög erfitt fyrir þá sem ekki eru vanir að hugsa óhlutbundið og hafa minni reynslu af að leysa vandamál.

Mér finnst þessi kenning afar áhugaverð og spennandi, og mér finnst hún endurspeglast mjög vel hjá viðmælendum Kristínar Aðalsteinsdóttur í „Lífsfylling“.

http://www.dr.dk/DR2/Danskernes+akademi/Paedagogik_Psykologi/Hvorfor_er_det_saa_svaert_at_anvende_det_man_har_laert.htm

http://www.bog-ide.dk/productsamples/9788771240641.pdf

Kynning?

Ég er ekki viss hvar ég á að setja inn beiðni um að fá að kynna smá verkefni. Má ég gera það í staðlotu – mér fyndist betra að vera á staðnum – ekki í minni tolvu heima þegar ég geri það. Semsagt:

Má ég kynna örverkefni um Símenntun á Bifröst í næstu staðlotu? (um miðjan nóv)

Knud Illeris

Er kominn með í hendurnar bók Illeris sem heitir Adult Education and adult learning.  Ég hlakka til að lesa bókina og mun gera ykkur grein fyrir því sem mér finnst markverðast í henni.  Vonandi bæði með einstaka stuttum innskotum á vefinn okkar og með ítarlegri heildarkynningu.  Hef þó ekki séð hvort einhver annar ætlar sér að lesa og kynna þessa bók en væri gott að fá að vita það ef svo er.  :)

Staðlota 2: Dagskrá

ATH við þurfum að vinna til kl. 16:15 vinsamlega reynið að láta það ganga upp

Á staðlotu 2. munum við heimsækja 2 ólíka staði sem skipuleggja og útfæra nám fyrir fullorðna. Þar munum við fræðast um starfsemina, en lika hugmyndir að baki og hvaða þörfum þessir ólíku aðlilar þjóna.
Við heimsækjuim Iðuna fræðslusetur og Fræðsludeild Landsbankans.
Dagskrá:
FNA Staðlota 2 14.okt.2014

 

Dagskráin á PDF formi

Námskeiðsvefur