Kynning?

Ég er ekki viss hvar ég á að setja inn beiðni um að fá að kynna smá verkefni. Má ég gera það í staðlotu – mér fyndist betra að vera á staðnum – ekki í minni tolvu heima þegar ég geri það. Semsagt:

Má ég kynna örverkefni um Símenntun á Bifröst í næstu staðlotu? (um miðjan nóv)

Knud Illeris

Er kominn með í hendurnar bók Illeris sem heitir Adult Education and adult learning.  Ég hlakka til að lesa bókina og mun gera ykkur grein fyrir því sem mér finnst markverðast í henni.  Vonandi bæði með einstaka stuttum innskotum á vefinn okkar og með ítarlegri heildarkynningu.  Hef þó ekki séð hvort einhver annar ætlar sér að lesa og kynna þessa bók en væri gott að fá að vita það ef svo er.  :)

Staðlota 2: Dagskrá

ATH við þurfum að vinna til kl. 16:15 vinsamlega reynið að láta það ganga upp

Á staðlotu 2. munum við heimsækja 2 ólíka staði sem skipuleggja og útfæra nám fyrir fullorðna. Þar munum við fræðast um starfsemina, en lika hugmyndir að baki og hvaða þörfum þessir ólíku aðlilar þjóna.
Við heimsækjuim Iðuna fræðslusetur og Fræðsludeild Landsbankans.
Dagskrá:
FNA Staðlota 2 14.okt.2014

 

Dagskráin á PDF formi

Veffundur í dag 8. okt kl. 17-18 í H-208

Við hittumst í dag á veffundi. Ég hef ekki tekið eftir því að neinn vilji nota þennan fund til að kynna verkefni… (kanski er ég bara blindur).

En ef ekki þá sýnist mér kjörið að ræða aðeins spurningar um þátttöku í skipulögðu námi. Skanna svolítið litteratúrinn og spurningar um það af hverju fólk tekur þátt og af hverju ekki.

Svör við slíkum spurningum hafa að sjálfsögðu áhrif á það hvernig við skipuleggjum námstilboð fyrir fullorðna.

Ég er á fundi alveg til að verða fimm, þannig að ég kem bara strunsandi inn á seinustu stundu!

Heilinn…

Ég var að hlusta á þetta myndskeið um uppbyggingu heilans. Þið gætuð haft gaman að því líka. Eitt af því sem er vert að skoða þegar við spáum í nám fullorðinna er einmitt margt af því sem heilarannsóknir eru að leiða í ljós. Í því samhengi þykir mér athyglivert bæði hversu oft heilrannsóknirnar leiða í ljós atriði sem hafa verið þekkt í kennslufræðinni jafnvel í hundruðir ára, sem upplýsingar um virkni heilans sem koma á óvart. Það er alveg þess virði að kíkja af og til á TED og slá inn leitarorðinu “brian” því þau eru nokkuð mörg myndskeiðin sem fjalla um þetta, OG þemað er miðlægt á þessu námskeiði.

Punktar úr viðtalinu við Árna formann SFR

 

Nokkrir mjög hráir punktar úr viðtalinu, vonandi gagnast þeir einhverjum ;)

 • Byrjaði sem starfsnám fyrir stuðningsfulltrúa,  hærri laun fyrir þá sem fara í þetta nám
 • Það sem fær stéttarfélög til að styðja við aukna menntun félagsmanna sinna. 11% með háskólamenntun.
 • Þurfa að sækja sér sí og endurmenntun þeir sem ekki gerðu það í tölvuþróuninni hafa orðið eftir, dregist afturúr
 • Hefur orðið erfiðara fyrir félagsmenn að fá leyfi til að sækja sér endurmenntun

Félagsliðar verða dýrari starfskraftar. Stofnanir sem þeir vinna á þurfa að spara.  Á ekki að koma í bakið á starfsmönnunum.

 • Ófaglærðir ráðnir í stað sjúkraliða, ódýrari starfskraftar
 • Vantar einhvern hlekk í keðjuna hjá atvinnuveitendum eða stjórnendum stofnana.
 • Áskoranir stéttarfélaganna varðandi sí-og endurmenntun. Hugsa málin uppá nýtt eftir lægðina 2008 að námið verði ekki tilviljanakennt, þróa betur raunfærnimat fyrir ríkisstofnanir
 • Nám skilar minni hækkun í launaumslagið en áður. Þeir sem nýta sér að fara í nám eða eru með það fyrir fá það metið hjá ríkisstofnunum.
 • Reikspölur- varð til þess að margir byrjuðu í námi og tóku svo næsta skref og héldu áfram í námi.
 • Hefur verið rætt um að koma starfsþróunaráætlun inn í fyrirtæki og stofnanir.
 • Stofnun- fyrirtæki þarf að spyrja sig: Hvernig á að koma því í framkvæmd inni í stofnununum? Hvers konar vinnuafl þarf ég, hvað hef ég núna og hvaða starfsþróunaráætlun þarf ég að hafa til þess að hafa það starfsfólk sem ég þarf?
 • Systurfélög í nágrannalöndunum er með meira af háskólamenntuðum innan sinna vébanda.
 • Hvernig getum við gert störf hjá ríkinu eftirsóknarverð fyrir ungt fólk?
 • Einsetja sér að ná auknum hækkunum fyrir háskólamenntaða. Sömu laun fyrir háskólamenntaðan í SFR og BHM
 • Hvernig er hægt að auka hvata fyrir fólk að sækja sér starfsmenntun? Launa það og búa til símenntunar-og endurmenntunaráætlun fyrir hvert og eitt starf.
 • Verið er að háskólavæða störf. T.d. er mikið verið að ráða viðskiptafræðinga sem gjaldkera.

Námskeiðsvefur