Knud Illeris

Er kominn með í hendurnar bók Illeris sem heitir Adult Education and adult learning.  Ég hlakka til að lesa bókina og mun gera ykkur grein fyrir því sem mér finnst markverðast í henni.  Vonandi bæði með einstaka stuttum innskotum á vefinn okkar og með ítarlegri heildarkynningu.  Hef þó ekki séð hvort einhver annar ætlar sér að lesa og kynna þessa bók en væri gott að fá að vita það ef svo er.  :)

Staðlota 2: Dagskrá

ATH við þurfum að vinna til kl. 16:15 vinsamlega reynið að láta það ganga upp

Á staðlotu 2. munum við heimsækja 2 ólíka staði sem skipuleggja og útfæra nám fyrir fullorðna. Þar munum við fræðast um starfsemina, en lika hugmyndir að baki og hvaða þörfum þessir ólíku aðlilar þjóna.
Við heimsækjuim Iðuna fræðslusetur og Fræðsludeild Landsbankans.
Dagskrá:
FNA Staðlota 2 14.okt.2014

 

Dagskráin á PDF formi

Veffundur í dag 8. okt kl. 17-18 í H-208

Við hittumst í dag á veffundi. Ég hef ekki tekið eftir því að neinn vilji nota þennan fund til að kynna verkefni… (kanski er ég bara blindur).

En ef ekki þá sýnist mér kjörið að ræða aðeins spurningar um þátttöku í skipulögðu námi. Skanna svolítið litteratúrinn og spurningar um það af hverju fólk tekur þátt og af hverju ekki.

Svör við slíkum spurningum hafa að sjálfsögðu áhrif á það hvernig við skipuleggjum námstilboð fyrir fullorðna.

Ég er á fundi alveg til að verða fimm, þannig að ég kem bara strunsandi inn á seinustu stundu!

Heilinn…

Ég var að hlusta á þetta myndskeið um uppbyggingu heilans. Þið gætuð haft gaman að því líka. Eitt af því sem er vert að skoða þegar við spáum í nám fullorðinna er einmitt margt af því sem heilarannsóknir eru að leiða í ljós. Í því samhengi þykir mér athyglivert bæði hversu oft heilrannsóknirnar leiða í ljós atriði sem hafa verið þekkt í kennslufræðinni jafnvel í hundruðir ára, sem upplýsingar um virkni heilans sem koma á óvart. Það er alveg þess virði að kíkja af og til á TED og slá inn leitarorðinu “brian” því þau eru nokkuð mörg myndskeiðin sem fjalla um þetta, OG þemað er miðlægt á þessu námskeiði.

Punktar úr viðtalinu við Árna formann SFR

 

Nokkrir mjög hráir punktar úr viðtalinu, vonandi gagnast þeir einhverjum ;)

 • Byrjaði sem starfsnám fyrir stuðningsfulltrúa,  hærri laun fyrir þá sem fara í þetta nám
 • Það sem fær stéttarfélög til að styðja við aukna menntun félagsmanna sinna. 11% með háskólamenntun.
 • Þurfa að sækja sér sí og endurmenntun þeir sem ekki gerðu það í tölvuþróuninni hafa orðið eftir, dregist afturúr
 • Hefur orðið erfiðara fyrir félagsmenn að fá leyfi til að sækja sér endurmenntun

Félagsliðar verða dýrari starfskraftar. Stofnanir sem þeir vinna á þurfa að spara.  Á ekki að koma í bakið á starfsmönnunum.

 • Ófaglærðir ráðnir í stað sjúkraliða, ódýrari starfskraftar
 • Vantar einhvern hlekk í keðjuna hjá atvinnuveitendum eða stjórnendum stofnana.
 • Áskoranir stéttarfélaganna varðandi sí-og endurmenntun. Hugsa málin uppá nýtt eftir lægðina 2008 að námið verði ekki tilviljanakennt, þróa betur raunfærnimat fyrir ríkisstofnanir
 • Nám skilar minni hækkun í launaumslagið en áður. Þeir sem nýta sér að fara í nám eða eru með það fyrir fá það metið hjá ríkisstofnunum.
 • Reikspölur- varð til þess að margir byrjuðu í námi og tóku svo næsta skref og héldu áfram í námi.
 • Hefur verið rætt um að koma starfsþróunaráætlun inn í fyrirtæki og stofnanir.
 • Stofnun- fyrirtæki þarf að spyrja sig: Hvernig á að koma því í framkvæmd inni í stofnununum? Hvers konar vinnuafl þarf ég, hvað hef ég núna og hvaða starfsþróunaráætlun þarf ég að hafa til þess að hafa það starfsfólk sem ég þarf?
 • Systurfélög í nágrannalöndunum er með meira af háskólamenntuðum innan sinna vébanda.
 • Hvernig getum við gert störf hjá ríkinu eftirsóknarverð fyrir ungt fólk?
 • Einsetja sér að ná auknum hækkunum fyrir háskólamenntaða. Sömu laun fyrir háskólamenntaðan í SFR og BHM
 • Hvernig er hægt að auka hvata fyrir fólk að sækja sér starfsmenntun? Launa það og búa til símenntunar-og endurmenntunaráætlun fyrir hvert og eitt starf.
 • Verið er að háskólavæða störf. T.d. er mikið verið að ráða viðskiptafræðinga sem gjaldkera.

HVAR læra fullorðnir: 2. kaflinn

Fólk sem lærir um og rannsakar nám fullorðinna er fyrst og fremst upptekið af skipulögðu námi fullorðinna – og þá sérstaklega námi sem er skipulagt af öðrum en námsmanninum sjálfum. Einn prófessor minn í kennslufræði fullorðinna skrifaði grein sem hafði heilmikil áhrif á mig hér um árið. Þar setti hann fram flokkun á námi fullorðinna. Út úr þeirri framsetningu mætti fullyrða að nám sem er skipulagt af öðrum sé minnsti hluti náms fullorðinna.

20140911_114232_Android

 1. Ég hef dregið saman innihald þessarar greinar á tveimur blaðsíðum
 2. Greinin sjálf er hér á þýsku og
 3. Greinin á ensku

Það sem heillaði mig mest við þessa grein var hugmyndin að fólk leiðist gjarnan frá óvæntu námi (lærdómi í framhjáhlaupi) til skipulagðs náms. Þar sá ég að fullorðinsfræðarar hafa hlutverk: Að greiða leiðina frá lærdómi af hendingu til skipulagðs náms, hvort sem það er skipulagt af námsmanninum sjálufum (e. self directed learning) eða af öðrum (formlegt eða óformlegt nám)

Dæmi:
Ég kem með slasað barn mitt á bráðavaktina, þar hefur einhver sniðugur heilbrigðisstarfsmaður komið fyrir bæklingum um öryggi barna á heimilinu - pirraður yfir því að barnið mitt skyldi hafa klemmt sig á skápnum er ég reiðubúinn að læra um það hvað ég get gert til að auka öryggi barna minna á heimilinu og tek bæklingin til að lesa.... Svo er spurningin, hefur einhver varðað leiðina áfram, eru slóðir í efni á netinu, bækur, góð ráð o.s.frv. ef ég skyldi vilja læra meira en kemst fyrir á þessum einblöðungi?
Þetta finnst mér vera spennandi dæmi um starf fólks sem hefur það hlutverk að hjálpa fullorðnum að læra: Hvernig varðar maður leið fyrir fólk sem vill læra meira? Hvernig auðveldar maður fólki að læra til gagns í lífinu?
Önnur spurning er svo með það hvernig nám af hendingu eða óskipulagt sjálfsnám fólks tengist hinu skipulagða og vottaða.
Sumir fara í skóla til að verða smiðir, en hvað með þá sem læra það í vinnunni? Hvað gerist svo þegar þeir vilja auka réttindi sín og atvinnuöryggi sem smiðir og fá sveinsbréf?
En það er mjög spennandi að velta fyrir sér hvernig þetta óskipulagða nám og hið skipulagða tala saman.
Margir skrifa hér um tengsl milli formlegs, óformlegs og formlauss nams: Formlegt og óformlegt nám er skipulagt af öðrum, það er samhengið og niðurstaðan (formleg námsgráða) sem segir til um “formlegheitin” ;-) það sem sumir kalla formlaust nám er þá nám í vangagandi lífsins, eða af hendingu… þegar við lærum menningu á vinnustað o.s.frv.  Kenningar um félagslegt nám (social learning) fjalla nokkuð um þetta.
Á ráðstefnu sem ég átti þátt í að skipuleggjka kom  Alastair Creelman inn á svipað efni þar sem hann hélt því fram að stór hluti náms færi fram “Utan brautanna” (e. off piste – “utan skíðabrautanna)
Nám fullorðinna fer sem sagt fram á mörgum stöðum í ólíku samhengi. Málið fyrir okkur er að vita nokkurnvegin hvað er í gangi og hafa hugmyndir um hvernig við í þeim hlutverkum sem við erum getum stutt við skipulagt og óskipulagt, formlegt, óformlegt eða jafnvel formlaust nám þeirra sem okkur er trúað fyrir.

Námskeiðsvefur