Verkefnin mín

Þetta ætla ég að gera:

 1. Taki virkan þátt í samvinnu á vefnum (15% af einkunn)
 2. Vinni stutt viðtalsverkefni (gildir 15% af einkunn)
 3. Valfrjálst verkefni: Six principles of adult learning, Andragogy(15%)
 4. Skrifa ritgerð (gildir 50% af einkunn)
 5. Sendi umsjónarmanni námskeiðsins sjálfsmat (gildir 5% af lokaeinkunn)

Uppfært námsfyrirkomulag komið

HROBJARTUR - WIN_20140918_134732

Ég uppfærði námskekiðsfyrirkomulagið í flugvélinni á leiðinni út.

Sit á hóteli í Köben á leiðinni út í sólina, finna mér kaffihús og stað til að vinna á. Fundur á morgun, allan daginn…

En sem sagt: skjalið með námsfyrirkomulaginu, eins og við sömdum um það á staðlotunni (svo langt sem ég man) er komið í stað hins fyrra.

Ég vona að það hjálpi ykkur að skýra fyrir ykkur rammann utan um vinnuna. ég á eftir að setja slóðir í nákvæmari lysingar á valfrjálsu verkefnunm, það styttist í það.

Vonandi gengur ykkur val með vinnuna.

 

Fundargerð veffundarins

veffundur1.sept2014

upptaka

Hvers vegna sækir fólk sér aukna menntun? Ýmislegt kom fram. Samfélagið kallar á það, hnattvæðingin, tæknin, breytingar í eigin lífi, veikindi, veldisvöxtur þekkingar. Svo vill fólk brjótast úr viðjum vanans og menntar sig meira þess vegna. Þetta eru eiginlega tveir hópar, þeir sem þurfa og þeir sem vilja en það getur skarast.

Reglugerðarbundið nám – þú þarft að læra eitthvað af því að það stendur í reglum. Stórt mál í Bandaríkjunum. Þessi námskeið eru skylda, t.d. öryggis vegna.

Kröfur til starfa eru víða að aukast. Margir ná að halda í við kröfurnar en aðrir ekki. Umræða um t.d. skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra sem þurfa nú masterspróf en áður dugðu kennararéttindi. En þá vaknar spurningin af hverju sumir eru tregir til endurmenntunar og í framhaldinu hvernig við getum þá hvatt þá til endurmenntunar. Mikilvægt að gera fólki yfir miðjum aldri grein fyrir mikilvægi þeirra starskrafta og dýrmæta sem liggja í reynslu þeirra. Endurmenntun þarf líka að vera í boði í formi stuttra afmarkaðra námskeiða því það stökkva ekki allir af stað í nám í háskóla.

Andvarpskomplexið, sumir byggja á slæmri reynslu úr skóla sem litar viðhorf þeirra seinna á ævinni.

Hróbjartur kynnti transformative-learning. Byggt á rannsóknum á fullorðnum í námi sem breyttust svo mikið meðan á því stóð. Nám stuðlar að breytingum í lífinu. En hvað geta kennarar gert til að stuðla að og styðja við breytingar? Sumir vilja ekki breytast en við þurfum að hjálpa fólki að breytast – að komast út úr viðjum vanans.

Er einkenni á námi fullorðinna sköpun? Það opnast nýjar rásir, fólk sér nýja möguleika, fær nýtt sjónarhorn á sama viðfangsefni. Hættum að tala um nám fullorðinna sem fræðslu, að sækja sér menntun heldur tölum um það sem skapandi ferli. Að fólk taki með sér hugmyndirnar og vinni með þær.

Þá vaknaði spurningin um hvort möguleiki sé á að fólk sé eingöngu að safna námskeiðum án þess að gera nokkuð með þau (safna menningarverðmætum) en það er örugglega eitthvað um það.

Gloppusyndrómið – við erum að mennta fólk vegna þess að það vantar eitthvað. Dæmi fólk hefur ekki klárað eitthvað, s.s. framhaldsnám og fólk stendur þá betur að vígi á vinnumarkaðnum. Hluti af fullorðinsfræðslunni snýst um þetta. Umræða um sveigjanleika í námi, samanber iðnaðarmennina sem klára ekki dönsku og fá þá ekki réttindi en þeir kunna kannski helling í ensku.

Þarfir í atvinnulífi og hugmyndafræðilegar ástæður (hugsjónir, það að vera maður er að vera læra alla ævi) tvær hliðar fullorðinsfræðslu. Ein af stóru spurningunum framundan í áfanganum er af hverju taka fullorðnir þátt í námi og þá um leið af hverju taka fullorðnir ekki þátt í námi.

Næsti veffundur er 1. október.

Upptökur af staðlotu

Allar myndirnar

Mikið var gaman að fá loksins að sjá ykkur öll.
Hér eru slóðir í upptökur frá staðlotunni í dag

 1. Byrjun
 2. Fullorðnir námsmenn ynningar
 3. Tryggvi Tayer: Framtíðarfræði 1
 4. Kynningar á hópvinnu v. framtíðarverkstæðis
 5. Tryggvi Thayer: Framtíðarfræði – mennska!?

efni tengt fyrirleatrinum um fullorðna námsmenn

Ég hef ekki komist í að klippa “óþarfa” út, en geri það sem fyrst. EN þið getið skrunað hratt fram og til baka til að spóla yfir það sem þið nennið ekki að hlusta á ;-)

Bein útsending af staðlotu

marquee-02-overview-709x400

Við munum senda staðlotuna út í beinni útsendingu fyrir þá sem komast als ekki. Sömuleiðis verða einhverjar upptökur gerðar aðgengilegar fyrir þá sem vilja rifja einhverja þætti staðlotunnar upp.

Þið sem ætlið að taka þátt yfir vefinn  eruð beðin um að
 1. Lesa leiðbeiningar fyrir fundargesti
 2. opna svo  fundarherbergið, en það er hér http://c.deic.dk/namfullordinna/
 3. Við tökum það svo þaðan, hjálpumst að við að láta þetta ganga upp.

 

framtiðarverkstæði

car-repair-362150_640

Á staðlotunni mun Tryggvi Thayer leiða s.k. framtíðarverkstæði með okkur. Hér smá ítarefni:

Istance, D., & Theisens, H. (2013). Thinking about the future: Insights from an international project. International Journal of Educational Research, 61, 111–115.

Cornish, E. (2004). Explorers of the future. In Futuring: The exploration of the future. Bethesda, MD: World Future Society. í (uglu)
Glenn, J. C. (2003). Introduction to the futures research methods series. In J. C. Glenn & T. J. Gordon (Eds), Futures research methodology, v2.0. AC/UNU Millennium Project. (til bls. 13) (sjá í uglu)

Hugsum um framtíðina núna. Um framtíðina og menntun. Viðtal við Jón Torfa Jónasson í Fréttablaðinu, 2.1.2012, bls. 10. (http://vefblod.visir.is/index.php?s=5698&p=124963)

Thayer, T. What makes a “future-oriented” policy? Towards a framework for identifying and analysing policies. (http://www.education4site.org/blog/2011/what-does-a-future-oriented-policy-make-towards-a-framework-for-identifying-and-analysing-policies/)

Dagskrá staðlotu

Það styttist í staðlotuna, og ekki úr vegi að hafa smá hugmynd um það sem erá dagskrá. Aðal markmið staðlotunnar er að við kynnumst hvert öðru og námsefninu, þannig að við getum byrjað að vinna af krafti strax að lokinni staðlotunni.

FNA-Stadlota-1-2014

Prentvæn útgáfa af dagskránni

Mánudagaurinn er hægra megibn á hugarkortinu og þriðjudagurinn vinstra meguin. Eins og sjá má eru þrir innihaldskaflar til að byrja með, þar sem við tökumst fyrst á við tvö miðlæg þemu námskeiðsins: Fullorðna námsmenn, einkum það sem vitað er um sérstöðu þeirra og námsþarfir, og næst er það samfélagslega víddin, þar sem við notum sjónarhorn framtíðarfræðanna til að fá fókus á þarfir samfélagsins og hluverk ævimenntunar í því samhengi. Að lokum notum við þriðjudagsmorguninn til að skapa okkur heildstæða mynd af viðfangsefnum námskeiðsins og merkingu þess fyrir samvinnu okkar á námskeiðinu. Við ljúkum svo staðlotunni á hagnýtum nótum, þar sem við skoðum verkefni, námsumhverfi og dagsetningar.

Við munum nýta umræður ykkar hér á vefnum á staðlotunni, svo taktu endilega þátt í umræðunni..

Heimurinn er flatur! | namfullordinna.is

Flat Earth eftir fellmekke.deviantart.com CC BY-NC-ND

Eitt fyrst a þema námskeiðsins kalla ég “Samfélag” það snýst um samfélagslega merkingu og þýðingu náms fullorðinna. Til að byrja að pæla í því efni bið ég ykkur um að lesa þennan póst:

Heimurinn er flatur! | namfullordinna.is.

og snúa svoa aftur hingað og svara spurningunni sem ég varpaði fram…

Ætli hnattvæðingin hafi áhrif á Ísland, íslendinga og það sem íslendingar þurfa að kunna, geta og vilja?

Ræðum spurninguna hér frekar en á aðal vefnum ;-)

Námskeiðsvefur