Þroskasaga fullorðinna á stafrænni öld

Þegar við förum að velta fyrir okkur þroskasögu fullorðinna og námi þeirra, komumst við ekki hjá því að velta fyrir okkur áhrifum þess á líf fólks og upplifun þess af sjálfu sér. Ég hef haldið erindi um það að ein leið til að gera lífið betra fyrir fólk sem býr í dreifbýli geti legið í því að auka hæfni þess í að nota stafræna miðla til að eiga merkingarbær samskipti við aðra; fjölskyldu, vini og samstarfsfólk, en ekki síst “nágranna”, sem geta jú búið í 50km fjarlægð – eða við fólk sem hefur sömu áhugamál, er að glíma við svipaðar spurningar eða að reyna að læra svipaða hluti, en býr jafnvel hinum megin á hnettinum…) Færni til að nota stafræna tækni til að minnka fjarlægðir bæði í tíma og rúmi getur vissulega gert lífið betra og dýpra fyrir dreyfbýlismanninn jafnt sem borgarbúann. En eins og Abha Dawesar segir í erindi sínu um að takast á við hið “stafræna ” þá er það eitthvað sem er þess virði að takast á við með opnum augum og opnum huga: Life in the “digital now” #TED : http://on.ted.com/rWNH


Hlustið endilega á þetta erindi og segið okkur hvaða hugsanir vakna varðandi nám og þroska fullorðinna.

Spjall um kenningar í fullorðinsfræðslu

fundur

Á fundi okkar 24.10 áttum við spjall um kenningar í fullorðinsfræðslu. Kveikjan að umræðunum var fyrirlestur um nám fullorðinna út frá hugmyndinni um ígrundun og hlutverki hennar í fræðslustarfi fyrir fullorðna.

Smelltu hér til að hlusta á umræðurnar

Hér er hugarkortið sem fyrirlesturinn byggði á og umræðurnar snérust í kring um:

Get Adobe Flash player

Um það að finna rauða þráðinn…

US Navy 090807-N-5207L-345 ance Cpl. Steve Martinez, right, leads fellow U.S. Marines and Sailors from the Royal Brunei Navy in a tug-of-war during a Cooperation Afloat Readiness and Training (CARAT) Brunei 2009 sports day

Þegar maður byrjar á nýju námskeiði tekur það alltaf smá stund að finna… eða að búa sér til rauðan þráð. Hver hópur býr sér til sína eigin leið að markmiðum námskeiðsins. Hver einstaklingur í hópnum hefur sínar ástæður fyrir því að velja það að verða samferða hóp sem velur ferðalagið að þeim markmiðum sem námskeiðið á að hjálpa nemendum að ná. OG hver þátttakandi hefur sín eigin markmið með þátttöku í námskeiðinu. Saman sköpum við okkur leið að markmiðunum með viðkomu í verkefnum, umræðum, lestri, skrifum og samtölum.

Þegar við erum að þessu hver í sínu horni og snertiflöturinn er vefur og nokkrar staðlotur liggur mikið við að ALLIR þátttakendur leggi sitt að mörkum til að skapa ánægjulegt og spennandi námsandrúmsloft sem hvetur okkur öll áfram. Við erum 13 sem erum að vinna saman á þessu námskeiði og þá munar um hvern einstakan. Þetta er ekki 100 manna námskeið þar sem er nóg að mæta til að hlusta á fyrirlestra og skrifa ritgerð og taka próf og vita ekkert af samnemendum. Viðfangsefnið og formið kallar á að allir leggi sitt af mörkum. Innihald og markmið námskeiðsins kalla á þetta.

Þemun á námskeiðinu eru þrjú:

 1. Samfélag: Samfélagslegur bakgrunnur náms fullorðinna
 2. Kenningar: Kenningar, hugmyndir og módel sem geta lýst námi fullorðinna, þáttt0ku þeirra, áhugahvöt ög öðru sem hefur áhrif á nám fullorðinna í ólíkum aðstæðum og á ólíkum tímum lifsins.
 3. Þroskaferli: Kenningar, rannsóknir og reynsla af þroskaferli fólks, ólíkum viðfangsefnum fólks á ákveðnum æviskeiðum og merking þess fyrir nám þess og störf þeirra sem koma að skipulagningu og framkvæmd fræðslu fyrir og með fullorðnum

Til að búa þér til rauðan þráð í gegnum þessi þemu hefur þú ýmis tól:

1) Bok Merriam og Caffarella

2) Færslur mínar á vefnum merktar efnisorðinu Samfélag

3) Verkefni sem ég reikna með að þið vinnið hér á vefnum

Hér er málið að þið bætið við upptalninguna og vinnið saman með hana þannig að hún sé gagnleg og áhugaverð lesning, með slóðum í viðkomandi stofnanir og einhverjar upplýsingar… sýnið hvað í ykkur býr ;-)

25% af einkunn er fyrir “þátttöku”. Ég mun reikna hana út með því að skoða hvernig þið komið að þessum s.k. “þátttökuverkefnum” einkum í lið 2 og 3. í lok september mun ég biðja ykkur um stutta skýrslu með yfir það sem þið viljið að ég taki mið af við að reikna fyrsta hluta þessarar einkunnar. Þegar ég gef einkunn fyrir þennan hluta er ég meira að leita eftir þátttöku, frumkvæmð, samhjálp og stuðningi við samnemendur, en hugmyndalegri dýpt…

Ég vona að þetta gefi ykkur aðeins betri hugmynd um næstu skref…

Heimurinn er flatur!

flat earth photo: The Earth is FLAT! flat_earth.jpg

Fyrir nokkru las ég (eða eiginlega hlustaði ég á) bók eftir Thomas L. Friedman. Hann heldur þar fram að heimurinn sé að verða flatari með hverju árinu. Það sé samskiptatæknin; Vefurinn og símakerfin sem “stytta” bilið milli fólks, þannig að fólk sem býr á sitthvorum heimsendanum getur verið samstarfsfólk eða keppinautar.  Það séu ekki lengur þjóðríki, sem séu keppunautar eins og á “fyrstu hattvæðingunni” sem Marco Polo átti þátt í að hrinda af stað, né heldur eru það fyrirtækin sem eru keppinautarnir eins og í “seinni hnattvæðingunni” sem iðnbyltingin kom af stað (og fyrsta heimstyrjöldin stöðvaði) heldur eru það nú á tímum þriðju hnattvæðingarinnar, einstaklingar sem eru keppinautarnir. Nú til dags keppa góðir forritarar útskrifaðir frá HR eða HÍ um forritarastöður hjá Eimskip. Þeir keppa ekki við gömul skólasystkyn,  heldur liggur allur heimurinn undir, og eins og er situr fjöldi indverja niðri í Sundahöfn við forritun fyrir fyrirtækið!  Og margir leita til endimarka jarðar eftir fólki til að vinna verk fyrir sig. Hvaða áhrif ætli þetta hafi á fullorðinsfræðslu á næstu árum?

Friedman útskýrir hnattvæðingu á tveimur mínútum Hlustaðu á klukkustundarlangan fyrirlestur Friedman um hugmynd sína

 

==> Ræðum þetta aðeins: Ætli hnattvæðingin hafi áhrif á Ísland, íslendinga og það sem íslendingar þurfa að kunna, geta og vilja?

Skrifum saman Wiki

Verkefni: Hvar læra fullorðnir á Íslandi?

Skrifum saman Wiki

Eitt markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur skapi sér yfirlit yfir sviðið sem hugtakið “Nám Fullorðinna” dekkar: Hvar læra fullorðnir, Hvar er boðið uppá nám fyrir fullorðna, Hverjir bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna og …. Hvers vegna?

Fyrsta sameiginlega verkefni okkar gengur út á það að þið hjálpist að við það að finna út hvar fullorðnir læra og hverjir bjóða upp á nám fyrir fullorðna, sem sagt að kortleggja vettvanginn.  Þið njótið góðs af vinnu forvera ykkar, því í fyrra byrjuðu nemendur á sama verkefni og það liggur hálfnað hér á vefnum…

Þið finnið á vefnum svo kallaðar Wiki síður þar sem allir geta skrifað á sömu síðuna og breytt henni. Og málið er að prófa sig áfram með að skrá inn það sem ykkur dettur í hug, næsti kemur, bætir við, færir til, lagar, leiðréttir, o.s.frv. þangað til við erum komin með mynd sem okkur líst nokkurnvegin á.

Á staðlotunni munum við svo taka þessa mynd fyrir og vinna áfram með hana.

Notið netið og aðra miðla til að finna út allt sem þið getið um fullorðinsfræðslugeirann á Íslandi, og skráið ykkar niðurstöður hér: http://fullordnir.namfullordinna.is/wiki/simenntunargeirinn/

Hvert stefnir samfélagið okkar… Hvaða áhrif ætli tæknin hafi?

Katrín Jakobsdóttir ávarpar ráðstefnu um notkun upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu

Eitt þema sem skiptir okkur máli að skoða núna er áhrif tækninnar á samfélagið og sérstaklega áhfir hennar á nám bæði sjálfsnám og skipulagt nám við alls konar fyrirtæki og stofnanir og þar af leiðandi við skóla líka.

Í síðustu viku fengum við á ráðstefnu um upplýsingatækni í fullorðinsfræðsluni, heimsókn frá fyrirlesara sem tók fyrir áhrif tækni á nám og kennslu. Alastair Creelman hefur fengist við það í fjölda ára að skoða áhrif tækninnar á nám og þó sérstaklega kennslu. Nú er það þó svo komið að nám og þeir möguleikar sem tæknin hefur á nám leiða til þess að skólar þurfa að fara að skoða hvað þeir ætla að gera í ljósi þessara breytinga.

Varúð: Hér eru fyrirlestrar sem duga ykkur í góðan tíma 40+18+28+30+60+7 mínútur! e.t.v. er sniðugt að dreifa því að hlusta á þá ;-)

1) Hlustið endilega á fyrirlestur Alastair Creelman frá ráðstefnunni (40 mín):

Í glærum Alastair Creelman eru slóðir í fjölda verkfæra sem geta nýst kennurum.
Það er hægt að smella á flestar myndir eða lógó og kalla þannig fram verkfærin.

Ég rakst í dag á spennandi erindi um áhrif tækninnar á samfélagið:

2) Andrew McAfee: Are droids taking our jobs? (18 mín)


Köfum aðeins dýpra í þessar pælingar með því að skoða tvö erindi frá ráðstefnu þar sem ég var með erindi í fyrra

3) Parag Khanna um hvert samfélagið er að stefna og merking þess (28 mín)

4) John Moravec – um svipað efni (30 mín) … (e.t.v. er viðtalið mikilvægara sjá fyrir neðan)

5) Sjá einnig viðtal sem ég átti við John fyrir um ári síðan (60 mín)

6) og kanski við endum á stuttu viðtali við kennara námskeiðsins: Hróbjart ;-)

Skiljið svo eftir ykkur spor í sandinum hér fyrir neðan…

Hvaða hugrenningar vekur þetta hjá ykkur í tengslum við nám fullorðinna og fullorðinsfræðslu á Íslandi?

 

Viðtöl við fullorðna námsmennn

Interview med tv2 news

Takið stutt viðtöl við þrjá til fjóra fullorðna námsmenn og einn kennara.  Ræðið við eitthvert fólk sem er í bæði stuttu námskeiði eða lengra námi um nám og námsvenjur þeirra, hvað þeim finnst skipta máli í símenntun þeirra og hvernig þeir takast á víð breyttar kringumstæður í heimili og vinnustað.

Aðal spurningarnar:

 • Hvers vegna fórst þú á námskeið – eða í nám – síðast?
 • Hvernig finnst þér sjálfri/sjálfum best að læra nýja hluti?
 • Hvað hefur þér þótt best í símenntun þinni?
 • Hvað hefur þér þótt verst varðandi símenntun þína?
Semjið svo aðrar í tengslum við ykkar egin áhugamál …

Túlkun – mat

Þegar þið hafið skráð viðtölin skrifið ykkar eigin túlkun á þeim. Skrifið síðan skýrslu þar sem þið greinið frá niðurstöðum ykkar. Ekki er nauðsynlegt að gera grein fyrir svörum allra við öllum spurningum, málið er að reyna fyrir sig í að endursegja kenningar fræðimanna, endursegja viðtöl og tengja þetta tvent saman á skynsamlegan máta. Nýtið ykkur kenningar um nám fullorðinna til þess að greina og túlka orð viðmælenda ykkar. Fyrirmyndir sækið þið ykkur í fræðibækur og rannsóknargreinar.

Vistið síðan verkefnið sem PDF skjal í skjalasvæðinu í hópnum okkar.  Nafn skjalsins á að vera “ykkar eigið nafn.Vidtal.pdf” dæmi: Jón.Vidtal.PDF

Verkefnið þarf að vera sett upp samkvæmt stöðlum um fræðileg skrif. Við MVS er reiknað með að nemendur styðjist við svo kallaðan APA staðal varðandi skráningu tilvísana og heimilda. 

Um námsmat:

Aðal málið hér er það hvernig þið byggið upp verkefnið (inngangur – aðalefni – niðurlag), hvernig þið meðhöndlið heimildir og hvernig þið túlkið viðtölin í ljósi kenninga um fullorðna námsmenn og svo ytri frágangur að sjálfstögðu.

Fullordnir-vefurinn

Hvernig ratar þú hér???

Það getur alltaf verið erfitt að rata um nýjan vef og er rétt að kvarta þegar manni finnst ganga illa ;-)

Byrjum á smá yfirliti:

Þetta er forsíða námskeiðsvefsins, hann er opinn öllum, þannig að allt sem við gerum hér getur hver sem er séð. Enda þykir námsbrautinni rétt að vinna eins mikið og hægt er fyrir opnum tjöldum, og vonast til að fleirri græði á námskeiðum okkar en bara þeir sem eru skráðir í nám á hverjum tíma.

Taktu eftir tenglum í undirsíður námskeiðsvefsins:

Það sem er mest áberandi á þessari síður eru póstar. Þeir eru nokkurs konar blogfærslur, oftast frá kennara, en einnig frá nemendum. Sá nýjasti er stærstur og vinstra megin. Hægra megin er mynd og titill nýlegra pósta í tímaröð. Allir póstar hafa efnisorð, og því er hægt að skoða þá eftir efnisatriðum líka. Þannig birtast sérstakir póstar um námið og verkefni og svo fyrir hvert þema námskeiðsisns. Viljir þú kanna allt efni vefsins um þemað “Samfélag” (fyrsta þema námskeiðsins) smellir þú á efnisatriðið Samfélag og færð þá fram lista yfir alla pósta um samfélag.

Svo getur þú kafað dýpra og kíkt á þema-wiki-inn undir samfélag og skoðað það sem nemendur eru að skrifa um það þema, þar getum við safnað saman pælingum skipulega um þemað, og pælt í merkingu hugtaka o.s.frv.

Hér koma tvö myndbönd þar sem ég leiði ykkur í gegnum vefinn.

Vona að þau skýri eitthvað, en bendið mér endilega á gloppurnar ;-)

Umræðuhópurinn

Umræður á námskeiðinu fara aðallega fram í námskeiðshópnum. Þetta er sérstakt lokað svæði þar sem aðeins nemendur á námskeiðinu komast inn og þar getum við rætt málin án þess að aðrir fylgist með okkur ;-)
Hér skilum við líka verkefnum.

Þar að auki: ==>  Taktu eftir dökk gráu röndinni efst á glugganum:

Þetta er skipanalínan efst á síðunni

Þar eru stjórntæki fyrir þig:

 • My Sites (sýnir þér alla undirvefi á vef námsbrautarinnar sem þú ert meðlimur í )
 • Þar við hliðina stendur nafnið á vefnum sem þú ert að skoða núna
 • Lengst til hægri er nafnið þitt með mynd
Með því að benda á þessi orð á gráu stikunni efst færðu möguleika á aðgerðum í tengslum við viðkomandi fyrirsögn.

Meira efni þetta vefumhverfi

Námskeiðsvefurinn er undirvefur Námsbrautarvefs, námsbrautarinnar Nám fullorðinna:

Leiðbeiningar um notkun vefsins:

Hvernig skrifar þú, hvernig setur þú inn myndir o.s.frv.

 • Opnaðu Stjórnborð vefsins (Dashboard) með því að benda á “Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra” á gráu stikunni og velja svo “Dashboard” (Svona kemstu bakdyramegin að vefnum og getur skoðað allt sem er á honum)

Ef eitthvað fleira er óljóst, eða þú hefur athugasemdir, ábendingar eða óskir í tengslum við vefinn, hikaðu ekki við að skrá þær hér fyrir neðan: Skrifaðu í “Leave a Reply” reitinn…

 

Nám, kennsla og dreifbýli

Maður þrífur bátinn sinn í Vadsö
Hvaða merkingu ætli nám, fræðsla og fullorðinsfræðsla hafi í litlu samfélagi á hjara veraldar?

Nú er ráðstefnan mín í norður Noregi búin og þið vonandi komin áleiðis með lestur fyrstu kafla bókarinnar.

Ég ætla að biðja ykkur um að opna Wiki vef DISTANS hópsins og renna yfir dagskrár þeirra sex málstofa sem við héldum og velja ykkur amk. tvo fyrirlestra til að hlusta á og hugsa um hvað það sem þið eruð búin að vera að lesa þýðir í samhengi við fyrirlestrana sem þið hlustuðuð á. Svarið svo þessari færslu í Comments og segið okkur stuttlega hvernig þið tengið saman fyrirlestrana og einhverjar hugmyndir úr lesefnininu. … þetta á ekki að vera langt, en látið aðeins í ykkkur heyra og sýnið okkur hvernig þið eruð að vinna úr lesefninu ;-)

Bregðist svo við hvert öðru… ég hlakka til að sjá…