Gildi menntunar

Ég ákvað að taka fyrir rannsóknargreinina Gildi menntunar í lífi fullorðins fólks eftir Jóhönnu Rósu Arnardóttur og Jón Torfa Jónasson sem birtist fyrst árið 2004 í fyrsta árgangi Tímarita um menntaransóknir á bls. 129-143.

Grein þessi hefur að mínu mati mjög sterka tengingu við efni áfangans.  Hvati til náms er skoðaður ítarlega, bæði út frá atvinnulífi og einkalífi og einnig hvaða ráðandi þættir það eru sem fullorðnir fá út úr námi, og vilja fá.  Framsetning niðurstaðna er að mínu mati mjög áhugaverð, en höfundar setja þar fram tvö mjög skýr módel sem sýnir fram á niðurstöður rannsókna þeirra.  Áhugahvatarnir eru margvíslegir, mun fleiri en ég gerði mér grein fyrir í upphafi námskeiðsins, og er þeim skipt niður á áhugaverðan hátt, einstaklingsbundnir þættir, þættir er tengjast fjölskyldu og svo þættir er tengjast skólakerfinu.  Það líkan er skýrir niðurstöður þegar spurt er um hvað fullorðnir námsmenn fá út úr náminu er einnig mjög skýrt.  Þeir félagslegu þættir sem settir eru fram í niðurstöðum eru vel útskýrðir og komu mér á óvart þ.e. hversu miklu máli þeir skiptu hjá viðkomandi námsmönnum utan vinnustaðar. Það eina sem ég hefði viljað sjá rannsakað nánar var að bera saman dagvinnulaun fyrir og eftir nám en ekki eingöngu gera samanburð á heildarlaunum. Sumir hópar lækkuðu jafnvel í heildarlaunum eftir háskólanám en telja verður ólíklegt að sú niðurstaða hefði verið sú sama hvað dagvinnulaun varðar, þar sem vinnuálag var nánast ávallt minna að námi loknu hjá þeim sem færðu sig á milli atvinnugreina.

Ritrýni mína má sjá hér

One thought on “Gildi menntunar”

Skildu eftir svar