Leiðbeiningar um vefinn

 

Stundum getur verið erfitt að rata um nýjan vef sem maður þekkir ekki. Hér er smá lýsing á þessum.

Námskeiðsvefurinn er hluti af neti vefja sem þar sem er að finna námsbrautarvef: Vef fyrir námsleiðina Nám fullorðinna og svo sérstaka vefi fyrir hvert námskeið á námsleiðinni.

Á námsleiðarvefnum eru fréttir sem tengjast námsleiðinni og ýmsu sem tengist fullorðinsfræðslu á Íslandi og norðurlöndunum. Þar safnast saman alls konar efni UM fullorðinsfræðslu. Pistlar frá kennurum UM innihald námskeiðanna, verkefni nemenda eins og bókadómar, frásagnir um áhrifaríka fræðimenn eða kennsluaðferðir sem henta í fullorðinsfræðslu. Þetta efni tengist allt ólíkum námskeiðum á námsleiðinni og er það yfirleitt merkt með viðeigandi efnisorðum.

Þetta er námskeiðsvefur fyrir námskeiðið fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra. Hér koma almennir pistlar frá mér til að leiðbeina ykkur í gegnum námið, tilvísanir á færslur á námsleiðarvefnum sem ég vil benda ykkur á og fá ykkur til að ræða sérstaklega. Sum verkefni frá ykkur, sem eiga líka erindi við almenning. Samvinna okkar um það að safna upplýsingum um símenntunargeirann á Íslandi og til að ná utan um þemu námskeiðsins. Þar að auki tilvísanir í ítarefni á vefnum.

Þessar tilvísanir eru útdráttur úr Diigo safninu mínu, þar safna ég saman slóðum í efni á netinu sem mér finnst gagnlegt. Ég flokka það þannig að það sem nýtist nemendum mínum er sérstaklega merkt. Á námskeiðsvefnum má sjá 10 síðustu færslurnar merktar þessu námskeiði. (Sjá meira um Diigo hér)

Efnið á vefnum birtist í einni bendu í miðjudálkinum og er þar í tímaröð. EN það er allar færslur flokkaðar á tvennan hatt annars vegar með efnisorðum og hins vegar með tögum.

Efnisorð flokka færslur annars vegar eftir hlutverki færslunnar og hins vegar eftir þema. Til þess notum við efnisorð.

Hlutverk:

  • Um byrjunina (Færslur sem borgar sig að lesa í upphafi til að komast af stað)
  • Um námið (Almennt um námið)
  • Um stöðuna nuna á námskeiðinu
  • Um staðlotu
  • Tilkynning
  • Um veffundi (Um næsta eða liðna fundi, fundargerðir, myndir verkefni og annað)
  • Verkefni (Eitthvað sem er reiknað með að þið gerið)

Þemu

  • Samfélag (Nám fullorðinna í samfélagslegu sjónarhorni)
  • Fullorðnir námsmenn (Um sérstöðu og aðstæður fullorðinna sem námsmenn)
  • Kenningar (um fullorðna námsmenn, nám, þátttöku í námi o.fl.)
  • Þroskasaga (um ólík þroskastig í ævi fullorðinna og hvernig þau tengjast námi, námsþörfum og aðstæðum þeirra)

Þá eru færslurnar líka flokkaðar með notendavöldum efnisorðum eða tögum (á ensku heitir það Tags). Stundum eru slík tög mekt með myllumerkinu # eins og t.d. í Twitter. Þú getur fundið færslur á þessum vef eftir tögum líka. Sjá svæðið hægra megin „Mest notuðu tögin“

Svo er að sjálfsögðu hægt að slá inn leitarorð í leitarreitinn og kanna hvort einhver færsla inniheldur það orð.

Samvinna á vefnum fer fram á þrennan hátt

  1. Umræður og viðbrögð við færslum. Færslurnar sem birtast á miðjudálki vefsins bjóða oft uppá að við bregðumst þar við innihaldi þeirra. Stundum verða fjörlegar umræður um tiltekna færslur. Það má líka halda áfram umræðum sem hófust kanski fyrir einu eða tveimur árum síðan!
  2. Umræðuþræðir. Vefurinn býður upp á lokað umræðusvæði þar sem við getum spjallað (skrifast á) um afmörkuð efni á skipulagðan hátt (svo kallaðir umræðuþræðir) (Það opnast fyrir þá bráðum)
  3. Sameiginleg skrif á Wiki. Nemendur sem tóku námskeiðið á undan ykkur hafa safnað saman upplýsingum um símenntunargeirann og reikna ég með að þið haldið þeirra vinnu áfram og fyllið upp í gloppur. Sömuleiðis eru óformlegar glósur þar sem nemendur hjálpast að við að átta sig á efninu. Þetta er fyrir okkur, ekki til að koma efninu sérstaklega á framfæri við aðra. Þið eruð beðin um að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og bæta við þar sem ykkur langar til að drepa niður fæti/penna/fingri…

Sjá nánar hér fyrir neðan:FNA-vefurinn-2

 

One thought on “Leiðbeiningar um vefinn”

Skildu eftir svar