Þjónustuverkefni

Stjórna útsendingu og upptöku á kennslustund

Ég tók að mér að stjórna útsendingu og upptöku á kennslustund í námskeiðinu miðvikudaginn 12. október þegar við fengum gestafyrirlesara, hann Jón Torfa Jónasson í heimsókn til okkar. Aldrei áður hafði ég tekið að mér verkefni í þessum stíl og þó svo ég telji mig tæknivædda á ákveðnum sviðum, þá er ég sömuleiðis ekki tæknivædd á öðrum sviðum. Hið síðarnefnda á einmitt við þegar kemur að upptökum og fjarfundabúnaði. Mér þótti því tilvalið að stíga út fyrir þægindaramma minn og taka að mér verkefni sem myndi reynast mér krefjandi. Sérstaklega í ljósi þess að mig langar að geta gert mínar eigin upptökur og notað þessa tegund af tækni í kennslu, námskeiðshaldi og í fræðslu, jafnvel óformlegri fræðslu.

Myndthjonustuverkefni2

Til undirbúnings fyrir þetta verkefni þarf að gera eftirfarandi:

  • Það fyrsta sem þarf að gera er að kynna sér þessar leiðbeiningar frá Menntasmiðju Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
  • Kennarinn, í mínu tilfelli Hróbjartur, þurfti að gera mig að fundarstjóra í fundarherberginu sem notað er til þess að halda veffundi og taka upp kennslustundir og staðlotur. Það var gert þannig að ég fékk ákveðnar upplýsingar frá Hróbjarti um skráningu inn í fundarherbergið sem ég fylgdi og hann bætti mér við sem fundarstjóra (host). Við það fær maður önnur réttindi inn í fundarherberginu eins og það að geta slökkt og kveikt á upptöku.
  • Eftir að Hróbjartur var búinn að staðfesta það að ég væri orðin fundarstjóri þá fór ég aftur inn í fundarherbergið til þess að athuga hvort ég gæti opnað það og allt gekk eftir í þeim efnum.
  • Vera með HÍ aðgangsorðið sitt alveg á hreinu til þess að geta skráð sig inn í tölvu í skólanum.

Mér fannst mjög mikilvægt að vera búin að öllu þessu fyrir kennslustundina sjálfa.

Kennslustundin hófst klukkan 14:30 hjá okkur og ég mætti hálftíma fyrr. Þar sem ég hafði ekki áður skráð mig inn í tölvu í kennslustofunni þá tók það smá tíma. Það sem gerðist eftir að ég var skráð inn í tölvuna er að forrit fyrir myndavélina og hljóðnemann ræsti sig sjálfkrafa. Ég velti því ekkert sérstaklega fyrir mér og opnaði vafrann „Crome“ til þess að fara inn í fundarherbergið. Allt gekk vel og ég gat opnað fundarherbergið okkar. Þegar ég ætlaði að prófa myndavélina og hljóðið þá gerðist ekkert annað en að mér birtist svartur skjár. Til þess að byrja með reyndi ég út frá þeim leiðbeiningum sem ég hafði undir höndunum að leysa þetta vandamál, en mér tókst það ekki. Samnemendur mínir komu mér til aðstoðar, en ekkert gekk. Við kölluðum því til tæknimanns sem kom fljótt. Vandamálið lá í því að þetta forrit sem hafði ræst sig í upphafi hafði áhrif á það að mynd og hljóð virkaði ekki í fundarherberginu. Um leið og ég slökkti á þessu forriti þá virkaði mynd og hljóð um leið.

Tíminn var hafinn og enginn kominn í fundarherbergið. Í fyrstu hélt ég að eitthvað hefði klikkað í ferlinu og að samnemendur mínir kæmust ekki inn í rétta fundarherherbergið. Til þess að athuga það þá skráði samnemandi minn sem var mættur í tímann sig inn í kerfið og birtist um leið. Það var því ekkert til fyrirstöðu annað en að hefja tímann með því að kveikja á upptöku.

myndthjonustuverkefni

Ef ég ætti að gefa góð ráð til þeirra sem taka sambærilegt verkefni að sér, þá mæli ég með því að hafa nokkurs konar kynningu í upphafi um leið og búið er að kveikja á upptökunni. Bjóða hlustendur velkomna og segja þeim um hvað tíminn snýst og hver muni stjórna tímanum. Í lokin þakka fyrir tímann og kveðja!

Það var ætlun mín að setja aðra myndavél upp, í fartölvunni minni, en mér tókst það ekki á þessum tíma sem ég hafði. Til þess að byrja með þá sat ég með samnemendum mínum í stofunni. En færði mig svo yfir að skrifborðinu þegar fyrsti samnemandi okkar kom í fundarherbergið. Það auðveldaði mér að fylgjast með fundarherberginu og svara á umræðuvefnum. Ég tók tillit til óska þeirra sem voru í fundarherberginu upp á það hvernig þátttakendur sátu í stofunni, hvaða sjónarhorn var á myndavélinni og passaði vel myndthjonustuverkefni3upp á hljóðið. Það skiptir svo miklu máli að hafa gott hljóð. Allt þetta hefði ég getað gert úr sæti mínu ef ég hefði náð að setja upp fartölvuna mína, þannig að ég mæli með því!

Reynsla og upplifun mín af þessu verkefni var jákvæð og góð. Ég hvet nemendur á námskeiðinu til þess að taka verkefni af þessu tagi að sér!

Skildu eftir svar