Allar færslur eftir Hróbjartur Árnason

Comenius, æviskeiðin og fullorðinsfræðslan

Ævin býður upp á alls konar tækifæri til að læra. Hver manneskja fer í gegnum ævina á sinn hátt, en lífinu má skipta niður í skeið sem eru að einhverju leiti lík hjá öllum. Við fæðumst öll og þurfum að læra að vera manneskjur. Fyrstu verkefnin eru eins hjá flestum: Að læra að borða, hreyfa sig, þekkja fólkið sitt, gera sig skiljanlegan… Þetta eru námsverkefni sem við komumst ekki framhjá. Svo reka sig æviskeiðin og hvert þeirra ber í sér tækifæri til að læra eitthvað nýtt um lifið, sjálfan sig og umheiminn. Hvaða merkingu ætli það hafi fyrir fullorðinsfræðara að hvert æviskeið gæti haft falin í sér sérstök tækifæri til náms, og jafnvel námsefni, eða námsverkefni sem allir þurfa að glíma við og eru innbyggð í æviskeiðið. Jóhann Amos Comenius hélt þessu fram, einkum og sér í lagi í bók sinni Pampedia.... Meira

Ólíkir fullorðnir námsmenn

Þegar við söfnum saman hópi fólks í sama rými til að leiða námsferli með þeim hóp er það viðbúið að munurinn á forsendum fólks til náms sé gífurlega mikill. Tilraunir mínar með hópum hafa t.d. leitt í ljós að því eldri sem meðlimir hóps eru þeim mun ólíkar hugsa þeir innbirðis. Reynsla fólks í hópnum er ólík, venjur, námsaðferðir og forsendur þeirra til náms. Hér fyrir neðan eru aðeins nokkrir möguleikar settir á blað: mismunur-i-nami

smelltu hér til að sækja myndina sem pdf skjal... Meira

Starfsþróun í sandkassa

20160928_174644 Í dag tókum við nokkur þátt í MegaMenntaBúðum . En Menntabúðir eða „Educamps“ eru leið til að skipulegga nám eða starfsþróun. Um er að ræða samkomu þar sem einhver hópur fólks kemur saman á sama stað og sama tíma til að læra hvert af öðru. Skipuleggjendur bjóða fólk velkomið og þátttakendur bjóða sig fram til að kenna öðrum – eða bjóða upp á umræðu um – eitthvað tiltekið efni. Þetta getur gerst nokkrum sinnum. Hópurinn safnast saman, fólk býður fram umræðuefni eða örkennslu og dreifist það um húsnæðið. Þeir sem ætla að kenna eða koma umræðum af stað koma sér fyrir á ákveðnum stað og þeir sem vilja taka þátt eða læra af þeim koma og fylgjast með og taka þátt eins lengi og þeir vilja, þangað til næsta tímabil byrjar, þegar hópurinn dreifist á nýja stað 20160928_174321 Allar mynduirnar sem ég tók Önnur fyrirbæri sem byggja á svipuðum hugmyndum eru t.d. sömuleiðis mætti bera þetta saman við hugmyndir um að skipuleggja nám sem ferli eða sandkassa: Þið sem fóruð. Bætið við sögum og reynslu. Spáum aðeins í það hvað þetta er og hvernig það tengist því sem við höfum verið að ræða um nám fullorðinna.  ... Meira

Hvers vegna fullorðinsfræðsla?

Miðvikudaginn 21. september áttum við fund þar sem viðfangsefnið var ástæður fyrir fullorðinsfræðslu. Við byrjuðum með spurninguna: Af hverju er boðið uppá fullorðinsfræðslu. Þátttakendur ræddu þessa spurningu í tveimur hópum. Annar á vefnum og hinn í kennslustofunni. Hér er hugarkort sem varð til í gegnum þessar umræður. af-hverju-er-bodid-upp-a-fullordinsfraedslu Greinilegt er af hugarkortinu að þátttakendur voru mjög uppteknir af því af hvaða hvötum fullorðnir læra og leggja stund á nám alls konar. Og vissulega má segja að skipulagsheildir sem bjóði upp á skipulagt nám fyrir fullorðna geri það til þess að svara þörf, mæta námsþörfum fólks. Og hugarkortið sýnir margt sem gott er að hafa í huga þegar maður reynir að sjá fyrir sér af hvaða hvötum fólk kemur á ráðstefnur eða námskeið. Þetta er ein af þeim spurningum sem rannsakendur hafa rannsakað hvað mest á þessu sviði. Liggja margar greinar og bækur eftir þá. Hér er bloggfærsla í vinnslu um einmitt þessa spurningu. Hin hliðin á spurningunni er „Hvers vegja ákveða skipulagsheildir að bjóða upp á nám og fræðslu?“ Hér er spurgt öðru vísi:

Hugmyndir að baki fullorðinsfræðslu

Af hvaða hvötum er boðið upp á fullorðinsfræðslu? Af hverju ætli fyrirtæki, stofnanir, sveitafélög og ríki bjóði uppá, styðji við og jafnvel fjármagni alls konar nam fyrir  fullorðna. Að baki því að einhver skipulagseining býður fólki upp á nám býr einhver hugmynd, hugmyndafræði, heimsmynd, og mannskilningur. Hér má sjá töflu sem prof. Jost Reischmann setti upp fyrir langa löngu:

 ... Meira

Samfélagið | namfullordinna.is

Kíkið á þennan póst til að styðja við lesturinn í kring um fyrsta þema námskeiðsins: Nám fullorðinna frá samfélagslegu sjónarhorni:
Það sem mér finnst skipta mestu máli fyrir ykkur í þessum kafla er að þið þjálfið augu ykkar og eyru til að sjá „námsþarfir“ sem verða til í samfélaginu. Þið sem „Fullorðinsfræðar…
Lesið þessa færslu: Samfélagið | namfullordinna.is... Meira

Lokaðir umræðuþræðir

Threads Ég er búinn að setja upp umræðuþræði fyrir okkur.  Þeir eru lokaðir öðrum en þátttakendum þessa námskeikðs. Þannig að þar getum við spjallað saman út af fyrir okkur.  Annað efni er opið öllum ;-). Kosturinn við umræðuþræði er að þar er auðvelt að fylgja röksemdafærslunni í umræðunni. Í öðru fyrirkomulagi, eins og í Facebook t.d. týnir maður auðveldlega þræðinum, sérstaklega ef maður er ekki á bóla kafi í umræðunni daginn út og inn. Til að byrja með er hér tvennt: Bókaklúbbur, þar sem við getum rætt um lestur aðal bókarinnar og svo geymsla fyrir allar upptökur.... Meira

1. Veffundur námskeiðsins

marquee-02-overview-709x400 Á morgun þriðjudaginn 6. september kl. 15:00 hittumst við á veffundi: Allir sitja við sína tölvu og við spjöllum saman yfir netið, eins og í gegnum Skype. Á  fundinum munum við  fara yfir innihald og vinnulag á námskeiðinu og verkefni ásamt því að átta okkur á samvinnunni  og leggja drög að samvinnu okkar út vikuna fram að staðlotunni sem verður mánudaginn 12. september. Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar um þátttöku í fundum yfir netið. Það er í sjálfu sér ekki flókið. En nauðsynlegt er að stilla ákveðna hluti í tölvunni fyrst. Þá munar miklu að geta tengt sig með snúru við internetið / routerinn. Þá er algjörlega nauðsynlegt að nota heyrnartól. Sjá nánar hér: https://menntasmidja.hi.is/adobe-connect/connect-fyrir-fundargesti/ Fundarherbergið okkar er hér: http://c.deic.dk/namfullordinna Þið getið alltaf kíkt þar inn og stillt hljóðnemann og myndavélina. Verið endilega búin að prófa kerfið þegar við hittumst kl. 15:00 á netinu á morgun. Það er líka tilvalið að opna kerfið aðeins fyrr, til að vera viss um að allt virki rétt ;-)... Meira