Símenntunargeirinn

Wiki > Símenntunargeirinn

Smelltu á “Edit” flipann hér fyrir ofan til að breyta…
og hálf ósýnilegan “Save” hnapp neðst vinstra megin til að vista

Þessi Wiki er aðferð okkar til að skapa okkur mynd af því sem er að gerast í símenntunargeiranum á Íslandi. Það sem er hérna núna eru leifar frá síðasta námskeiði. Verkefni okkar núna er að bæta um betur:

 • Fylla upp í eyður,
 • gefa textanum betra form og
 • dýpka hann aðeins.

Þú finnur líka lýsingu á verkefninu hér

Hikið ekki við að færa, breyta og eyða. Það er alltaf hægt að spóla til baka. Það má líka setja inn myndir…. reynum að koma þessu aðeins áfram fyrir staðlotuna 9.-10 sept.

Sjá einnig lista yfir fræðsluaðila

Skrifið hér fyrir neðan:

Hér er tillaga að skiptingu og dæmi um útfyllingu (ps er ekki að fatta ritvinnsluna íessu)

 

Hvar læra fullorðnir?

Fullorðnir læra víða í dag og læra allt lífið. Lífið er einn lærdómur, hvort sem sá lærdómur er formlegur, undirbúin af kennara eða óformlegur, og kemur á óvart af lífinu sjálfur eða er stjórnað af nemandanum sjálfum. Þær stofnanir sem hægt er að nálgast nám á Íslandi í dag skipta tugum og samhengið er ólíkt. Stundum fer það fram í háskóla, framhaldsskóla, símenntunarstöð eða á fræðslunámskeiði stéttarfélags. Fullorðnir námsmenn hafa ótölulega mögulega til að stunda nám og bæta við sig námi, ljúka formlegu námi, fara í starfsendurhæfingu eða taka sér námskeið til skemmtunar. Þeir geta einnig lært af jafningjum sínum í svokallaðri jafningjafræðslu. Hér er byrjað á að skoða að skoða fullorðinsfræðslu á vegum háskóla og framhaldsskóla, þá er farið  í fullorðinsfræðslu á vegum ríkis, sveitarfélagsa, stéttarfélaga og vinnuveitenda, síðan símenntunarstöðvar og loks fræðslu á meðal ýmissa félagasamtaka og stofnana.

FULLORÐINSFRÆÐSLA Á VEGUM  HÁSKÓLA OG FRAMHALDSSKÓLA

Á  Íslandi eru sjö háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum,  Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskólinn og  Listaháskólinn og flestir bjóða þeir upp á einhvers konar endur-eða símenntun.  

 • Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir háskólabrú Keilis, frumgreinadeildir H.R. og Bifrastar. Námið er fyrir fólk sem er að taka grunnkúrsa í framhaldsskóla og er framhaldsskólum gert að meta námið til eininga. Kenndar eru almennar greinar, íslenska, stærðfræði, enska, danska, námstækni-sjálfstyrking, upplýsingatækni og bókfærsla.
 • Frumgreinadeildir (HÍ, HR, Bifröst). Mikil aukning hefur verið í frumgreinadeildir, þar sem fullorðið fólk fer og sækir sér réttindi til háskólanáms. það er misjafnt hversu lengi fólk þarf að vera í frumgreinadeild, en það veltur á innan hvaða deildar fólk er, lengst tekur raunvísindadeild. Áður en fólk hefur nám við frumgreinadeild, er það  oftast búið að ákveða að ákveða hvaða nám það ætlar að fara í í framhaldinu. 
 • Keilir er fyrir fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og er þetta frumgreinadeild og háskólabrú. Eftir að námi í Keili lýkur hefur nemandinn rétt á að sækja nám við HÍ sem og aðra háskóla, þar sem próf frá Keili jafngildir stúdentsprófi.
 • Endurmenntun HÍ  lítur á það sem hlutverk sitt  að efla hæfni og þekkingu fólks í starfi og einkalífi. Þeir líta á endurmenntun sem skilvirkan farveg fyrir miðlun þekkingar   Háskóla Íslands til samfélagsins. Með það að markmiði er unnið með deildum Háskóla Íslands og öðrum samstarfsaðilum. Boðið er upp  á opin námskeið á  mörgum sviðum,  1-2 ára námsbrautir á grunn- og meistarastigi, nám til réttinda í samstarfi við ráðuneyti og stök námskeið á meistarastigi í samstarfi við deildir HÍ.
 • Símenntun Háskólans á Akureyri heldur námskeið sem eru öllum opin en oft með áherslu á sérstaka markhópa. Símenntun Háskólans á Akureyri  leitast við að bjóða upp á alhliða sí- og endurmenntun á háskólastigi með þarfir viðskiptavina og hagkvæmni í rekstri að leiðarljósi.
 •  Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík aðlagar námskeiðsframboð hverju sinni að áherslum samfélagsins og býður upp á fræðslu og menntun á lykilsviðum HR sem eru tækni, viðskipti og lög. Viðskiptavinir okkar eru sérfræðingar og stjórnendur sem vilja bæta árangur sinn í starfi og efla persónulega færni.

FRAMHALDSSKÓLAR OG IÐNSKÓLAR

Á Íslandi eru 34 mennta,-framhalds,- og iðnskólar. Karlmann sérstaklega hafa verið að nýta sér iðnskóla til þess að fá réttindi við sína starfsgrein eða próf til vinnu sinnar sína, sem dæmi má nefna þá sem starfa við bifreiðar en nú hefur starfsreynsla verið metin og því þurfa ekki allir að fara á samninga til að fá að taka verklega prófið.

FULLORÐINSFRÆÐSLA, SAMVINNUVERKEFNI RÍKIS, SVEITARFÉLAGA, STÉTTARFÉLAGA OG VINUVEITENDA.

Stéttarfélög  taka virkan þátt í margskonar fræðslustarfi með ýmsum, ríki, sveitarfélögum og vinnuveitendum.  Nokkuð algengt er að fram komi í kjarasamningum áherslur um mikilvægi símenntunar en misjafnt er hversu fast er að orði kveðið.  Vinnumarkaðurinn hefur breyst mjög hratt á síðustu áratugum, ekki síst í tegnslum við alþjóða- og tæknivæðingu og við því þarf að bregðast. Símenntun verður meira áberandi í kjarasamningum upp úr síðustu aldamótum. Stundum semja stéttarfélög um greiðslur vinnuveitenda í fræðslusjóða (starfsmennta- og starfsþróunarstjóði) en nokkuð breytilegt er eftir samningum hversu háar þessar greiðslur eru og miðast þær oftast við að efla þá í því starfi sem þeir eru þegar í. Þá er nokkuð algengt er að stéttarfélög semji við vinnuveitendur um að starfsmenn fái launahækkun ef þeir leggja stund á símenntun. Í kjarasamningum getur einnig verið samið um heimilidir til námsleyfa í kjarasamningum, bæði launaðra og ólaunðra. Misjafnt er eftir kjarasamningum hversu ríkur sá réttur er en einnig er algengt að ekki sé um rétt að ræða heldur einungis heimildarákvæði. Auk þessa standa stéttarfélög oft á tíðum fyrir víðtækri fræðslu fyrir sína félagsmenn og má þar nefna; námskeið fyrir trúnaðarmenn, atvinnuleytendur og svo bæði starfstengd og almenn námskeið fyrir hinn almenna félagsmann.

 
     
 
 
     

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er  samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytis um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtakanna.Markmiðið er að veita starfsmönnum, sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Starfsemin beinist að þeim sem ekki hafa lokið námi úr framhaldsskóla. Sá markhópur er um 33% fólks á vinnumarkaði. Hlutfallið er breytilegt milli ára og landssvæða.

 

 

 

Fræðslusetrið Starfsmennt var stofnað árið 2001 til að sinna heildstæðri þjónustu á sviði starfstengdrar símenntunar og mannauðseflingar fyrir opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra.Setrið er þjónustuaðili fræðslumála fyrir félagsmenn þeirra fjölmörgu aðildarfélaga sem að setrinu standa. Það metur þörf fyrir fræðslu hjá  stofnunum og starfshópum, kemur á starfstengdum námskeiðum, stuðlar að því að raungera starfsþróun á vinnustað og veitir stofnunum ráðgjöf.

Fræðslusetrið Starfsmennt er sett á stofn og starfar á grundvelli bókunar í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h ríkissjóðs annars vegar og eftirtalinna félaga:

 • SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu 
  Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 
  Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu 
  Samflots bæjarstarfsmannafélaga 
  Félags flugmálastarfsmanna ríkisins 
  Félags starfsmanna stjórnarráðsins

 

 
 
   

Ríkismennt SGS er þróunar-og símenntunarsjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS). Sjóðurinn tók formlega til starfa 1. júní 2005.

Markmið sjóðsins er annars vegar að efla símenntun starfsmanna og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfsvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma.

Sjóðurinn skiptist í tvær deildir og sinnir hlutverki sínu með eftirfarandi hætti:

Þróunar-og stofnanadeild

 • Veitir styrki til fræðsluverkefna hjá þeim stofnunum og vinnuveitendum sem í sjóðinn greiða
 • Veitir styrki til fræðsluverkefna hjá þeim stéttarfélögum sem að sjóðnum standa
 • Fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur

Starfs-og símenntunardeild

 • Veitir styrki til einstaklinga, félagsmanna aðildarfélaganna, til þess að þeir geti átt kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar

 Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.

Helstu verkefni Landsmenntar eru að sinna stuðningsverkefnum og þróunar-og hvatningaraðgerðum í starfsmenntun. Sjóðnum er ætlað að styrkja rekstur námskeiða og stuðla að nýjungum í námsefnisgerð ásamt því að veita einstaklingum, verkalýðsfélögum og fyrirtækjum beina styrki vegna sí-og endurmenntunar. 

Starfsafl – starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins og Flóabandalagsins – varð til í tengslum við kjarasamninga vorið 2000. Þá var samið um stofnun sérstaks sjóðs sem ætlað er að byggja upp menntun ófaglærðra.  Símenntun starfsmanna er lykill fyrirtækja að betra starfsumhverfi, aukinni framleiðni og styrkir samkeppnisstöðu þeirra. Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins geta sótt um styrk til að vinna sérstök starfsmenntaverkefni sem hafa fræðslu að markmiði.

Markmið Starfsafls:

 • Hafa frumkvæði að þróunarverkefnum í starfsmenntun.
 • Leggja áherslu á kynningar-og hvatningarstarf er tengist starfsmenntun. Þannig verði stuðlað að aukinni starfsmenntun í íslensku atvinnulífi fyrir ófaglærða starfsmenn.
 • Kanna þörf atvinnulífsins fyrir starfsmenntun ófaglærðs verkafólks.
 • Leita eftir viðræðum við stjórnvöld um fyrirkomulag fullorðinsfræðslu.

 Sveitamennt SGS og LN er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands.

Sveitamennt tók formlega til starfa 1. janúar 2007 og byggir á gr. 13.4.3. um starfsmenntunarsjóð í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga (LN) og Starfsgreinasambands Íslands (SGS).

 Markmið sjóðsins er annars vegar að auka möguleika sveitarfélaga og stofnana þeirra á að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra á hverjum tíma og efla starfsmenntun starfsmanna með það fyrir augum að þeir verði færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni.

Sveitamennt skiptist í tvær deildir og sinnir hlutverki sínu með eftirfarandi hætti:

 •  Sveitarfélagadeild sinnir hlutverki sínu með því að veita styrki til fræðsluverkefna á sviði starfsmenntunar sem eru í samræmi við markmið sveitarfélaga sem í sjóðinn greiða; stéttarfélaga sem að sjóðnum standa; eða verkefna sem sjóðstjórn skipuleggur. Auk þess styrkir deildin verkefni sem aðilar semja um í kjarasamningi.
 •  Einstaklingsdeild veitir styrki til einstaklinga, félagsmanna aðildarfélaganna til þess að þeir eigi kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar.

Félagsmenn í aðildarfélögum innan SGS geta sótt námskeið sem Fræðslusetrið Starfsmennt heldur vítt og breitt um landið. Sveitamennt mun skv. samningnum greiða fyrir þátttöku þeirra almennu starfsmanna sveitarfélaga sem heyra undir sjóðinn.

Sjómennt, fræðslusjóður sjómanna Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna(LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) hafa gert með sér samkomulag um starfsmenntun sjómanna. 

 Aukin hæfni og starfstengd menntun sjómanna eru nauðsynlegir þættir í meiri framleiðni og bættri samkeppnisstöðu útgerða íslenskra fiskiskipa.Markmið Sjómenntar eru að treysta stöðu sjómanna á vinnumarkaði með því að gefa þeim kost á að efla og endurnýja þekkingu sína og gera þá hæfari til að takast á við ný og breytt verkefni

Framvegis miðstöð símenntunar fékk viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að  annast framhaldsfræðslu á grundvelli laga um framhaldsfræðslu frá 2010. Í slíkri viðurkenningu felst staðfesting á því að starfsemi fræðsluaðilans uppfylli almenn skilyrði laga og reglna um framkvæmd framhaldsfræðslu. Viðurkenningin byggir á mati á aðstöðu, skipulags náms og umsjón með því, námskrá og námslýsingar, fjárhagsmálefni og tilvist gæðakerfis með áherslu á nám fullorðinna.

BSRB ásamt aðildarfélögum sínum SLFÍ, SFR og St.Rv eiga 51% hlut í miðstöðinni, en Promennt á 49%.

r

 
 

  Nýsköpunarmiðstöðin/Impra vill:

 • Vera málsvari og brautryðjandi nýrra hugmynda á völdum sviðum rannsókna, þróunar og vísinda.
 • Skapa öfluga innviði sem einkennast af einföldum ferlum, þjóna viðskiptavinum og styrkja starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar.
 • Vera fyrsti valkostur sprotafyrirtækja sem leita stuðningsþjónustu og aðstoða við fjármögnun þeirra.
 • Vera burðarás í fjölþjóðlegu samstarfi rannsókna- og þróunarverkefna sem skapa þátttökuaðilum samkeppnisforskot.
 • Vera í forystuhlutverki í stuðningi og uppbyggingu skapandi atvinnugreina. 

Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki.

 ATH. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNGREINA

 

SÍMENNTUNARSTÖÐVAR

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum,

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

Fræðslumiðstöð Vestfjarða,

 Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra,

 Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar,

Þekkingarsetur Þingeyinga,

Austurbrú

Fræðslunet Suðurlands,

 Viska – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja

 Mímir – símenntun í Reykjavík 

 ATH. FULLORÐINSFRÆÐSLA Á VEGUM VINNUVEITENDA

 • Endurmenntun innan fyrirtækja
 • Starfsmannafræðsla innan Landspítala Háskólasjúkrahúss s.s kennsla á tölvukerfi sjúkrahússins, nýliðafræðsla.Líkamsbeitingarnámskeið og fræðsla um starfsstellingar.

ATH. FULLORÐINSFRÆÐSLA Á VEGUM STOFNANANA

 • Þjóðkirkjan heldur námskeið fyrir hjón, fræðir um sorg, heldur námskeið fyrir mæður og fleira.
 • Bankar um fjármál og bókhald.
 • Heilsugæslur víða um land, t.d. námskeið um ungbarnavernd, getnaðarvarnir og kynfræðsla

ATH. FULLORÐINSFRÆÐSLA Á VEGUM EINKAAÐILA

ATH. FULLORÐINSFRÆÐSLA Á VEGUM FRJÁLSRA FÉLAGASAMTAKA

 • Rauði Kross Íslands. Sjálfboðaliðastarf á ýmsum sviðum.
 • SÁÁ. Námskeið í tengslum við áfengissýki.
 • Hjartavernd
 • Geðhjálp

STARFSENDURHÆFING

Fjölmargar stofnanir  og félagasamtök sjá um að endurhæfa fólk eftir veikindi eða slys en þeirra á meðal má nefna:

 • Fjölmennt
 • Hringsjá
 • Hugarafl
 • Starfsendurhæfing Austurlands
 • Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar
 • Starfsendurhæfing Norðurlands
 • Virk
 • Reykjalundur

NÁMSMÖGULEIKAR Á NETINU OG Í GEGNUM NETIÐ

Með tilkomu netsins,  veraldarvefsins og hundruða kennsluforrita hefur opnast nýr heimur í sjálfslærdómi og fjarkennslu. Hægt er að halda námskeið og ráðstefnur landshorna og heimshorna á milli án nokkurra vandkvæða. 

 

 Sjá einnig

Undirsíður

 

11 thoughts on “Símenntunargeirinn”

 1. … HVAÐ erum við að gera hér???
  Það getur e.t.v. verið erfitt að vinna svona, fikta í annarra manna vinnu o.s.frv. en hugsið þetta svona:
  1) Þú þarft á þessu námskeiði að skapa þér yfirlit yfir það hvar fullorðnir læra á Íslandi. Hvað er betra en samvinnuverkefni þar sem þið vinnið saman að því að safna saman öllu sem þið finnið?
  2) Markmiðið er líka að þú æfist í því að skrifa texta MEÐ öðrum… eins og í Wiki. ==> þess vegna: Ekki hika við að breyta einhverju hér, það er alltaf hægt að laga það ef þú gerir eitthvað bull.
  3) “já en… hvað ER þetta sem við erum að gera?”
  SVAR: Ímyndaðu þér að þið séuð að útbúa endanlegt yfirlit: Staðan 2013: Allir þeir staðir sem þið vitið um þar sem fullorðnir taka þátt í einhverskonar skipulögðu námi. Skýrsla með slóðum í vefsíður viðkomandi fræðsluaðila eða sjóða sem greiða fyrir fræðsluna.
  4) þetta er hluti af þeim hluta vinnunnar sem heitir “Þátttaka” þar er málið að sýna frumkvæði, vera gjafmildur og koma sér út úr skelinni, prófa og þora! Þetta er æfing fyrir fólk sem ætlar að verða leiðtogar á sviði fræðslumála fyrir fullorðna!

 2. Mér líst mjög vel á það sem komið er.
  Það er nokkuð góður strúktúr í þessu og mér sýnist upptalningin vera orðin nokkuð full… þó eitthvað vanti enn.

  Verkefni:
  Setja sljóðir í fræðsluaðila, þar sem það vantar.
  Fylla uppí með texta við fyrirsagnir sem hafa engan texta… eitthvað neðst.
  …?
  Hvað finnst þér vanta?

 3. hæ vona að þið hafið átt góða helgi… en mér finnst pínu erfitt að teikna upp símenntunargeirann, þar sem þetta er bæði stórt og flókið kerfi með endalausu samstarfi og tengingum….. þessvegna bjó ég til kafla sem heitir samvinnuverkefni þar sem við getum talið upp öll þessi stóru verkefni (sum gætu átt heima í öðrum köflum) en við færum það þá bara…. svo var ég aðeins að byrja á stéttarfélögunum… en mér sýnist vera töluverður munur á nálgun þeirra eftir því hvort þau eru á almennum eða opinberum markaði tók nokkur dæmi en veit ekki hvernig er best að nálgast þetta… svo að lokum þá er spurning hvort nám fyrir atvinnuleytendur þurfi sér kafla eða er það bara hluti að öllu hinu…. hvað segið þið?

 4. Heil og sæl,
  Til að svara spurningunum „Hvar læra fullorðnir, Hvar er boðið uppá nám fyrir fullorðna, Hverjir bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna og …. Hvers vegna?“ Þurfum við kannski að átta okkur á hvað er „nám fyrir fullorðna“ Ég lít þannig á að allt nám á framhalds-og háskólastigi standi fullorðnum til boða og því kannski óþarfi að telja upp allar námsbrautir sem þar eru en kannski hægt að fara yfir þá miklu þróun/vöxt sem þar hefur verið.
  En svo er það formlegt ná bæði einingabært og annað sem fer fram utan þessara menntastofnana á framhalds-og háskólastigi. Í mínum huga er það svolítið eins og að teikna mynd af spagettískál þetta er svo flókið og margar tengingar og því held ég að við verðum að flokka þetta einhvernveginn td nota flokkunina hjá Coomds á bls 29 í Learning in adulthood þ.e. „formal institutional settings, non-formal settings, and informal contexts“ og jafnvel bæta við 4 flokknum eins og höfundur gerir self-directted learning.
  Svo gætum við líka bara sett þetta upp á einfaldari hátt td.
  a. „Viðurkenndir“ fræðsluaðilar, t.d. símenntunarmiðstöðvar, NTV osfrv
  b. Fyrirtæki/stofnanir kannski ekki telja upp öll fyrir tæki meira hvaða nám fer þarna fram
  c. Stéttarfélög- bæði beint framboð og þátttaka í fræðslustarfi með öðrum
  d. Frjáls félagasamtök
  Svo held ég að það væri gott að setja upp hvaða spurningum ætlum við að svara varðandi hvern fræðsluaðila svo það verði smá samræmi í þessu hjá okkur. en hvað segið þið???

  1. Setti inn tillögu að strúktúr …. veit ekki hvað ykkur finnst en einhvernveginn verðum við að borða fílinn…. endilega gerið athugasemdir og breytingar… eitt sem ég var að spá en það er varðandi heimildir eigum við að geta þess hvaðan við tökum þessar upplýsingar eða liggur það í augum uppi ???

   1. Flott uppbygging Árni :) Var að spá hvort það væri sniðugt að bæta við hvaðan umsóknir um nám þyrftu að koma (hvort allir gætu sótt um eða hvort einhver annar þyrfti að hafa milligöngu) upp á þegar við þurfum að ráðleggja fólki áfram.
    Held það væri ágætt að hafa upplýsingar um heimildir annað hvort inna sviga eða neðst á eftir hverjum upplýsingum þannig að auðvelt sé fyrir aðra að leita eftir viðbótarupplýsingum.

  2. Mér líst vel á síðastnefndu flokkunina hjá þér Árni. Það sem er á wiki síðunni núna er svolítið eins og “spagettiskál” fyrir mér en það skýrist að hluta til af því að ég er enn ókunnug í þessum geira. Ég held hins vegar að ákveðið sniðmát væri af hinu góða og gerði það auðveldara fyrir okkur að leita skipulega að upplýsingum.
   Eru einhverjir í hópnum sem luma á góðum hugmyndum um sniðmát? :)

 5. Hvar læra fullorðnir?

  Símenntunarmiðstöðvar

  Starfsendurhæfingar-stöðvar

  Fræðsla í fyrirtækjum

  Jafningjafræðsla/af jafningjum sínum

  1. Sæl Særún
   Flott að þú sért byrjuð, ég færði aftur á móti færsluna frá þér yfir á síðuna.
   Þetta svæði er til þess að tala UM skrifin, Innihaldið ætti að vera á síðunni sjálfri :)

Comments are closed.