Nýtt námskeið að hefja göngu sína

Out there ....
Velkomin/n á vef námskeiðsins Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra. Hér birtist námsefni í tengslum við námskeiðið og hér fara samskipti fram í s.k. “Fjarlotum”… eða á milli staðlotanna.

Fyrsta skrefið er að skrá sig inn á þennan vef.

ATH: Ekki nota notendanafnið sem þú ert með frá háskólanum sem notendanafn hér, notaðu eitthvað annað, helst bara nafnið þitt, þá er auðveldara fyrir okkur að vita hver það er sem skrifar það sem þú skrifar. Við erum að reyna að byggja þennan vef upp sem starfssamfélag fyrir fólk sem vinnur á alls konar hátt við að styðja nám fullorðinna í ólíkum aðstæðum. Þannig að vonandi mun það gagnast þér að kíkja hingað inn síðar líka.

Svona skráir þú þig í kerfið:

Smelltu á “Register” hér hægra megin til að skrá þig inn í kerfið. Svo þegar ég hef hleypt þér inn, notar þú framvegis það notendanafn og lykilorð sem þú valdir til að skrá þig inn “Log in”.  Skráningarformið er frekar skrítið, ekki láta það trufla þig. Skráðu netfangið sem þú notar mest og til framtíðar, ekki það sem þú notar við háskólann, nema það sé aðalnetfangið þitt.

Næstu daga birtist nær daglega eitthvað nýtt hérna.

Byrjum t.d. á því að vinna saman nokkur einföld verkefni til að hita okkur upp og kynnast:

Og lagið þessa texta, bætið við eða uppfærið eitthvað í textunum.

Fleiri verkefni birtast í Facebook hópnum .

 

 

Skildu eftir svar