Um það að finna rauða þráðinn…

US Navy 090807-N-5207L-345 ance Cpl. Steve Martinez, right, leads fellow U.S. Marines and Sailors from the Royal Brunei Navy in a tug-of-war during a Cooperation Afloat Readiness and Training (CARAT) Brunei 2009 sports day

Þegar maður byrjar á nýju námskeiði tekur það alltaf smá stund að finna… eða að búa sér til rauðan þráð. Hver hópur býr sér til sína eigin leið að markmiðum námskeiðsins. Hver einstaklingur í hópnum hefur sínar ástæður fyrir því að velja það að verða samferða hóp sem velur ferðalagið að þeim markmiðum sem námskeiðið á að hjálpa nemendum að ná. OG hver þátttakandi hefur sín eigin markmið með þátttöku í námskeiðinu. Saman sköpum við okkur leið að markmiðunum með viðkomu í verkefnum, umræðum, lestri, skrifum og samtölum.

Þegar við erum að þessu hver í sínu horni og snertiflöturinn er vefur og nokkrar staðlotur skiptir miklu að ALLIR þátttakendur leggi sitt að mörkum til að skapa ánægjulegt og spennandi námsandrúmsloft sem hvetur okkur öll áfram. Við erum c.a 25 sem erum að vinna saman á þessu námskeiði og þá munar um hvern einstakan. Þetta er ekki 100 manna námskeið þar sem er nóg að mæta til að hlusta á fyrirlestra og skrifa ritgerð og taka próf og vita ekkert af samnemendum. Viðfangsefnið og formið kallar á að allir leggi sitt af mörkum. Innihald og markmið námskeiðsins kalla á þetta.

Þemun á námskeiðinu eru þrjú:

  1. Samfélag: Samfélagslegur bakgrunnur náms fullorðinna
  2. Kenningar: Kenningar, hugmyndir og módel sem geta lýst námi fullorðinna, þátttöku þeirra, áhugahvöt ög öðru sem hefur áhrif á nám fullorðinna í ólíkum aðstæðum og á ólíkum tímum lifsins.
  3. Nálganir: Um ólíkar nálganir fólks til fullorðinsfræðslu. Byggt á hugmyndafræðilegum bakgrunni skipuleggur fólk nám fullorðinna á ólíkan hátt. Það er gagnlegt fyrir okkur að geta áttað okkur á hugmyndafræði sem ólíkar nálganir sem við mætum í lífinu byggja á. Þannig getum við betur vegið og metið það sem fram fer.
  4. Þroskaferli: Kenningar, rannsóknir og reynsla af þroskaferli fólks, ólíkum viðfangsefnum fólks á ákveðnum æviskeiðum og merking þess fyrir nám þess og störf þeirra sem koma að skipulagningu og framkvæmd fræðslu fyrir og með fullorðnum

Til að búa þér til rauðan þráð í gegnum þessi þemu hefur þú ýmis tól og bjargir:

1) Staðlotur og fundir okkar í Stakkahlíð og á vefnum

2) Bok Merriam og Caffarella

3) Færslur mínar á vefnum

4) Verkefni sem ég reikna með að þið vinnið hér á vefnum

Hér er málið að þið bætið við upptalninguna og vinnið saman með hana þannig að hún sé gagnleg og áhugaverð lesning, með slóðum í viðkomandi stofnanir og einhverjar upplýsingar… sýnið hvað í ykkur býr 😉

5) Fylgjast með og taka þátt í umræðunni í Facebook hópi námskeiðsins

15% af einkunn er fyrir “þátttöku”. Ég mun reikna hana út með því að skoða hvernig þið komið að þessum s.k. “þátttökuverkefnum”. Í lok september mun ég biðja ykkur um stutta skýrslu með yfir það sem þið viljið að ég taki mið af við að reikna fyrsta hluta þessarar einkunnar. Þegar ég gef einkunn fyrir þennan hluta er ég meira að leita eftir þátttöku, frumkvæmð, samhjálp og stuðningi við samnemendur, en hugmyndalegri dýpt eða “réttu” eða “flottu” innihaldi …

Ég vona að þetta gefi ykkur aðeins betri hugmynd um næstu skref…

One thought on “Um það að finna rauða þráðinn…”

Skildu eftir svar