2. fundur: Samfélag

Fyrsti fundur vetrarins (fimmtudaginn 14. sept kl. 15:00) snýst um fyrsta stóra þemað okkar: Samfélag. Við byrjum á því að kynna okkur nám fullorðinna í samfélagslegu ljósi.

Ég birti meiri hluta námsefnis frá mér um innihald allra námskeiðanna á námsbrautarvefnum sjálfum, ekki námskeiðsvefnum, fyrst og fremst til að efnið sé líka aðgengilegt öðrum. Þannig að með því að nota efnisorðin á þeirri síðu finnið þið viðeigandi efni.

  • Færslur á námSKEIÐSvefnum okkar (þessum vef) merktar með efnisorðinu Samfélag.  Þessar færslur geta verið verkefni sem nemendur á fyrri námskeiðum unnu eða færslur frá mér sem tengjast úrvinnslu okkar á þemanu.
  • Færslur á námsBRAUTARvefnum merktar með efnisorðinu Samfélag eru frekar almenns eðlis og ættu að nýtast bæði þeim sem eru á þessu námskeiði og öðrum sem hafa áhuga á námi fullorðinna almennt.

Skildu eftir svar