Verkefnin mín

Bændur taka inn uppskeruna, eftir flæmska listamanninn crops, by Pieter Brueghel, 17. öld
Bændur taka inn uppskeruna, eftir flæmska listamanninn Pieter Brueghel, 17. öld

Nú eru allir á fullu að vinna verkefni, og ég var búinn að nefna það að það væri sniðugt að skrá verkefnin á einum stað. Til að taka af allan vafa, þá er það hér. Vinsamlega skráið verkefnin sem þið ætlið að vinna á námskeiðinu hér. Hafið sérstaklega samband við kennarann ef þið ætlið að nota miðvikudagsfund til að kynna þema, kenningu eða annað verkefni. Flottast væri að kynningin væri tekin upp fyrst, eins og t.d. með Office Mix , sett í bloggfærslu hér á vefinn og svo ræðum við um hana á fundinum (sbr. leiðbeiningar um verkefnin)

til upprifjunar eru hér leiðbeiningar um

Sjá annars í lýsingu á námskeiðinu

Notaðu athugasemdareitinn hér fyrir neðan til að skrá verkefnin þín.  ATH Þú getur alltaf breytt færslunni. (edit)

Með þessu mót verður til listi hér fyrir neðan:  Á einum stað verður til yfirlit yfir öll verkefnin sem þið ætlið að vinna 😉

Það er möguleiki að kynna verkefni á næstu fundum:
Flottast væri að taka kynningarnar upp og setja þær hingað á vefinn og nota svo fundina í umræður UM kynningarnar… þannig fáum við meiri tíma í umræður. Ég mæli með Office Mix til að taka upp kynningar

4 thoughts on “Verkefnin mín”

 1. Sæl og blessuð.
  Hér kemur verkefnaskipulagið mitt.
  *Samvinna á vef 15%
  *Viðtalsverkefni 15%
  *Ritgerð 50%
  *Sjálfsmat 5%
  *Valfrjáls verkefni:
  – Umfjöllun um fræðimann 5%
  – Bókadómur 10% eða lýsing/umfjöllun um tiltekna kenningu 10%.
  Ég er ekki farin að ákveða hvaða fræðimann ég tek fyrir né hvaða bók /kenningar, en það verður ákveðið mjög fljótlega:)
  Kveðja til ykkar
  Svava Björk

 2. Á þessu námskeiði er ég að vinna mest í viðtalsverkefninu sem er komið ágætlega í gang. Búin að forma spurningar og taka eitt viðtal. Þarf 2-3 í viðbót áður en skýrlsa verður skrifuð. Eins er ég langt komin með bókina Learning in Adulthood og svo fylgist ég með færslum og bloggi á facebook og námsvef. Hef einning mætt vel í fimmtudagstíma og sat staðlotu. Svo líst mér vel Knud Illeris og hef hugsað mér að fjalla um bókina hans “Adult Educationn and Adult Learning”

Skildu eftir svar