Endursögn og umsögn um M.Ed. ritgerð Ingu Karlsdóttur frá 2009.
Heiti ritgerðar: Nám fullorðinna kvenna með litla grunnmenntun
Hvaða gildi hefur nám á skrifstofubraut I í Menntaskólanum í Kópavogi haft fyrirnemendur brautarinnar?
Bein tilvitnun úr ritgerð:
„Undir spurningar eru: a) Hvað hafði neminn fengist við áður en hann hóf nám á skrifstofubrautinni? b) Hvað hafði námið í för með sér?
Gögnum var safnað með viðtölum við tíu brautskráðar konur auk þesssem 40 símaviðtöl, einnig við konur áttu sér stað og óformleg rannsókn var gerð á vettvangi. Að lokum var rannsókn mín borin saman við rannsókn Fay C. MacMillan, A Qualitative Study of Adult Woman in a Northeast Tennessee Community College sem gerð varárið 2003. MacMillanskoðaði hvað hefði orðið kvenkyns nemendum hvati til þess að snúa aftur í nám og hvort eitthvað væri einkennandi fyrir þá með það fyrir augum að upplýsingarnar gætu nýst viðkomandi framhaldsskóla.
Niðurstöður sýna að langflestir snúa aftur í skóla af atvinnutengdum ástæðum, þó sumir komi með það fyrir augum að styrkja sjálfsmyndina. Þátttakendur töluðu um hversu óöruggir þeir hefðu verið í upphafi námstímans og hvernig þeir hefðu smátt og smátt náð tökum á öllu því nýja sem þeim var ætlað að meðtaka. Áður en námið hófst höfðu konurnar verið heimavinnandi, unnið með börn eða verið í verslunarstörfum en eftir að námi lauk urðu breytingar á þar sem margar fóru að vinna á skrifstofu eða héldu áfram í skóla. Þær voru jákvæðar í garð Menntaskólans í Kópavogi og sögðu að námið veitti frekari atvinnumöguleika, efldi sjálfstraustið og væri góður grunnur fyrir konur í þeirra stöðu.”
Kafli 2 er um fræðilegt samhengi rannsóknarinnar og byrjað er á umfjöllun um sögu fullorðinsfræðslu. Stiklað er á stóru í samantekinni og þar kemur margt fróðlegt fram en ég sakna þess að ekki er komið inn á fullorðinsfræðslu á landsbyggðinni en margt nefnt af höfðu7borgarsvæðinu og það rætt eins og það eig við um landið allt. Síðan er fjallað um fullorðinsfræðslu almennt, rannsóknir og kenningar fræðimanna á því sviði. . Fín samantekt en ég sakna Illeris úr þeirri umfjöllun. Sérstök áhersla er á hvata til náms og hindranir, fróðlegt yfirlit.
Kafli 3 fjallar um Skrifstofubraut I í Menntaskólanum í Kópavogi. Áhugvert er að lesa frásögnina af því að nám sem fyrst var ætlað nemendum á framhaldsskólaaldri varð að nám fyrir 20 ára og eldri vegna krafna eða eftirspurnar frá vinnumarkaðnum. Einnig er áhugvert að lesa um hvernig unnið er markviss með fullorðnum námsmönnum á þeirra forsendum.
Kafli 4 fjallar um aðferðafræði sem einkum viðtöl og vettvangsathugun.
Kafli 5 er um niðurstöður. Fyrst er fjallað um tíu viðtöl og síða um 40 símaviðtöl
Tíu viðtöl: Atvinnutengdar ástæður hjá fyrir flestum fyrir því að þær ákváðu að hefja nám eða um 80%. Í því samhengi hefði umfjöllun um Illeris komið sér vel. Einnig í umfjöllun um að þær vilji styrkja sig persónulega sem var 10%. Um 60% fannst ekki erfitt að taka ákvörðun um að setjast aftur á skólabekk. Viðfangsefni þátttakenda fyrir nám eru áhugaverð. Um 40% voru heimavinnandi, 30% unnu á leikskóla, 10% dagmömmur, 10% í sjoppu og 10% við skrifstofustörf. Það má túlka þetta þannig að það að fara frá vinnu á leikskóla í að fara að vinna á skrifstofu gerir kröfur á nám og bætir aðstæður viðkomandi. Hvað segir þetta um menntun starfsmanna á leikskólum? Er krafan um 5 ára háskólanám starfsfólks í leikskólum í einhverju samhengi við raunveruleikann? Einnig er áhugavert hve lítinn stuðning þær upplifa frá fjölskyldu sinni og vinum til að hefja aftur nám, en um 40% er neikvæðir eða hlutlausir. Um 20% upplifa síðan viðmót kennara ekki gott en 60% fannst það gott. Viðmót nemenda heldur betra, 10% og 70%. Spurt var um gagnsemi einstakra greina og þá kemur í ljós að það sem talið er hagnýtar greinar eins og viðskiptaenska, tollskýrslugerð og skjalastjórnun eru nefndar sem greinar sem koma að litlu gagni en íslenska og stærðfræði eru nefndar sem hagnýtar greinar; áhugavert. Sex af tíu fóru að vinna á skrifstofu og fjórar fóru í meira nám.
40 símaviðtöl: Um 87 atvinnutengdar ástæður fyrir því að hefja nám. Um 70% sögðu auðvelt að hefja nám. Um fjórðungur heimavinnandi, annar fjórðungur í leikskóla og sama hlutfall í sjoppu fyrir nám. Um 30% neikvæðni úr þeirra félaglega umhverfi og 60% jákvæðni. Um 85% gott viðmót frá kennurum og svipað frá öðrum nemendum. Svipuð niðurstaða gagnvart gagnsemi greina og í hinum viðtölunum tíu. Um 50% fóru að vinna á skrifstofu að námi loknu og um 15% í frekara nám.
Í Kafla 6 eru umræður. Þessi kafli olli mér vonbrigðum. Mér fannst of mikið verðið að vitna í fræðimenn og rannsóknir án þess að tengja þá umræðu við rannsóknina með skýrum og afgerandi hætti.
Í kafla 7 eru lokaorðin. Þar er meðal annars rætt um neikvæðni sem nemendur upplifa frá fjölskyldu og vinum sem mér finnst ein áhugaverðasta niðurstaðan. Einnig er rætt um þær greinar sem að mati nemenda eru minnst gagnlegar sem einnig er áhugaverð niðurstaða.
Ég mæli með því að allir sem hafa áhuga á fullorðinsfræðslu í framhaldsskólum lesi þessa ritgerð Ingu Karlsdóttur.