Þroskasaga fullorðinna

Wiki > Þemu námskeiðsins > Þroskasaga fullorðinna

Þetta eru glósur nemenda á námskeiðinu, ekki efni til að vitna í í ritgerðum og verkefnum. Það er alltaf rétt að vitna í frumheimildirnar.

Hver eru lífshlaupin?

Til eru nokkrar kenningar er útlista lífshlaupi fullorðinna. Ein sú þekktasta er kennd við höfund þess Levinson. Hann skipti lífshlaupinu niður í þrjá yfirflokka:

1) Fyrri hluti fullorðinsára (17-45 ára)

2) Miðju hluti fullorðinsára (40-60 ára)

3) Seinni hluti fullorðinsára (60+)

Hver hluti greinist svo í undirflokka sem hæfa hverju tímabili fyrir sig.

Hverjar eru helstu kenningar er varða þroska fullorðna?

Kenningar um þroska fullorðinna má helst skipta niður í þrjá flokka: 1) líkamlegar breytingar 2) vitsmunalegur þroski og 3) persónuleika- og æviskeiðsþroski.

Kenningar er ganga út frá vitmunalegum þroska bendir á og útlistar betur hvernig fullorðnir læra á mismunandi aldursstigi.

Kenningar er ganga út frá persónuleika- og æviskeiðsþroska ganga út frá fyrirsjáanlegrum breytingum sem eiga sér stað í lífi fullorðna.

Sumar kenningar einblína á hver þrosinn og þróunin er hjá fullorðnum með aldrinum á meðan aðrar kenningar benda á þær breytingar sem verða á lífsleiðnni hjá fullorðnum.

Af hverju fer fullorðið fólk í nám?

Fullorðið fólk fer í nám af ýmsum ástæðum. Þegar ástæðurnar eru skoðaðar nánar kemur í ljós að nokkur munur er á hvort um formlegt- óformlegt eða formlaust nám er að ræða. Helstu ástæður eru t.d breytingar á starfsvettvangi, til að öðlast aukið starfsöryggi, að læra á nýtt tölvukerfi eða forrit, eða ná sér í starfsréttindi. Einnig er fullt af fólki sem byrjar í námi eingöngu sér til fróðleiks og ánægju þ.e.a.s ótengt starfinu. Skilnaður, breyttar heimilisaðstæður og veikindi geta einnig verið ástæða þess að fullorðið fólk fer í nám og er þá fólk ekki endilega að mennta sig af sjálfsprottnum hvötum. Helsta ástæða þess að fullorðnir taki ekki þátt eru tvíþættar: Lítill tími og kostnaður við námið.

Hver er hinn dæmigerði fullorðni námsmaður?

Samkvæmt bandarískum rannsóknum virðist meðalljón fullorðins námsmanns vera undir 40 ára, karl eða kona, í vinnu, hvítur á hörund, með stúdentspróf eða sambærilega menntun og í hjónbandi.

Hver er bakgrunnur fullorðinna námsmanna?

Samkvæmt ýmsum rannsóknir virðist það vera svo að stór hluti  þeirra sem sæka sér menntun (formlega eða óformlega) á fullorðinsárum eru þeir sem þegar hafa menntað sig. Það þarf því að finna leiðir til að virka hina „ómenntuðu“ einstaklinga til að sæka sér menntun.

Hverjar eru þarfir fullorðinna námsmanna?

Það einkennit fullorðna námsmenn að þeir vilja læra það sem þeir hafa not af, það er mikilvægur  þáttur til að hvetja þá áfram (motivation).

Einn kennismiðanna sem fjallar um þroskasögu fullorðinna námsmanna var Johan Amos Comenius (f. 1592-1670) en hann skipti lífi manna í sjö skóla. Hver skóli ævinnar hefur sinn tilgang og þroska fyrir einstaklinginn. Pampædia – Æviskeiðin eru 1) Skóli fósturstigsins. 2) Skóli bernskunnar 3) Skóli æskunnar 4) unglingsárin 5) yngri fyllorðinsárin 6) Fullorðinsárin 7) Skóli öldrunar  8) Skóli dauðans.

Comenius skilgreinir menntun útfrá þessum æviskeiðum og menntun gildi um allt sem er nauðsynlegt, mögulegt og auðvelt. Ábyrgð okkar sem manneskjur er að fræða aðra. Stundum erum við ekki einu sinni viss um að við séum fræðarar.

Didactica Magna er bók eftir Comenius. Í bókinni fjallar hann um hvernig byggja má upp skólakerfi m.t.t. æviskeiðanna. Hugmyndir Comeniusar eru fyrirmyndin af því skólakerfi sem við þekkjum í dag þ.e. leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli og háskóli.

 

 

 


 Efnisyfirlit yfir Wikiinn um Þemu

 

Category: Tags:
 

One thought on “Þroskasaga fullorðinna”

Lokað er á athugasemdir.