Vendinám – Lotur 2 og 3

Unit 2 – Planning for Flipped Learning (Lota 2 – Skipulag vendináms)

Í lotu tvö í netnámskeiði Jon Bergmann er aðaláherslan lögð á skipulag vendináms og hvernig það er öðruvísi en hefðbundin kennsla.

Til að byrja með kynnir Jon fyrir okkur þá skilgreiningu á vendinámi sem Vendinámssamtökin (e. The flipped learning network) skilgreindu í sameiningu fyrir nokkrum árum. Margir hafa reynt að skilgreina vendinám og útskýra út á hvað það gengur, en með misjöfnum árangri.

Skilgreining Jon er svona:

„Flipped learning is a pedagogical approach in which direct instructions moves from the group space to the individual space, and the resulting group space is transformed into a dynamic interactive learning  environment where the educator guides students as they apply concepts and creatively engage creatively in the subject matter“. 

Algengt er að útskýra vendinám svona: „Fyrirlestur heima og heimanámið unnið í tíma“. Það sem er öðruvísi hér en í flestum öðrum skilgreiningum á vendinámi, er að orðið group space (hóparými) kemur í stað „tíma/kennslustund“ og individual space (einstaklings rými) kemur í stað „heima“.  Þetta eru sambærilegar útskýringar en skilgreiningin hér að ofan er mun nákvæmari og lýsir hugmyndafræðinni á dýpri hátt.

Jon teiknar þetta upp í töflu:

24-11-2016-15-25-05
Munurinn á hefðbundinni kennslu og vendinámi.

Nákvæm kennsluáætlun verður ennþá mikilvægari í vendinámi, því kennarinn þarf að átta sig á því hver kjarninn er í námsefninu og leggja áhersluna þar. Mikilvægt að nemendur hafi aðgang að nákvæmari kennsluáætlun, það gefur þeim betri yfirsýn.

Þegar kennslustundir eru skipulagðar í vendinámi er sniðugt að hugsa ferlið í þremur hlutum:

Áður (e. before) er innlögn, upptaka eða texti sem framkvæmt er einstaklingslega (e. individual space).

Á meðan (e. during) eru æfingar, beiting og ígrundun á efninu oftast framkvæmt í hóparýminu (e. group space).

Eftir (e. after) er efnið tengt við langtíma markmiðin og sett í samhengi. Þetta getur líka átt sér stað í hóparýminu (e. group space).

Jon setur þetta líka upp í töflu, undir heitunum „I do – we do – you do“

mynd-2-5
Munurinn á því hvernig „I do – we do – you dou“ taflan breytist þegar hefðbundinni kennslu er „flippað“.

Unit 3 – Best practice in Flipped Learning (Lota 2 – Bestu aðferðirnar í vendinámi)

Í lotu þrjú í netnámskeiði Jon Bergmann ræðir hann um þær aðferðir sem hann hefur séð í gegnum tíðina að virka best.

Í því sem hann kallar einstaklingsrými hlusta nemendur á upptökur kennara í stað fyrirlestra í kennslustund. Jon leggur áherslu á að myndböndin séu stutt og að einungis sé fjallað um eitt atriði í hverju myndbandi. Hvað lengdina varðar, eru tvær þumalputtareglur sem gott er að fara eftir:

a) Að aldur nemenda gefi til kynna hámarkslengd myndbandsins (6 ára – max 6 mín)

b) Að margfalda bekkjarnúmer með 1,5 (4 bekkur x 1,5 = 6 mín)

Einnig leggur Jon áherslu á að þegar myndbönd eru send heim sem heimavinna, eigi þau helst að vera eina heimavinnan – eins og hann orðar það: „Don’t add – replace“. Þá á hann við að það eigi ekki að bæta kennslumyndböndum ofan á annað hefðbundið heimanám. Þetta er partur af því að kennarar þurfa að hugsa allt kennsluferlið sitt upp á nýtt.

Að lokum talar hann um að það sé mjög afgerandi að auðvelt sé fyrir nemendur að nálgast kennslumyndböndin, ekki hafa uppsetninguna þannig að þau þurfi að opna margar mismunandi síður og smella á marga staði til að finna rétta myndbandið. Hann nefnir QR kóða sem gott dæmi um auðvelt aðgengi.

Jon leggur mikla áherslu á að kennarar búi til sitt eigið kennsluefni og taki upp sín eigin myndbönd. Vissulega sé hægt að blanda þessu aðeins og nýta sér góð myndbönd sem fyrir eru á opnum síðum á netinu, en það þurfi helst að vera í bland með efni frá kennaranum. Það byggir upp betra samband milli nemenda og kennara, ýtir undir traust og er persónulegra að öllu leyti. Hann leggur líka til að kennarar virki nemendur í myndbandagerð. Kennarar og nemendur gætu búið til myndbönd saman, átt í samræðum um námsefnið og hugsað þetta dálítið sem útvarpsþátt. Þannig gætu skapast einna bestu kennsluskilyrðin að hans mati.

Jon útskýrir mikilvægi þess að nemendur eigi í gagnvirkum samskiptum við kennarann í einstaklingsrýminu á meðan þau horfa á kennslumyndböndin. Því er ekki nóg að bara horfa, heldur þarf virk hlustun að eiga sér stað. Kennari getur beðið nemendur um að skrifa hjá sér spurningu eina eða fleiri, úr námsefninu. Jon bendir á að þarna strax séum við að koma til móts við fleiri en almennt í skólastofum í dag, því alls ekki allir þori að bera fram spurningar í tímum. Kennari gengur svo á milli nemenda og skoðar spurningarnar úr fyrirlestrinum. Einnig er hægt að nýta tæknina til að biðja nemendur um spurningar í miðju myndbandi og biðja jafnvel um opna spurningu í lok myndbandsins. Þannig fær kennari fullt af góðum upplýsingum sem hægt er að vinna með í tímanum daginn eftir.

Einnig er til tækni sem kennari getur nýtt til að fylgjast með lestri nemenda og ýta undir hann. Þá er texti settur á netið og hægt er að mæla hversu lengi nemandi er lengi að lesa hann. Svo eru settar spurningar inn á milli og líka hægt að setja myndband inn í textann. Allt þetta getur gefið kennaranum betri yfirsýn og betri tilfinningu fyrir stöðu nemenda í efninu.

Í framhaldi af þessu talar Jon um ábyrgð nemenda og spurninguna sígildu sem kennarar spyrja gjarnan „hvað ef nemendur horfa ekki á innlagnirnar?“ Jon segir frá því að einn af möguleikunum sé að skoða glósur nemenda úr fyrirlestrinum og tengja jafnvel á einhvern hátt við einkunn. Ef einhver horfði ekki heima var hann settur aftast og látinn hlusta í tíma, en missti þá jafnframt af æfingunum sem fóru fram með kennaranum í tímanum. Mikilvægt í þessu samhengi að muna „Aldrei að halda fyrirlestur í tíma ef nemendur hafa ekki hlustað heima„. Þá refsarðu þeim sem voru duglegir að hlusta og verðlaunar þau sem voru löt og unnu ekki heimavinnuna. Það eina sem kennarar fá út úr því er að tryggja að næst mun enginn hlusta.

Í vendinámi er líklegra að nemendur læri heima, kannski af því að þau geta það auðveldlega, öðruvísi en kannski heimanámið sem gjarnan var áður erfitt eða óyfirstíganlegt.

Jon bendir á mikilvægi þess að kenna nemendum að horfa á virkan hátt. Hann leggur til að kennarar horfi á eitt myndband með nemendum sínum í kennslustund og sýni þeim jafnvel dæmi um það hvernig hann myndi sjálfur glósa á meðan hann væri að hlusta. Svo lætur hann þau sjálf hlusta á annað myndband og fylgist með hvernig þau glósa. Þegar hann er tryggur við að þau kunni tæknina, sendir hann þau heim með kennslumyndbönd. Einnig væri hægt að vera með eyðublöð fyrir glósurnar, þeim til leiðbeiningar.

Samtímis leggur hann áherslu á að kennarar verða líka að gera ráð fyrir því að nemendur skilji ekki allt úr fyrirlestrunum. Eins og í kennslustofu ná sumir innihaldinu en aðrir ekki. Til að bregðast við þessu er sniðugt að láta nemendur svara t.d. 5 spurningum úr efni myndbandsins um leið og það klárast. Niðurstöðurnar fara í gagnabanka hjá kennaranum og þar sér hann strax, hverjir horfðu, hverjum gekk vel að skilja og hverjum ekki. Þá getur hann brugðist strax við í tímanum, tekið þá sem ekki skildu í stuttan umræðutíma um innihaldið og útskýrt nánar eða á annan hátt.

Hann minnir á að kennarar meiga ekki setja svo mikla áherslu á kennslumyndböndin að hóparýmið gleymist og verði ekki nógu markvisst. Aðalmálið í hóparýminu er að það sér meiriháttar, þýðingarmikið og gagnlegt.  Það er ágætt að vinna með æfingar, en gæta þess að bjóða upp á fjölbreytni.

Til að vendinám gangi vel þurfa nemendur að trúa á aðferðina og taka þátt. Oft eru það bestu nemendurnir sem sýna þessari aðferð mótstöðu og það er af því að þeir eru fyrir mjög góðir í því sem við köllum skólaleik, þ.e. þeir kunna reglurnar og vita hvað þeir þurfa að gera til að ganga vel. Því getur það reynst þeim erfitt þegar umgjörðin breytist skyndilega og leikurinn virkar allt öðruvísi en áður. Það sem ætti hins vegar að selja flestum nemendum þessa aðferð er að þeir hafa meiri tíma með kennaranum, það myndast sterkari tengsl við kennarann, minni tími í heimanám og nemendur hafa meira með hraðann að segja. Jon segir hér frá nemanda sem sagði honum að það besta við vendinám væri að nú þyrfti hún ekki lengur að halda aftur af vinum sínum í náminu. Hún var ein af þeim sem þurfti lengri tíma til að meðtaka hlutina og var gjarnan sú sem spurði eða að hennar mati tafði fyrir því að kennarinn gæti haldið áfram með fyrirlesturinn í tímanum. Því var henni mjög létt þegar hún þurfti ekki lengur að vera dragbítur á bekkjarfélögum sínum, allir gátu farið í gegnum námsefnið á sínum hraða. Gott ráð til að fá nemendur í lið með sér, er ef kennarinn tekur viðtöl við þá nemendur sem eru að ljúka námskeiði sem sett var upp sem vendinám og spyrja þá hvað þeim finnist best við þessa kennsluaðferð. Jafnvel útbúa myndband sem hægt er þá að sýna næstu nemendum sem koma í námskeiðið. Nýju nemendurnir munu líklega frekar taka mark á því sem jafningjar þeirra sega heldur en þó kennarinn reyni að útskýra þetta fyrir þeim.

Jon lætur fylgja með link á þessa samantekt sem hann gerði yfir það hvernig nemendur geta undirbúið sig fyrir vendinám.

Nineteen Ways for Students to Prepare for Flipped Classrooms

Fyrir yngri nemendur er líka mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um kosti vendináms og viti út á hvað það gengur. Þar eru góð samskipti lykilatriðið og t.d. gæti verið gott ráð að bjóða foreldrum inn í skólann og sýna þeim hvernig þetta virkar. Hér er myndband sem gæti gagnast kennurum í vinnu þeirra með foreldrum:

Það sem skiptir máli að foreldrar átti sig á er að með þessari kennsluaðferð er meir gagnvirkni og meiri samskipti milli nemenda og kennara. Hægt er að setja kennarann á pásu og hlusta aftur og aftur á innlögnina. Einnig þarf að útskýra að áfanginn getur áfram verið erfiður, námsefnið verður áfram þungt og því ekki hægt að skella skuldinni eingöngu á aðferðina sem notðuð er, þó flestar rannsóknir sýni fram á það að flestum gengur betur að tileinka sér námsefnið í vendinámi. Hér er samantekt á nokkrum atriðum sem skipta máli:

Five Reasons Parents Should Be Thrilled Their Child is in a Flipped Class

Að lokum minnir Jon okkur á að gefast ekki upp! Þetta getur verið erfitt, kennarar lenda oft í mótþróa frá nemendum, foreldrum og samstarfsfólki en EKKI GEFAST UPP!

Skildu eftir svar