Hvað er Wiki?

Wiki > Hvað er Wiki?

Ein leið til að skrifa texta með mörgum er að nota Wiki. Þá skrifar fyrst einn, næsti kemur svo inn þegar honum/henni hentar og lagar og bætir við, og svo koll af kolli.

Ritun í Wiki umhverfi þessa vefs lýtur sömu lögmálum og öll önnur ritun í kerfinu og er alls ekki ólíkt því að nota ritvinnsluforrit.

  1. Þú býrð til nýja síðu með því að smella á flipann „Create New“. Nýja síðan verður sjálfkrafa undirsíða þeirrar sem er opin þegar þú smellir á flipann og það verður til slóð í nýju síðuna neðst á eldri síðunni.
  2. Til að koma síðunni í ritunarham smellir þú á hnapp, flipa eða tengil sem heitir „Advanced“.
  3. Þá opnast ritunargluggi fyrir texta og myndir sem þú setur inn á síðuna.
  4. Efst í þeim glugga er áhaldastika, hún hefur tvær línur, en stundum er aðeins önnur þeirra sýnileg. Þú gerir neðri línuna sýnilega með því að smella á hnappinn sem er lengst til hægri á áhaldastikunni.
  5. Þá tekur við að skrifa texta og setja inn myndir, sem er í aðalatriðum líkt því sem þú þekkir úr öðrum ritvinnslukerfum.
  6. Til að vista breytingarnar þarftu að smella á „Update“ eða „Uppfæra“ hnappinn sem er hægramegin á síðunni ofarlega.

Meira

 

Category: Tags: