Greinasafn fyrir flokkinn: Fullorðnir námsmenn

Fullorðnir námsmenn og ADHD

Umfjöllun og fyrirlestur um ADHD fullorðinna námsmanna

Ég er þeirrar skoðunar að allir geti lært. Í mínum huga á nám að vera jákvæð upplifun. Það hefur oft verið sagt við mig í gegnum árin að sumir geti einfaldlega ekki lært og að ég verði að horfast í augu við það. Því neita ég alfarið og ég leita allra leiða til þess að finna námi farveg. Það er þannig að margir vilja læra, en hafa ekki forsendur til þess á ákveðnum tímapunktum í lífi sínu. Margar ástæður eru fyrir því og hafa til að mynda rannsóknir á brotthvarfi nemenda úr námi reynt að festa hendur á því. Námsörðugleikar eru taldir upp sem ein ástæða þess og þar með talið ADHD.... Meira

Comenius, æviskeiðin og fullorðinsfræðslan

Ævin býður upp á alls konar tækifæri til að læra. Hver manneskja fer í gegnum ævina á sinn hátt, en lífinu má skipta niður í skeið sem eru að einhverju leiti lík hjá öllum. Við fæðumst öll og þurfum að læra að vera manneskjur. Fyrstu verkefnin eru eins hjá flestum: Að læra að borða, hreyfa sig, þekkja fólkið sitt, gera sig skiljanlegan… Þetta eru námsverkefni sem við komumst ekki framhjá. Svo reka sig æviskeiðin og hvert þeirra ber í sér tækifæri til að læra eitthvað nýtt um lifið, sjálfan sig og umheiminn. Hvaða merkingu ætli það hafi fyrir fullorðinsfræðara að hvert æviskeið gæti haft falin í sér sérstök tækifæri til náms, og jafnvel námsefni, eða námsverkefni sem allir þurfa að glíma við og eru innbyggð í æviskeiðið. Jóhann Amos Comenius hélt þessu fram, einkum og sér í lagi í bók sinni Pampedia.... Meira