Símenntunargeirinn

Wiki > Símenntunargeirinn

Hvar læra fullorðnir?

ATH þessi texti er samvinnuverkefni nemenda sem hafa sótt þetta námskeið undanfarin ár. Hann er lagaður og uppfærður að einhverju leiti af nemendum á hverju ári.

Hér finnur þú texta um alls konar staði þar sem fullorðnir læra. Fyrst kemur stuttur inngangur, síðan er langur listi með stuttum textum um alls konar staði þar sem fullorðnir læra saman.

Textinn hefst hér rétt fyrir neðan, hann er samvinnuverkefni nemenda á námsleiðinni og er unnin á löngum tíma …

Fyrir þá sem ætla að breyta þessum texta:
Smelltu á "Advanced" flipann hér fyrir ofan til að breyta textanum sem er hér fyrir neðan...
Smelltu svo á "Uppfæra" hnappinn á hægri spássíunni til að vista

Taktu líka eftir "Discussion" flipanum, þar getum við skipst á skoðunum um það sem við skrifum hér!

Þessi Wiki er aðferð okkar til að skapa okkur mynd af því sem er að gerast í símenntunargeiranum á Íslandi. Það sem er hérna núna eru leifar frá síðasta námskeiði. Verkefni okkar núna er að bæta um betur:
 - Fylla upp í eyður,
 - gefa textanum betra form og
 - dýpka hann aðeins.
Þú finnur líka lýsingu á verkefninu hér

Hikið ekki við að færa, breyta og eyða. Það er alltaf hægt að spóla til baka. Það má líka setja inn myndir.... 
Smelltu svo á "Uppfæra" hnappinn á hægri spássíunni til að vista... ekki gleyma því.

Sjá einnig lista yfir fræðsluaðila

Skrifið hér fyrir neðan:

 Hvar læra fullorðnir?

Lifelong learning eða ævimenntun eins og það hefur verið þýtt á íslensku er sjálfsprottið ferli sem felur í sér öflun þekkingar af persónulegum eða faglegum ástæðum.

Fullorðnir læra víða og þeir læra allt lífið. Lífið er röð endalausra tækifæra til þess að læra. Lærdómur sem fullorðnir draga af lífinu getur verið alls konar, hvort sem sá lærdómur fer fram við formlegar aðstæður,  er undirbúinn af öðrum og leiðir til skírteina, eða óformlegar, þar sem fólk lærir saman á skipulögðum viðburðum innan fyrirtækja, stofnana eða félagssamtaka og námið leiðir til aukinnar hæfni, en ekki endilega skírteina. Nám getur líka komið á óvart og verið afleiðing af athöfnum dagslegs lifs eða verið skiplagt af námsmanninum  sjálfum það er þá kallað „formlaust nám“. Þær stofnanir sem hægt er að stunda nám á Íslandi í dag skipta tugum og samhengið er ólíkt eins og það er margt. Stundum fer námið fram í háskóla, framhaldsskóla, símenntunarstöð, á fræðslunámskeiði stéttarfélags eða jafnvel innan veggja vinnustaðar. Bókasöfn, söfn önnur, félagasamtök, söfnuðir, klúbbar eru líka vettvangur óforlegs og formlauss náms. Fullorðnir hafa ótölulega mögulega til að stunda nám og bæta við sig  þekkingu eða jafnvel skólagráðum, ljúka formlegu námi, fara í starfsendurhæfingu eða taka námskeið sér til skemmtunar. Þeir geta einnig lært af jafningjum sínum í svokallaðri jafningjafræðslu.

Hugmyndafræðin um ævimenntun gengur út á að viðurkenna að nám og menntun á sér stað alla ævi, formlega eða óformlega og opinberir aðilar, stofnanir, fyrirtæki og aðilar þriðja geirans þurfa að axla ábyrgð á að styðja við og bjóða upp á viðeigandi námstækifæri tengt tilgangi þeirra og umboði.

Þegar við hugsum um nám fullorðinna þá spyrjum við okkur hverjir taka þátt í náminu, hvers vegna og hvað læra fullorðnir? Skoðum nám fullorðna aðeins betur og sjáum hvað kafli 2 í námsbók okkar Learning in Adulthood segir:

Iðulega þegar fullorðnir eru spurðir um nám nefna þeir menntun og þjálfun skipulagða af fyrirtæki og/eða vinnustað þeirra, skólum eða öðrum opinberum stofnunum.  Nám er þó miklu meira en skipulögð námskeið inni í skólastofu eða formlegur fyrirlestur á vinnustað.

Það má skipta námi fullorðna niður í þrjá hluta: 1) formlegt nám 2) óformlegt nám og 3) formlaust nám.

 • Formlegt nám er í þeirri mynd sem við all flest þekkjum úr skólatíð okkar þ.e skipulagt nám í skólastofum sem gefur af sér einkunnir, gráður eða prófskirteini.
 • Óformlegt nám er hugtak sem notað hefur verið yfir nám sem er skipulegt en á sér ekki stað innan veggja hefðbundis skólastarfs. Þessi tegund náms fer oft á tíðum fram í okkar nánasta umhverfi t.d vinnustað, félagasamtökum, kirkju eða bókasafni. Til dæmis tengt áhugamálum, eða sértækum þörfum. Getur verið samfélags- og menningartengt. Óformlegt nám getur verið viðbót við formlegt nám.
 • Formlaust nám á við það þegar fólk lærir án þess að einhver skipuleggi nám eða kennslu. Formlaust nám á sér stað þegar við lærum og aukum við þekkingu okkar í vanagangi daglegs lífs t.d. heima hjá okkur, í vinnunni, matvörubúðinni og fjölmiðlum. Þetta form náms er lang algengasta form náms hjá fullorðnum.

Viltu lesa meira um þessa flokkun: hér er óflokkaður listi með visunum í fjölda bloggfærslna og greina um þessa flokkun náms.

Það verður ekki komist hjá því að þessar þrjár tegundir skarast saman á tímum.

Formlaust nám skiptist svo í 3 greinar):

 1. Sjálfstýrt nám
 2. Tilfallandi nám
 3. Félagsmótandi nám

Af þessum þremur tegundum er sjálfstýrt nám lang algengast sem og mest rannsakað. Sem dæmi úr bókinni Learning in adulthood má nefna Trudy sem nýlega hefur greinst með brjóstakrabbamein. Hún tekur þá ákvörðun að afla sér sjálf upplýsinga um meinið, meðferðir og allt mögulegt sem við kemur þessu mikla ferli sem býður hennar. Hún leitar sér upplýsinga úr bókum, fyrirlestrum, vinafólki, af netinu og frá fagaðilum. Þarna er hún að verða sér út um þekkingu með sjálfstýrðu námi.
Nú verður  byrjað á að skoða  formlegt nám eða fullorðinsfræðslu á vegum háskóla og framhaldsskóla, þá er farið  í fullorðinsfræðslu á vegum ríkis, sveitarfélags, stéttarfélaga og vinnuveitenda, síðan símenntunarstöðvar og loks fræðslu á meðal ýmissra félagasamtaka og stofnana.

Fullorðinsfræðsla á vegum háskóla og framhaldsskóla

Á  Íslandi eru sjö háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum,  Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskólinn og  Listaháskólinn og flestir bjóða þeir upp á einhvers konar endur-eða símenntun.

 • Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir háskólabrú Keilis, frumgreinadeildir H.R. og Bifrastar. Námið er fyrir fólk sem er að taka grunnkúrsa í framhaldsskóla og er framhaldsskólum gert að meta námið til eininga. Kenndar eru almennar greinar, íslenska, stærðfræði, enska, danska, námstækni-sjálfstyrking, upplýsingatækni og bókfærsla.
 • Frumgreinadeildir (HÍ, HR, Bifröst). Mikil aukning hefur verið í frumgreinadeildum, þar sem fullorðið fólk fer og sækir sér réttindi til háskólanáms. Það er misjafnt hversu lengi fólk þarf að vera í frumgreinadeild, en það veltur á innan hvaða deildar fólk er, lengst tekur raunvísindadeild. Áður en fólk hefur nám við frumgreinadeild, er það  oftast búið að ákveða hvaða nám það ætlar að fara í í framhaldinu.
 • Keilir er fyrir fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og er þetta frumgreinadeild og háskólabrú. Eftir að námi í Keili lýkur hefur nemandinn rétt á að sækja nám við HÍ sem og aðra háskóla, þar sem próf frá Keili jafngildir stúdentsprófi. Háskólabrú Keilis var stofnuð árið 2007 og á þeim tíma var aðkallandi þörf fyrir námsúrræði á framhaldsskólastigi fyrir fullorðna námsmenn sem komust ekki að í framhaldsskóla eftir að þeir höfðu gert hlé á sínu námi. Frá árinu 2007 hefur verið látlaus þörf fyrir úrræði og hópurinn stækkar.  Horft hefur verið til þess að koma til móts við hópinn með úrræðum sem hentar fullorðnum námsmönnum hvar svo sem þeir eru staðsettir. Fyrst var aðeins staðnám í boði og hentaði fólki af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en fljótlega kom þörf á því að bjóða upp á úrræðið í fjarnámi sem hentaði þeim sem voru búsettir annars staðar á landinu eða jafnvel erlendis.  Síðar kom þörf fyrir að nemendur gætu stundað námið samhliða vinnu og þá var brugðist við með því að bjóða upp á hálft nám til tveggja ára. Þá hefur verið þróunarstarf í kennsluháttum og námsmati öll þessi ár – allt eftir því hvað hentar fyrir áframhaldandi nám og námsþarfir. T.d. má nefna vendinám, munnlegt mat, podcast, myndbandsupptökur o.s.frv.. Fjarnám og vendinám er mikilvægt skref til að komast til móts við ólíkar þarfir og breyttir tímar eins og í heimsfaraldrinum hefur ýtt okkur meira í þá átt að nýta tæknina betur við fjarnám og vendinám.
 • Endurmenntun HÍ  lítur á það sem hlutverk sitt  að efla hæfni og þekkingu fólks í starfi og einkalífi. Þeir líta á endurmenntun sem skilvirkan farveg fyrir miðlun þekkingar   Háskóla Íslands til samfélagsins. Með það að markmiði er unnið með deildum Háskóla Íslands og öðrum samstarfsaðilum. Boðið er upp  á opin námskeið á  mörgum sviðum,  1-2 ára námsbrautir á grunn- og meistarastigi, nám til réttinda í samstarfi við ráðuneyti og stök námskeið á meistarastigi í samstarfi við deildir HÍ.
 • Símenntun Háskólans á Akureyri heldur námskeið sem eru öllum opin en oft með áherslu á sérstaka markhópa.Símenntun Háskólans á Akureyri  leitast við að bjóða upp á alhliða sí- og endurmenntun á háskólastigi með þarfir viðskiptavina og hagkvæmni í rekstri að leiðarljósi.
 •  Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík aðlagar námskeiðsframboð hverju sinni að áherslum samfélagsins og býður upp á fræðslu og menntun á lykilsviðum HR sem eru tækni, viðskipti og lög. Viðskiptavinir þeirra eru sérfræðingar og stjórnendur sem vilja bæta árangur sinn í starfi og efla persónulega færni.

FRAMHALDSSKÓLAR OG IÐNSKÓLAR

Á Íslandi eru 33 mennta,-framhalds,- og iðnskólar.
Í lögum segir að starfsnám skuli stuðla að almennri menntun nemenda, veita þeim undirbúning til tiltekinna starfa og innsýn í hlutverk fyrirtækja og starfsfólks í atvinnulífi.
Starfsnám skiptist á skóla og vinnustað eða fer eingöngu fram í skóla. Námið er bóklegt og verklegt og skal mynda sem samfelldasta heild svo að nemendur fái betur skilið tengsl fræðilegra og hagnýtra þátta. Áhersla skal lögð á að innihald starfsnáms taki mið af þörfum starfsgreina fyrir fagmenntun starfsfólks á hverjum tíma. Nú hafa hins vegar verið gerðar breytingar á framhaldsskólakerfinu þar sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út Hvítbók um umbætur í menntun sumarið 2014 þar sem markmið ríkisstjórnar um breytingar á næstu fjórum árum koma fram. Þá mun aðgangur 25 ára og eldri að framhaldsskólum takmarkast og var þessi stefna staðfest í fjárlögum sem samþykkt voru í desember 2014.

Í frumvarpi að fjárlögum fyrir árið 2015 (þingskjal nr. 1/2014-2015) er áhersla lögð á að eldri nemendur í framhaldsskólum á Íslandi nýti sér önnur úrræði sem eru í boði. Má þar nefna þau sem framhaldsfræðslu eða frumgreinanámið býður uppá.

Framhaldsfræðslan var fyrst skilgreind í lögum árið 2010 þegar Lög um framhaldsfræðslu voru sett en þar segir:  „Framhaldsfræðsla: Hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla“. Lögin taka til skipulags framhaldsfræðslu á vegum þeirra fræðsluaðila sem hafa hlotið viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytis og þátttöku ríkissjóðs í kostnaði við framkvæmd hennar.

Markmið laga um framhaldsfræðslu er m.a. að veita einstaklingum með stutta formlega skólagöngu aukin tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, viðeigandi námstækifæri og auðvelda þeim að hefja nám að nýju. Þá er einnig markmið laganna að kapa svigrúm og úrræði til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu og hæfni starfsmanna, að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis og stuðla að því að nám og reynsla sem aflað er utan hins formlega skólakerfis verði metin að verðleikum.

FULLORÐINSFRÆÐSLA, SAMVINNUVERKEFNI RÍKIS, SVEITARFÉLAGA, STÉTTARFÉLAGA OG VINUVEITENDA.

Stéttarfélög  taka virkan þátt í margskonar fræðslustarfi með ýmsum, ríki, sveitarfélögum og vinnuveitendum.  Nokkuð algengt er að fram komi í kjarasamningum áherslur um mikilvægi símenntunar en misjafnt er hversu fast er að orði kveðið.  Vinnumarkaðurinn hefur breyst mjög hratt á síðustu áratugum, ekki síst í tegnslum við alþjóða- og tæknivæðingu og við því þarf að bregðast. Símenntun verður meira áberandi í kjarasamningum upp úr síðustu aldamótum. Stundum semja stéttarfélög um greiðslur vinnuveitenda í fræðslusjóða (starfsmennta- og starfsþróunarstjóði) en nokkuð breytilegt er eftir samningum hversu háar þessar greiðslur eru og miðast þær oftast við að efla þá í því starfi sem þeir eru þegar í. Þá er nokkuð algengt er að stéttarfélög semji við vinnuveitendur um að starfsmenn fái launahækkun ef þeir leggja stund á símenntun. Í kjarasamningum getur einnig verið samið um heimildir til námsleyfa í kjarasamningum, bæði launaðra og ólaunaðra. Misjafnt er eftir kjarasamningum hversu ríkur sá réttur er en einnig er algengt að ekki sé um rétt að ræða heldur einungis heimildarákvæði. Auk þessa standa stéttarfélög oft á tíðum fyrir víðtækri fræðslu fyrir sína félagsmenn og má þar nefna; námskeið fyrir trúnaðarmenn, atvinnuleytendur og svo bæði starfstengd og almenn námskeið fyrir hinn almenna félagsmann.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er  samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytis um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtakanna. Markmiðið er að veita starfsmönnum sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Starfsemin beinist að þeim sem ekki hafa lokið námi úr framhaldsskóla. Sá markhópur er um 33% fólks á vinnumarkaði. Hlutfallið er breytilegt milli ára og landssvæða.

Félagsleg menntastefna Reykjavíkurborgar

Fullorðinsfræðsla er hluti þeirrar þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir íbúum sínum. Hugtakið félagsleg menntastefna byggir á þeirri hugmynd að menntun hvetji fólk til sjálfshjálpar og aukinnar samfélagsþátttöku. Reykjavíkurborg veitir íbúum sínum annað tækifæri til náms með það fyrir augum að jafna aðgang þeirra að atvinnulífi, símenntun og lýðræðislegri umræðu og auka þannig lífsgæði þeirra. Það er síðan á ábyrgð Námsflokka Reykjavíkur að sjá um að félagslegri menntastefnu Reykjavíkurborgar sé framfylgt í samvinnu við svið og stofnanir borgarinnar.

Fræðslusetrið Starfsmennt var stofnað árið 2001 til að sinna heildstæðri þjónustu á sviði

 • Félags starfsmanna stjórnarráðsins

starfstengdrar símenntunar og mannauðseflingar fyrir opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra. Setrið er þjónustuaðili fræðslumála fyrir félagsmenn þeirra fjölmörgu aðildarfélaga sem að setrinu standa. Það metur þörf fyrir fræðslu hjá  stofnunum og starfshópum, kemur á starfstengdum námskeiðum, stuðlar að því að raungera starfsþróun á vinnustað og veitir stofnunum ráðgjöf.

Fræðslusetrið Starfsmennt er sett á stofn og starfar á grundvelli bókunar í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h ríkissjóðs annars vegar og eftirtalinna félaga:

SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar
Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu
Samflots bæjarstarfsmannafélaga
Félags flugmálastarfsmanna ríkisins

Ríkismennt SGS er þróunar-og símenntunarsjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS). Sjóðurinn tók formlega til starfa 1. júní 2005.

Markmið sjóðsins er annars vegar að efla símenntun starfsmanna og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfsvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma.

Sjóðurinn skiptist í tvær deildir og sinnir hlutverki sínu með eftirfarandi hætti:

Þróunar-og stofnanadeild

 • Veitir styrki til fræðsluverkefna hjá þeim stofnunum og vinnuveitendum sem í sjóðinn greiða
 • Veitir styrki til fræðsluverkefna hjá þeim stéttarfélögum sem að sjóðnum standa
 • Fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur

Starfs-og símenntunardeild

 • Veitir styrki til einstaklinga, félagsmanna aðildarfélaganna, til þess að þeir geti átt kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar

 Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.

Helstu verkefni Landsmenntar eru að sinna stuðningsverkefnum og þróunar-og hvatningaraðgerðum í starfsmenntun. Sjóðnum er ætlað að styrkja rekstur námskeiða og stuðla að nýjungum í námsefnisgerð ásamt því að veita einstaklingum, verkalýðsfélögum og fyrirtækjum beina styrki vegna sí-og endurmenntunar.

Starfsafl – starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins og Flóabandalagsins – varð til í tengslum við kjarasamninga vorið 2000. Þá var samið um stofnun sérstaks sjóðs sem ætlað er að byggja upp menntun ófaglærðra.  Símenntun starfsmanna er lykill fyrirtækja að betra starfsumhverfi, aukinni framleiðni og styrkir samkeppnisstöðu þeirra. Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins geta sótt um styrk til að vinna sérstök starfsmenntaverkefni sem hafa fræðslu að markmiði.

Markmið Starfsafls:

 • Hafa frumkvæði að þróunarverkefnum í starfsmenntun.
 • Leggja áherslu á kynningar- og hvatningarstarf er tengist starfsmenntun. Þannig verði stuðlað að aukinni starfsmenntun í íslensku atvinnulífi fyrir ófaglærða starfsmenn.
 • Kanna þörf atvinnulífsins fyrir starfsmenntun ófaglærðs verkafólks.
 • Leita eftir viðræðum við stjórnvöld um fyrirkomulag fullorðinsfræðslu.

Sveitamennt SGS og LN er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands.

Sveitamennt tók formlega til starfa 1. janúar 2007 og byggir á gr. 13.4.3. um starfsmenntunarsjóð í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga (LN) og Starfsgreinasambands Íslands (SGS).

Markmið sjóðsins er annars vegar að auka möguleika sveitarfélaga og stofnana þeirra á að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra á hverjum tíma og efla starfsmenntun starfsmanna með það fyrir augum að þeir verði færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni.

Sveitamennt skiptist í tvær deildir og sinnir hlutverki sínu með eftirfarandi hætti:

 •  Sveitarfélagadeild sinnir hlutverki sínu með því að veita styrki til fræðsluverkefna á sviði starfsmenntunar sem eru í samræmi við markmið sveitarfélaga sem í sjóðinn greiða; stéttarfélaga sem að sjóðnum standa; eða verkefna sem sjóðstjórn skipuleggur. Auk þess styrkir deildin verkefni sem aðilar semja um í kjarasamningi.
 •  Einstaklingsdeild veitir styrki til einstaklinga, félagsmanna aðildarfélaganna til þess að þeir eigi kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar.

Félagsmenn í aðildarfélögum innan SGS geta sótt námskeið sem Fræðslusetrið Starfsmennt heldur vítt og breitt um landið. Sveitamennt mun skv. samningnum greiða fyrir þátttöku þeirra almennu starfsmanna sveitarfélaga sem heyra undir sjóðinn.

Sjómennt, fræðslusjóður sjómanna Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna(LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) hafa gert með sér samkomulag um starfsmenntun sjómanna.

Aukin hæfni og starfstengd menntun sjómanna eru nauðsynlegir þættir í meiri framleiðni og bættri samkeppnisstöðu útgerða íslenskra fiskiskipa.Markmið Sjómenntar eru að treysta stöðu sjómanna á vinnumarkaði með því að gefa þeim kost á að efla og endurnýja þekkingu sína og gera þá hæfari til að takast á við ný og breytt verkefni

Starfsmenntastjóður verslunar- og skrifstofufólks var stofnaður á grundvelli kjarasamnings á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og VR og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) hins vegar árið 2000. VR hýsir sjóðinn og tryggir rekstur hans.

Markmið sjóðsins er að:

 1. Að auka starfshæfni og menntunarstig félagsmanna sjóðsins sem leitt gæti til virðisauka fyrir þá og fyrirtækin.
 2. Að bæta samkeppnishæfni fyrirtækja sem greiða í sjóðinn með aukinni menntun starfsfólks.
 3. Að stuðla að aukinni virðingu fyrir störfum í verslunar-, þjónustu- og skrifstofugreinum með því m.a. að styðja við áframhaldandi þróun náms fyrir þá sem starfa við þau.
 4. Að hvetja félagsmenn til náms.
 5. Að hvetja fyrirtæki til að hækka menntunarstig í fyrirtækjum.

Leiðir að ofangreindum markmiðum eru að veita einstaklingum og fyrirtækjum styrki vegna námskeiða sem og í gegnum verkefnið: Fræðslustjóri að láni sem felur í sér að fyrirtæki fær til sín ráðgjafa sem fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins. Dregur fram það sem vel er gert, gerir eða dýpkar greiningu á þörfum fyrirtækisins og samhæfir við önnur námskeið eða viðurkenndar fræðsluleiðir innan óformlega fræðslukerfisins. Má þar nefna námsleiðir samkvæmt námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Iðan fræðslusetur hlutverkt Iðunnar er fyrst og fremst að auka hæfni starfsmanna og fyrirtækja í iðnaði. Iðan fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið 2006 en síðar bættist Fræðslumiðstöð bílgreina í hópinn. Eigendur IÐUNNAR eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Félag bókagerðarmanna, FIT, VM, Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Meistarafélag húsasmiða. HÉR MÁ BÆTA VIÐ TEXTA UM ÞJÓNUSTU IÐUNNAR (RAUNFÆRNIMAT, NÁMSSAMNINGAR, NÁMSKEIÐ ETC.)

Nýsköpunarmiðstöðin/Impra vill:

 • Vera málsvari og brautryðjandi nýrra hugmynda á völdum sviðum rannsókna, þróunar og vísinda.
 • Skapa öfluga innviði sem einkennast af einföldum ferlum, þjóna viðskiptavinum og styrkja starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar.
 • Vera fyrsti valkostur sprotafyrirtækja sem leita stuðningsþjónustu og aðstoða við fjármögnun þeirra.
 • Vera burðarás í fjölþjóðlegu samstarfi rannsókna- og þróunarverkefna sem skapa þátttökuaðilum samkeppnisforskot.
 • Vera í forystuhlutverki í stuðningi og uppbyggingu skapandi atvinnugreina.

Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki.

Á heimasíðu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins eru þær tólf stofnanir sem sinna framhaldsfræðslu samkvæmt Lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010. Þær eru:

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

Frá upphafi hefur hugmyndafræði miðstöðvarinnar verið að styrkja starfsmenntun á Suðurnesjum, skapa jarðveg fyrir nýjar starfstengdar brautir við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tengja jafnframt saman grunn- og símenntun. Ennfremur þótti mikilvægt að auka framboð á menntun og námskeiðum fyrir fullorðna, efla ráðgjöf og gæði og skapa farveg fyrir ný verkefni á Suðurnesjum.

Húsnæði MSS
Húsnæði MSS að Króssmóa 4, Reykjanesbæ.

Á þeim árum sem MSS hefur verið starfrækt hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt og námsframboðið tekið mið af þörfum viðskiptavina
hverju sinni. Miðstöðin leggur metnað sinn í að veita ráðgjöf
og persónulega þjónustu ásamt umhverfi til náms þar sem einstaklingum líður vel.


Móttaka MSS

Innan sögu MSS er athyglisvert að skoða þau áhrif sem námsframboð miðstöðvarinnar hefur haft á samfélagið. Háskólamenntuðum einstaklingum hefur fjölgað á Suðurnesjum á því tímabili sem háskólamenntun hefur staðið til boða í fjarnámi í gegnum miðstöðina og önnur úrræði á svæðinu, s.s. Keili. Á sama tíma hefur þeim sem eingöngu hafa lokið grunnskólaprófi fækkað
í svipuðum hlutföllum.

Starfsemi MSS má gróflega flokka í sjö þætti; fyrirtækjasvið,  íslenskukennslu fyrir útlendinga, tómstundanámskeið, námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, námsog starfsráðgjöf, fjarnám á háskólastigi og Samvinnu starfsendurhæfingu.

(Texti úr Afmælisfréttabréfi MSS birt í Víkurfréttum í september 2018.)

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Farskólinn – miðstöð símenntunará Norðurlandi vestra

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Þekkingarnet Þingeyinga

Austurbrú

Fræðslunetið Símenntun á Suðurlandi

Fræðslunetið var stofnað  þann 28. ágúst  1999 af sveitarfélögum, félagasamtökum og fyrirtækjum á Suðurlandi.  Fræðslunetið er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun.  Aðalstöðvar og varnarþing er á Selfossi.

Samkvæmt skipulagsskrá Fræðslunetsins er meginmarkmið þess að efla aðgengi íbúa fjórðungsins að framhaldsfræðslu og símenntun og auka með því búsetugæði á svæðinu.  Til að ná því markmiði er m.a. gert:

 • Stuðlað að auknu framboði á Suðurlandi á símenntun á öllum stigum menntunar.
 • Lögð áhersla á samstarf atvinnulífs og skóla og tengsl grunn- og símenntunar.
 • Nýtt besta fáanlega fjarkennslutækni hverju sinni.
 • Haft samstarf við aðra aðila er sinna framhaldsfræðslu og símenntun.
 • Staðið að og stutt við rannsóknir og vísindaiðkun á Suðurlandi eftir því sem aðstæður leyfa.

Starfssvæði Fræðslunetsins er afar stórt; nær frá Þorlákshöfn að Höfn í Hornafirði.  Svæðið er álíka stórt og Belgía.  Á þessu svæði rekur Fræðslunetið sex námsver; á Selfossi, á Hellu, á Hvolsvelli, í Vík, á Kirkjubæjarklaustri og á Höfn. Af þeim eru fjögur þeirra mönnuð (Selfossi, Hvolsvelli, Vík og Höfn).

Fastir starfsmenn Fræðslunetsins eru 12 í  rúmlega 9 stöðugildum.  Leiðbeinendur sem koma að kennslu og þjálfun eru rúmlega 80 og fjöldi þeirra sem fær einhverskonar fræðslu á hverju ári hjá Fræðslunetinu er um 1.700 manns (2017).  Velta Fræðslunetsins er um 170.000.000 á ári (2017).

Helstu þjónustusvið Fræðslunetsins eru:

 • Framhaldsfræðslan samkvæmt lögum nr. 27 frá 2010 í umboði Fræðslusjóðs atvinnulífsins.
 • Íslenskukennsla fyrir nýbúa í umboði Rannís.
 • Símenntun fatlaðs fólks á Suðurlandi í umboði Fjölmenntar.
 • Starfsþjálfunarnám í umboði VIRK, VMST og Birtu starfsendurhæfingar.
 • Raunfærnimat í umboði Fræðslusjóðs atvinnulífsins.
 • Námsráðgjöf í umboði Fræðslusjóðs atvinnulífsins.
 • Þarfagreiningar og símenntun fyrir fyrirtæki og stofnanir.
 • Rekstur vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands.

Einkunarorð Fræðslunetsins í öllu starfi eru: Sveigjanleiki, fagmennska, jafnræði og traust.

Viska

Mímír

Framvegis miðstöð um símenntun

Iðan

Fjölmennt – símenntunar og þekkingarmiðstöð í Reykjavík.
Fjölmennt sinnir símenntun fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og gerir samning við aðrar símenntunarstöðvar á landinu til að sinna símentun fatlaðs fólks í heimabyggð. Fjölmennt veitir ráðgjöf til einstaklinga og menntastofnana um nám, aðstöðu og hjálpartæki sem gagnast við nám.

 

 ATH. FULLORÐINSFRÆÐSLA Á VEGUM VINNUVEITENDA

 • Endurmenntun innan fyrirtækja.
 • Starfsmannafræðsla innan Landspítala Háskólasjúkrahúss s.s kennsla á tölvukerfi sjúkrahússins, nýliðafræðsla.Líkamsbeitingarnámskeið og fræðsla um starfsstellingar.
 • Flugfélög landsins reka öfluga símenntunarstarfsemi fyrir sitt starfsfólk sem starfa um borð í flugvélum. Þar er farið eftir alþjóðkegum reglum um símenntun/ævimenntun flugmanna sem og flugliða.

ATH. FULLORÐINSFRÆÐSLA Á VEGUM STOFNANA

 • Söfnuðir þjóðkirkjunnar bjóða ýmis námskeið, t.d. fyrir hjón og foreldra, um sorg og fleira. Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar hefur verið starfræktur um árabil, síðari árin undir heitinu Starfs- og leikmannaskóli þjóðkirkjunnar með áherslu á símenntun starfsfólks.
 • Bankar um fjármál og bókhald.
 • Heilsugæslur víða um land, t.d. námskeið um ungbarnavernd, getnaðarvarnir og kynfræðsla
 • Kleppur er reglulega með fræðslunámskeið um geðsjúkdóma
 • Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra bjóða upp á táknmálsnámskeið

ATH. FULLORÐINSFRÆÐSLA Á VEGUM EINKAAÐILA

ATH. FULLORÐINSFRÆÐSLA Á VEGUM FRJÁLSRA FÉLAGASAMTAKA

 • Rauði Kross Íslands. Sjálfboðaliðastarf á ýmsum sviðum.
 • SÁÁ. Námskeið í tengslum við áfengissýki.
 • Hjartavernd
 • Geðhjálp

STARFSENDURHÆFING

Fjölmargar stofnanir  og félagasamtök sjá um að endurhæfa fólk eftir veikindi eða slys. Nám er í mörgum tilvikum ríkur þáttur í einstaklingsbundinni endurhæfingu en slík endurhæfing fer m.a. fram hjá neðantöldum aðilum:

 • Hringsjá
 • Hugarafl
 • Starfsendurhæfing Austurlands
 • Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar
 • Starfsendurhæfing Norðurlands
 • Janus endurhæfing
 • Birta starfsendurhæfing Suðurlands
 • Starfsendurhæfing Vestfjarða
 • Samvinna starfsendurhæfing
 • Reykjalundur

VIRK starfsendurhæfingarsjóður mótar, samþættir og hefur eftirlit með þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem miðar markvisst að atvinnuþátttöku einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa. Um VIRK – Starfsendurhæfingarsjóð gilda lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða nr. 60/2012.

NÁMSMÖGULEIKAR Á NETINU OG Í GEGNUM NETIÐ

Með tilkomu netsins,  veraldarvefsins og hundruða kennsluforrita hefur opnast nýr heimur í sjálfslærdómi og fjarkennslu. Hægt er að halda námskeið og ráðstefnur landshorna og heimshorna á milli án nokkurra vandkvæða.

 

Sjá einnig

20 thoughts on “Símenntunargeirinn”

 1. Prufa. Er að lesa mig í gegnum vefinn. Finnst ég einmanna og veit ekki alveg hvar ég er stödd. Vantar félaga. Er seig en ekki tölvuvæn. Ætla að sitja uppi í skóla flesta daga og vinna ef einhver er í sömu stöðu hafið samband. Kv Asp

  1. mikið er ég sammála þér, ég hef verið að reyna að koma inn breytingum og nýjum færslum á Wiki vefinn en það vantar save takkan hjá mér. Er ekki fundur á morgun, þriðjudag?
   kv Helga

   1. Ég er byrjuð að fikta, ýtti á edit og þá er þetta eins og ritill/word skjal. Þegar ég var búin að breyta, bæta og skrifa ýtti ég á save sem er grænlitur takki neðst til vinstri hjá mér!

   1. Sæl Helga. Hefur þú tök á því að við hittumst á morgun uppi í skóla og spjöllum aðeins saman um efnið? Bauð einnig Önnu Sigríði að koma 🙂 Væri gaman að ræða efnið í Learning in Adulthood sem er skyldulesefni fyrir námskeiðið. Ég væri rosa til í að búa til „spjallhópa“ þar sem við fáum yfirsýn yfir námsefnið og ræðum okkar pælingar.

  2. Sæl Anna Sigríður. Ég hef tök á því í þessari viku (þar sem ég er ekki byrjuð að kenna) að fara upp í skóla að læra. Eigum við að hittast og spjalla um efnið. ERtu byrjuð á bókinni Learning in Adulthood? Ég gæti hugsað mér að við gætum jafnvel 3-4 lesið kafla og kafla og svo ákveðið að hittast og spjalla um efnið og tengja við okkar reynslu. Mér finnst ég líka svolítið týnd á þessum vef þar sem ég er nýbyrjuð aftur í námi (kláraði master 2009). HEyri frá þér og jafnvel fleirum sem hafa áhuga á samvinnu.

  3. Flott hjá þér að leita eftir hjálp Anna! Þetta líkar mér.
   ég skil svo vel að þú sért einmana, þess vegna reynum við að gera þetta umhverfi eins vinalegt og við getum. Allar ábendingar vel þegnar.
   Ég er með fund í hádeginu á fimmtudag. Fæ mér kaffi á kaffistofunni kl. 13:10 ef einhver vill hitta mig yfir kaffibolla

 2. … HVAÐ erum við að gera hér???
  Það getur e.t.v. verið erfitt að vinna svona, fikta í annarra manna vinnu o.s.frv. en hugsið þetta svona:
  1) Þú þarft á þessu námskeiði, að skapa þér yfirlit yfir það hvar fullorðnir læra á Íslandi. Hvað er betra en samvinnuverkefni þar sem þið vinnið saman að því að safna saman öllu sem þið finnið?
  2) Markmiðið er líka að þú æfist í því að skrifa texta MEÐ öðrum… eins og í Wiki. ==> þess vegna: Ekki hika við að breyta einhverju hér, það er alltaf hægt að laga það ef þú gerir eitthvað bull.
  3) „já en… hvað ER þetta sem við erum að gera?“
  SVAR: Ímyndaðu þér að þið séuð að útbúa endanlegt yfirlit: Staðan í dag: Allir þeir staðir sem þið vitið um þar sem fullorðnir taka þátt í einhverskonar skipulögðu námi. Skýrsla með slóðum í vefsíður viðkomandi fræðsluaðila eða sjóða sem greiða fyrir fræðsluna.
  4) þetta er hluti af þeim hluta vinnunnar sem heitir „Þátttaka“ þar er málið að sýna frumkvæði, vera gjafmildur og koma sér út úr skelinni, prófa og þora! Þetta er æfing fyrir fólk sem ætlar að verða leiðtogar á sviði fræðslumála fyrir fullorðna!
  Gangi ykkur vel

Lokað er á athugasemdir.