Miðvikudaginn 26. nóvember sýndi ég samnemendum það sem ég kann á EndNote. Ég sýndi meðal annars hvernig á að skrá heimildir handvirkt og hvernig hægt er að „exporta“ heimildum frá leitir.is og ýmsum gagnasöfnum yfir í Endnote. Gagnasöfnin eru:
Svo gleymdi ég SAGE journals http://online.sagepub.com/ þar er líka hægt að gera þetta, það þarf að opna greinina fyrst, svo eru hlekkir hægra megin undir „Services“ og þar er hægt að velja „Download to citation manager“ og þá opnast síða og hægra megin hjá henni er listi yfir forrit og þar á meðal EndNote og þá er smellt á það.
Það eru örugglega einhver fleiri gagnasöfn sem hægt er að gera þetta í
Ég sýndi líka hvernig á að ná í heimildirnar inni í Word og hvernig þær mynda sjálfkrafa heimildaskrá.
Það eru til góðar leiðbeiningar á netinu fyrir EndNote og eru hlekkir hér fyrir neðan sem leiða þangað, líka fyrir íslenska APA 6th staðalinn.
Upptakan er hér á vefnum, svo það er um að gera að horfa á hana, hægt að setja á pásu meðan verið er að prufa hlutina, það eru líka upptökur hjá RANNUM sem eru kannski betri 😉
Það er um að gera að nota Gagnfræðakverið og/eða yfirlitstöfluna sem er hér neðst til að sjá hvaðað upplýsingar þurfa að koma fram í það og það skiptið. Það þarf oft að fara yfir heimildir sem eru „exportaðar“ því stundum eru titlar í HÁSTÖFUM og það má ekki vera svoleiðis.
Það vantar framan á hann, þar sem ég var að skrá heimild handvirkt. Það eru líka leiðbeiningar um það hjá RANNUM.
- Hér eru leiðbeiningar frá RANNUM um EndNote
- Hér er hægt að sækja APA 6th á íslensku
- Yfirlitstafla fyrir heimildaskráningu
Ég vona að þetta gagnist einhverjum J
Takk fyrir veturinn
Kv.
Guðrún Ben.