Umfjöllun og fyrirlestur um ADHD fullorðinna námsmanna
Ég er þeirrar skoðunar að allir geti lært. Í mínum huga á nám að vera jákvæð upplifun. Það hefur oft verið sagt við mig í gegnum árin að sumir geti einfaldlega ekki lært og að ég verði að horfast í augu við það. Því neita ég alfarið og ég leita allra leiða til þess að finna námi farveg. Það er þannig að margir vilja læra, en hafa ekki forsendur til þess á ákveðnum tímapunktum í lífi sínu. Margar ástæður eru fyrir því og hafa til að mynda rannsóknir á brotthvarfi nemenda úr námi reynt að festa hendur á því. Námsörðugleikar eru taldir upp sem ein ástæða þess og þar með talið ADHD.... Meira