Greinasafn fyrir merki: starfsþróun

Starfsþróun í sandkassa

20160928_174644
Í dag tókum við nokkur þátt í MegaMenntaBúðum . En Menntabúðir eða „Educamps“ eru leið til að skipulegga nám eða starfsþróun. Um er að ræða samkomu þar sem einhver hópur fólks kemur saman á sama stað og sama tíma til að læra hvert af öðru. Skipuleggjendur bjóða fólk velkomið og þátttakendur bjóða sig fram til að kenna öðrum – eða bjóða upp á umræðu um – eitthvað tiltekið efni. Þetta getur gerst nokkrum sinnum. Hópurinn safnast saman, fólk býður fram umræðuefni eða örkennslu og dreifist það um húsnæðið. Þeir sem ætla að kenna eða koma umræðum af stað koma sér fyrir á ákveðnum stað og þeir sem vilja taka þátt eða læra af þeim koma og fylgjast með og taka þátt eins lengi og þeir vilja, þangað til næsta tímabil byrjar, þegar hópurinn dreifist á nýja stað
20160928_174321... Meira