Nám í íslensku sem öðru máli hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Erlendir námsmenn á Suðurnesjum

MSS hefur boðið erlendu fólki upp á nám í íslenska sem öðru máli síðan 1997. Grunnáfangarnir eru fimm, námsefnið heitir „Íslenska fyrir alla“ og samanstendur af námsbók með textum og verkefnum auk hljóðefnis.

Miðstöðin stendur líka fyrir sérhæfðari íslenskunámskeiðum í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki.

Hjá MSS skipta nemendurnir mestu máli, þeim er mætt á þeirra eigin forsendum, tekið er tillit til aðstæðna og tungumálafærni. Þá veitir miðstöðin ráðgjöf og stuðning til náms og aðlögunar í nýju samfélagi.

Karlar Lesa áfram Nám í íslensku sem öðru máli hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Símenntunargeirinn

Hvar læra fullorðnir?

ATH þessi texti er samvinnuverkefni nemenda sem hafa sótt þetta námskeið undanfarin ár. Hann er lagaður og uppfærður að einhverju leiti af nemendum á hverju ári.

Hér finnur þú texta um alls konar staði þar sem fullorðnir læra. Fyrst kemur stuttur inngangur, síðan er langur listi með stuttum textum um alls konar staði þar sem fullorðnir læra saman.... Meira