Fundagerð 2. staðlotu 24. okt. 2016

Fundastaður:  Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Skipholti 50b  og Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð í Reykjavík

Fundatími:  Mánudagur 24. október kl 9-16

Dagskrá lotunnar:

  1. Kl. 9-9:30 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins – hlutverk og helstu viðfangsefni; Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri og Sigrún Kristín Magnúsdóttir, fulltrúi NVL og kynningarmál. FA
  2. Kl. 9:30 – 10  Hæfnigreiningar og námskrár fyrir markhópinn; Halla Valgeirsdóttir, námskrár og þarfagreiningar FA
  3. Kl. 10-10:15: Kaffi og spjall
  4. Kl 10:15-10:45 Kynning á raunfærnimati: Haukur Harðarson, aðferðafræði raunfærnimats  FA
  5. Kl. 10:45-11:15 Náms- og starfsráðgjöf; Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, aðferðafræði náms- og starfsráðgjafar og raunfærnits. FA
  6. Kl. 11:15-11:30 Umræður
  7. Kl. 11:30-12:10 Fjármögnun fullorðinsfræðslu ; Krístín  Njálsdóttir hjá Landsmennt.
  8. Hádegishlé
  9. Kl 13:15-14:30 Umræður um námskeiðið og hvernig gengur.

Fundagerð

photo-1

Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri  gerði góða grein fyrir tilurð og starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA). FA var stofnað af Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) árið 2002 og fór starfsemin af stað 2003.  Árið 2010 bættust Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í starfsemi FA.  Hlutverk FA er að vera samstarfsvettvangur þessara aðila um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtakanna. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Árið 2010 voru sett lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Markmið laganna er að mæta þörfum fullorðins fólks með stutta formlega skólagöngu að baki ásamt því að skapa svigrúm og úrræði til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu og hæfni starfsfólks.

Sveinn lagði áherslu á að frá upphafi hafi aðilar vinnumarkaðsins (ASÍ og SA) tekið ábyrgð og fullan þátt í að móta framhaldsfræðsluna. Þetta telur hann afar mikilvægt og skapi Íslandi sérstöðu meðal þjóða. Í dag eiga ASÍ og SA um 80% í FA og hinir aðilarnir skipta með sér 20% sem gerir það að verkum að aðilar vinnumarkaðarins eru enn ráðandi afl. 

Starfsemi FA byggir á þjónustusamningi við mennta – og menningamálaráðuneytið. Ríkið  veitir fjarmagni til reksturs FA til að sinna þeim verkefnum.  Einnig er fjármagni veitt í Fræðslusjóð til að standa straum af kostnaði við framhaldsfræðsluna þ.e. kennslu og námskeiðahald, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat.

FA er í samstarfi við Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar vítt og breytt um landið um faframkvæmd framhaldsfræðslunnar. En FA sér m.a.um að þróa og skrifa vottaðar námsleiðir, þróun raunfærnimats og þróun og utanumhald um náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna.

Sem dæmi um fleiri verefni eru EQM gæðavottun, Stiklur – námskeið fyrir kennara  NVL, IPA verkefni, Gátt – ársrit um framhaldsfræðslu o.fl. sjá meðfylgjandi glærur.

Sveinn leggur áherslu á að markmið 2020 sé að 90% fólks á vinnumarkaði sé með framhaldsskólamenntun.  Ef tekst að auka þátttöku fyrirtækja í framhaldsfræðslunni  mun það hafa mest áhrif á þessa þróun. Í dag er 28-30% fólks á íslenskum vinnumarkaði (25-64 ára)  með litla grunnmenntun.

Fleiri spennandi verkefni eru framundan hjá FA:  Rafrænt nám, raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins,  þekkingarsetur ferðaþjónustunna- grunnmenntun 22.000 manns á vinnumarkaði o.fl. sjá glærur.

Meðfylgjandi glærur Sveins

Sigrún K Magnúsdóttir fulltrúi NVL  Norrænt tengslanet um fullorðinsfræðslu, gerði grein fyrir þessu norræna verkefni sem nær til fullorðinsfræðslu á öllum photo-6stigum.

Halla Valgeirsdóttir fjallaði um námskrárgerð í framhaldsfræðslu með áherslu á starfstengdar námskrár. Hæfnigreining starfa er lögð til grundvallar námskrárgerðinni  – hvert er starfið – hver eru verkefnin – hvaða hæfni þarf  og hversu mikla.  Tilgangurinn er að þróa nýtt hæfnigreiningarferli til að styrkja grundvöll námskrárritunar og þar með tengsl náms og starfs , fá hagkvæmari og faglegri hæfnigreiningar, efla aðkomu hagsmunaaðila og auðvelda  skiptingu náms  á hæfniþrep.
 Sjá nánar á meðfylgjandi glærum.

Haukur Harðarson sér um þróun raunfærnimats hjá FA.unnamed
 Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunfærni einstaklingsins án tillits til hvar og hvernig hennar hefur verið aflað. Markmiðið er að einstaklingur fái viðurkennda þá þekkingu og hæfni sem hann býr yfir svo að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann kann. Raunfærnimat er ekki afsláttur af kröfum um hæfni og þekkingu. Allt nám er verðmætt og því mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Stefnt er að því að öll lönd Evrópu verði komin með virkt raunfærnimatskerfi árið 2018. Á Íslandi er virkt kerfi fyrir afmarkaðan hóp á afmörkuðum sviðum (markhóp FA).
Sjá nánar í glærum.

Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi FA gerði grein fyrir helstu verkefnum á hennar vettvangi. Lögð hefur verið áhersla á að ná til markhóps FA með náms- og starfsráðgjöf á vinnustað og hefur það reynst öflug aðferðafræði. Ráðgjöf í raunfærnimati  hefur aukist og er verkefnastjórnunin oftast í höndum ráðgjafa.
Sjá glærur
 
Kristín Njálsdóttir hjá Landsmennt kom sagði frá  starfsmenntasjóðum.photo-3
 Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins (SA ) og verkafólks á landsbyggðinni innan 16 verkalýðsfélaga sem aðild eiga að Starfsgreinasambandi Íslands (SGS).
Ríkismennt er þróunar- og símenntunarsjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands.
Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðafyrirtækja.
Sveitamennt er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitafélaga á landsbyggðinni innan aðildafélaga Starfsgreinasambands Íslands.
Starfsmenntasjóðir starfa á grundvelli kjaphoto-1-1rasamninga. Allir sjóðirnir styrkja þjálfun og fræðslu og hafa sameinast um Áttina þar sem fyrirtæki geta með einni umsókn sótt um styrki í viðeigandi starfsmenntasjóð.

Eftir hádegishlé komu nemendur og kennarar saman á Menntavísindasviði og ræddu stöðuna á námskeiðinu. Kom fram að nemendur eru mjög ánægðir með námskeiðið en hafa mismikinn tíma fyrir námið.

Fleira ekki tíundað frá staðlotu 2.
Margrét S Sigbjörnsdóttir

2 thoughts on “Fundagerð 2. staðlotu 24. okt. 2016”

Skildu eftir svar