Heimurinn er flatur! | namfullordinna.is

Flat Earth eftir fellmekke.deviantart.com CC BY-NC-ND

Eitt fyrst a þema námskeiðsins kalla ég „Samfélag“ það snýst um samfélagslega merkingu og þýðingu náms fullorðinna. Til að byrja að pæla í því efni bið ég ykkur um að lesa þennan póst:

Heimurinn er flatur! | namfullordinna.is.

og snúa svoa aftur hingað og svara spurningunni sem ég varpaði fram…

Ætli hnattvæðingin hafi áhrif á Ísland, íslendinga og það sem íslendingar þurfa að kunna, geta og vilja?

Ræðum spurninguna hér frekar en á aðal vefnum 😉

13 thoughts on “Heimurinn er flatur! | namfullordinna.is”

 1. Pingback: Ekonomia
 2. Ég tel að hnattvæðing hafi áhrif hér á landi sem og annars staðar. Áhrifin hafa kannski mismikla þýðingu fyrir fólk. Það eru ekki allir sem geta nýtt sér aukna hnattvæðingu eða vilja til þess. Aukin hnattvæðing opnar óneitanlega ýmsar leiðir og möguleika er varða samskipti og samkeppni milli einstaklinga og hópa. Auðveldar fólki einnig að sækja menntun og störf í öðrum löndum en sínu heimalandi. Þú getur búið í einu landi og unnið í öðru án þess að þurfa ferðast reglulega á milli landanna. Slíkt hýtur að kalla á auknar kröfur um menntun.

 3. Íslendingar voru afar einangraðir öldum saman – flestir áttu þess ekki kost að sjá út fyrir landsteinana vegna fátæktar og lélegra samgangna. Það hafði sína kosti – kannski myndu ekki allir kalla það kosti en við eigum þó okkar eigið tungumál vegna þessa. Það er ekki spurning að ef við hefðum verið 50.000 – 300.000 manna þjóð í návígi við aðrar þjóðir og tungumál, hefðum við fyrir löngu tapað okkar. Hnattvæðingin hefur frelsað okkur frá einangrun og við finnum ekki tilfinnanlega fyrir því að vera á eyju í norðurhöfum, nema ef það skyldi vera vegna efnahagsástans landsins en það hefur ekkert með hnattvæðingu að gera. Hún hefur veruleg áhrif á daglegt líf okkar og skapar ný og spennandi tækifæri. Fyrirtæki stunda atvinnustarfsemi um allan heim og fólk flytst til annarra landa, bæði til mennta og til að sækja atvinnu. Menn jafnvel hafa búsetu á Íslandi og vinnu í Noregi, Grænlandi eða hvar sem er. Við getum haft samskipti við einstaklinga um allan heim án teljandi vandræða, kynnumst mörgum hlutum, og getum aflað okkur upplýsinga um svotil hvað sem er í gegnum Netið. Við lifum á miklum breytingatímum og ábyrgð okkar er mikil í þessu sambandi – hvernig við höndlum þetta tækifæri bæði sem einstaklingar og þjóð – við getum ekki bara valið það besta og svo hafnað skyldum sem fylgir að vera þjóð meðal þjóð – allt er opið – Við þurfum að hafa skoðun, hvert og eitt. Það er vandaverk og okkar verk eiga eftir að hafa áhrif um ókomna tíð.

 4. Hnattvæđing eđa globalization hefur klárlega haft sitt ađ segja hèr á okkar litlu eyju. Sìmenntun og endurmenntun hefur aukist og ekki er lengra sìđan en viđ gerđ Kárahnjùkavirkjun ađ flytja þurfti nokkuđ mikiđ erlent vinnuafl til landsins til ađ fá bæđi þekkingu sem og mannafla. Þađ tel èg skýra mynd af hnattvæđingu. Landamæri verđa òljòsari og krafa um þekkingu og reynslu hefur aukist. Það er ekki lengur nóg að kunna ađeins það sem við lærđum ì grunn- og framhaldsskòla, hnattvæđingin kallar á meira. Hùn virkar lìka á hinn bòginn þ.e ađ Ìslendingar fara erlendis til starfa, hvar sem er ì heiminum.

 5. Það sem ég sé í þessari hnattvæðingu er að fólk er ekki endilega bundið við stað og stund þegar það stundar vinnu. Fólk getur verið statt heima hjá sér og unnið hjá fyrirtækjum hvar sem er í heiminum. Þetta eykur atvinnutækifærin. Alþjóða fyrirtæki og stórfyrirtæki eru í auknum mæli að útvista verkefnum. Þjóðir sem hafa yfir að ráða vel menntuðu vinnuafli hafa þarna gott tækifæri til að taka að sér slík verkefni. Það leiðir til hagvaxtar og fjölgar atvinnutækifærum. Einstaklingurinn er heldur ekki bundinn átthagafjötrum. Því er augljóst að menntun allt lífið skiptir meginmáli.

 6. Að sjálfsögðu hefur hnattvæðingin áhrif á Ísland og Íslendinga. Fólk flytur hingað til að vinna og nema, Íslendingar flytja utan til náms og vinnu. Við erum í samkeppni við útlendinga um vinnu hér heima og Íslendingar eru vinsælt vinnuafl, t.d. í Noregi. Eftir hrun hafa margir Íslendingar flutt úr landi til að freista gæfunnar. Verkstjóri nokkur í frystihúsi segist aðeins ráða Pólverja til vinnu, vegna þess að þeir komi, vinni og fari. Ég hef heyrt talað um að margir útlendingar, þar á meðal Pólverjar eigi í erfiðleikum með að fá menntun sína viðurkennda hér og fá störf í samræmi við hana. Ég velti því fyrir mér hvort Íslendingar lendi í því sama á erlendri grundu. Ég hef reyndar ekki heyrt af því. Ég býst við að áhrifa hnattvæðingarinnar gæti enn meira ef við göngu í Evrópusambandið, þá verður landið miklu opnara, býst ég við, a.m.k. fyrir fólki frá öðrum Evrópusambandslöndum og það væntanlega fær menntun sína metna hér.

  1. Dóttir mín bjó í Noregi – hún fékk ekki vinnu sem kennari eins og Íslendingar í Noregi höfðu þó fullyrt. Hún fékk að lokum vinnu eftir hálft ár á leikskóla sem forfallamanneskja en fékk M.Ed. gráðuna viðurkennda.

   1. Leiðinlegt að heyra Kristin en mig langar ađ spyrja hvort dóttir þín hafi haft góða norsku kunnāttu, talandi sem skrifandi? Þađ vissulega hefur mikiđ ađ segja varđandi samkeppnishæfni ā markaðinum.

 7. Hnattvæðingin eykur auðvitað samkeppni milli einstaklinga á vinnumarkaði, líkt og Friedman talar um að í þriðju hnattvæðingunni eru einstaklingarnir keppinautar. Ég hefði haldið að kröfurnar um menntun aukist og að mun fleiri muni sækja fullorðinsfræðslu. Ekki bara kröfur atvinnulífsins heldur verður fullorðinsfræðsla mun dýrmætari til þess að einstaklingarnir verði samkeppnishæfir á vinnumarkaði. Fullorðinsfræðsla og endurmenntun mun því væntanlega verða mun stærra batterý í framtíðinni.

  1. Hnattvæðing hlýtur að hafa þau áhrif að atvinnumöguleikar okkar aukist. Ég held að við þurfum að hugsa út fyrir rammann. Ég skil hugtakið „heimurinn er flatur “ sem svo að það ríki engin landamæri lengur, engin mörk. Við þurfum ekki lengur að fara þangað sem vinnuna er að finna. Við störfum hvar sem við viljum þaðan sem við viljum.

 8. Nú vona ég að jörðin sé hnöttur enn og að hinn hlutlægi veruleiki sé nokkuð stöðugur. En þó ekki. Spor (kámugt far) mannsins í vistkerfinu virðist ekki minnka samfara aukinni umhverfisvitund. Mun það ekki ógna alþjóðavæðingunni með tímanum?
  Gott og vel. Snýst upphaflega spurningin ekki um aðgang að auknum atvinnutækifærum vítt og breitt um heiminn? Ég myndi halda að þeir sem geti helst nýtt sér þessi tækifæri um þessar mundir séu þeir sem hafi þekkingu á afmörkuðum sviðum s.s. tölvutækni, heilbrigðisgeira, iðn, tungumálum … Gott dæmi er úr flugmennsku, en flugmenn og flugvirkjar fara reglulega á milli landa í vinnu. Það er mjög svo alþjóðlegur bransi og gerir það að verkum að þeir geta búið á Íslandi en unnið í öðrum löndum – vinnuaflið og þekking innan stéttarinnar er hreyfanleg. Sama á við um t.d. smiði sem vinna í Noregi en fljúga svo reglulega heim til Íslands. Svo eru aðrir sem eru svo sérhæfðir að þeir verða að flytjast alfarið til stærri samfélaga til að fá vinnu, t.d. sérfræðingar í heilbrigðisgeiranum, og geta þar með ekki búið eða unnið á Íslandi.
  En hvað með samkeppnishæfni íslensks samfélags í alheimssamfélaginu sem slíku? Hún veltur auðvitað á vel menntuðu fólki, einstaklingum sem geta brugðist við örum breytingum, sé sveigjanlegt í aðstæðum, komi auga á tækifæri og nýtt þau. Þar ber að minna á að einkafyrirtæki verða í auknum mæli alþjóðleg með útbú hér og þar um heiminn, sbr. áliðnaðinn.
  Þorvaldur.

 9. Ég held að hnattvæðingin hafi áhrif á okkur öll, sama hvort við erum Íslendingar eða eitthvað allt annað. Spurningin er kannski frekar að hve miklu leyti hún hefur áhrif. Það er örugglega misjafnt, bæði hér á landi og annars staðar, hversu mikið einstaklingar vilja horfa til heimsins í heild sinni en ég held að á hvaða sviðum sem við störfum innan þá horfum við víðar en bara á það sem er að gerast á Íslandi og það hefur áhrif á það sem við kunnum, getum og viljum. Heimurinn er sannarlega flatari hvað öll samskipti varðar og þannig opnast okkur nýjar leiðir.

Skildu eftir svar