Ég var að hlusta á þetta myndskeið um uppbyggingu heilans. Þið gætuð haft gaman að því líka. Eitt af því sem er vert að skoða þegar við spáum í nám fullorðinna er einmitt margt af því sem heilarannsóknir eru að leiða í ljós. Í því samhengi þykir mér athyglivert bæði hversu oft heilrannsóknirnar leiða í ljós atriði sem hafa verið þekkt í kennslufræðinni jafnvel í hundruðir ára, sem upplýsingar um virkni heilans sem koma á óvart. Það er alveg þess virði að kíkja af og til á TED og slá inn leitarorðinu „brian“ því þau eru nokkuð mörg myndskeiðin sem fjalla um þetta, OG þemað er miðlægt á þessu námskeiði.
One thought on “Heilinn…”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
TED.com er afar góður námsvefur. Þetta myndskeið um heilann er mögulega gott innlegg í pælingar um hvað virkar í kennslu eða hvað ekki virkar á nemendur. Það var þó ekki síst áhugavert að sjá hve lítið er vitað um heilastarfsemina (mörg grá svæði ólituð enn sem komið er). Svona er það nú.