Punktar úr viðtalinu við Árna formann SFR

 

Nokkrir mjög hráir punktar úr viðtalinu, vonandi gagnast þeir einhverjum 😉

 • Byrjaði sem starfsnám fyrir stuðningsfulltrúa,  hærri laun fyrir þá sem fara í þetta nám
 • Það sem fær stéttarfélög til að styðja við aukna menntun félagsmanna sinna. 11% með háskólamenntun.
 • Þurfa að sækja sér sí og endurmenntun þeir sem ekki gerðu það í tölvuþróuninni hafa orðið eftir, dregist afturúr
 • Hefur orðið erfiðara fyrir félagsmenn að fá leyfi til að sækja sér endurmenntun

Félagsliðar verða dýrari starfskraftar. Stofnanir sem þeir vinna á þurfa að spara.  Á ekki að koma í bakið á starfsmönnunum.

 • Ófaglærðir ráðnir í stað sjúkraliða, ódýrari starfskraftar
 • Vantar einhvern hlekk í keðjuna hjá atvinnuveitendum eða stjórnendum stofnana.
 • Áskoranir stéttarfélaganna varðandi sí-og endurmenntun. Hugsa málin uppá nýtt eftir lægðina 2008 að námið verði ekki tilviljanakennt, þróa betur raunfærnimat fyrir ríkisstofnanir
 • Nám skilar minni hækkun í launaumslagið en áður. Þeir sem nýta sér að fara í nám eða eru með það fyrir fá það metið hjá ríkisstofnunum.
 • Reikspölur- varð til þess að margir byrjuðu í námi og tóku svo næsta skref og héldu áfram í námi.
 • Hefur verið rætt um að koma starfsþróunaráætlun inn í fyrirtæki og stofnanir.
 • Stofnun- fyrirtæki þarf að spyrja sig: Hvernig á að koma því í framkvæmd inni í stofnununum? Hvers konar vinnuafl þarf ég, hvað hef ég núna og hvaða starfsþróunaráætlun þarf ég að hafa til þess að hafa það starfsfólk sem ég þarf?
 • Systurfélög í nágrannalöndunum er með meira af háskólamenntuðum innan sinna vébanda.
 • Hvernig getum við gert störf hjá ríkinu eftirsóknarverð fyrir ungt fólk?
 • Einsetja sér að ná auknum hækkunum fyrir háskólamenntaða. Sömu laun fyrir háskólamenntaðan í SFR og BHM
 • Hvernig er hægt að auka hvata fyrir fólk að sækja sér starfsmenntun? Launa það og búa til símenntunar-og endurmenntunaráætlun fyrir hvert og eitt starf.
 • Verið er að háskólavæða störf. T.d. er mikið verið að ráða viðskiptafræðinga sem gjaldkera.

7 thoughts on “Punktar úr viðtalinu við Árna formann SFR”

 1. Það sem væri spennandi fyrir starfsfólk hjá hinum opinbera væri að það væri gerður starfsþróunarsamningur við starfsmenn. Mannauðsstjóri sæi svo um að halda utan um þetta. Það eru mörg fyrirtæki erlendis sem hafa þennan hátt á. Sum stórfyrirtæki reka jafnvel eigin háskóla.

 2. Mér finnst áhugavert í þessu viðtali er tvennt. Annars vegar að það virðist vanta töluvert upp á að stofnanir séu með virka endurmenntunaráætlun. (Dæmi: Skv. kjarasamningi kennara eiga þeir að sinna ákv. endurmenntun á ári, en á mínum kennsluferli hef ég ekki orðið vör við að því sé sinnt (nema fólk sé t.d í mastersnámi)). og hins vegar þessi vinkill að stuðningsfulltrúar, félagsliðar, sjúkraliðar séu síður ráðnir því þeir „kosta meira“. Þetta þekki ég úr skóla, að tvær konur, á miðjum aldri menntuðu sig sem stuðningsfulltrúa eftir að hafa sinnt starfi skólaliða. Þær fengu ekki ráðningu við stofnunina sem stuðningsfulltrúar, þó þar hafi þær verið hvattar til að mennta sig. Ráðnir voru yngri, ófaglærðir einstaklingar.

  1. Ég tel skort á endurmenntunaráætlunum vera til kominn vegna þess að um leið og þú ferð að gera kröfur til starfsfólks að það sinni endurmenntun verður þú að setja inn fjármagn. Hjá okkur kennurum hefur alltaf verið skilgreindur ákveðinn tími sem við eigum að nota til endurmenntunar og eru það m.a. 2 vikur að sumri. Kennarar þurfa hinsvegar að fjármagna þetta sjálfir og geta svo sótt um styrk hjá KÍ. Þetta er eins og með allt annað, sumir eru mjög virkir og sinna endurmenntun ár eftir ár á meðan aðrir gera það ekki. Það er synd að fólk skuli ekki sinna þessu því að þetta er réttur okkar en ekki kvöð eins og svo margir virðast halda.

   1. Hvað er það sem hvetur kennara áfram að sækja endurmenntun? Þá er ég að hugsa um þennan punkt að kennarar líti á endurmenntun sem kvöð sem þarf að uppfylla vegna þess að það stendur í kjarasamningum okkar. Síðan má líka velta fyrir sér eftirfylgninni. Ef ég sinni aldrei endurmenntun (af því að ég tel mig ekki þurfa þess), kemst ég þá upp með það ?
    Hvað finnst ykkur ?

    1. Þú gætir komist upp með það að sinna ekki endurmenntun en hvar væri þá starfsánægjan. Það er líka ánægjulegt að vera framarlega í sínu fagi. Stöðnun hlýtur að vera ákaflega leiðinleg. Sem betur fer eru flestir kennarar tilbúnir að endurmennta sig.

Skildu eftir svar