Kynning á námsritgerð

Námsritgerðin „“Ég vil vera ég“ upplifun fullorðinna innflytjenda í íslenskunámi sínu hérlendis.“ eftir Selmu Kristjánsdóttur, finnst mér mjög áhugaverð.  Þar eru birtar niðurstöður rannsóknar á aðlögun innflytjenda að samfélaginu og hvaða þættir það eru sem hafa áhrif.  Og fyrir okkur sem erum að lesa kennslubók námskeiðsins, þá er þarna mjög aðgengileg umfjöllun um  módel Knowles, kenningu Bourdieu og þríliðanámskenningu Illeris.   Hvet ykkur eindregið til að lesa.

 

One thought on “Kynning á námsritgerð”

  1. Athyglisverð kynning og takk fyrir að benda á þessa ritgerð. Þessi umfjöllun veitir manni góða innsýn inn í líf innflytjenda en margir þeirra mæta á námskeið hjá mér. Þá eru þeir yfirleitt komnir betur inn í samfélagið og tungumálið. Yfirleitt eru í dag a.m.k. einn ef ekki fleiri innflytjendur á námskeiðum í fullorðinsfræðslunni. Þetta eru námskeið sem eru skipulögð fyrir fullorðna námsmenn almennt en ekki sérstaklega fyrir innflytjendur.

Skildu eftir svar