Kynning á bók. Lífsfylling-nám á fullorðinsárum eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur

Lífsfylling, nám á fullorðinsárum.  Kristín Aðalsteinsdóttir.

Aftan á bókinni kemur fram að henni er ætlað að auka skilning nemenda og kennara á þörfum nemenda í framhaldsnámi í háskóla. Hún fjallar í raun um rannsókn sem höfundundurinn gerði á námi á fullorðinsárum. Viðmælendur höfðu allir lokið meistaranámi í menntunarfræðum í háskólum bæði hérlendis og erlendis.

Bókin skiptist í tíu kafla. Fyrstu fjórir kaflarnir eru nokkurs konar kynning á efni bókarinnar. Í framhaldinu er farið í gegnum nám á fullorðinsárum, kennslu fullorðinna, áhugahvöt, líðan, leiðbeinandann, síðasti kaflinn segir frá að námi loknu. Kaflarnir eru byggðir upp á líkan hátt, vitnað til einhvers viðmælanda, fræðileg umfjöllun um þátt hvers kafla, vitnað í viðmælendur og í lokinn er samantekt.

Í innganginum er tæpt á ákvörðun fólks að fara í framhaldsnám, þeim þáttum sem nám er háð, hvað nám felur í sér, átök, streitu og ánægju.

  1. kafli fjallar um háskóla, lög um háskóla, menntun sem þeir veita og hvernig kennslan fer fram, það er í námskeiðum sem eru metnar í stöðluðum námseiningum (ETC). Skipulagi náms í háskólum á Íslandi gerð skil sem og fjölda þeirra sem brautskráðust með meistaragráðu úr íslenskum háskólum á árunum 1995 – 2009 skipt eftir kyni. Einnig gerð grein fyrir fjölda þeirra sem luku meistaraprófi í menntunarfræðum á Íslandi á svipuðum árafjölda og skipting eftir kyni.
  2. kaflinn fjallar um aðdraganda rannsóknarinnar, löngun höfundar til að skilja betur hvers vegna fullorðið fólk fer í framhaldsnám. Höfundur setur fram þrjár spurningar sem fjalla um hvað veldur því að fólk fari í framhaldsnám, reynslu af framhaldsnámi og hver ávinningur fólks er af framhaldsnámi. Farið er yfir framkvæmd rannsóknarinnar, hvernig höfundur fann viðmælendur, fjölda þeirra, menntun, stöðu og aldur.

Í 4. kafla er dregin upp nákvæmari mynd af viðmælendum.

  1. kafli heitir: Heitir nám á fullorðinsárum. Þar er fjallað um fullorðna einstaklinga og þá reynslu og þroska sem fullorðið fólk ber með sér. Lýsingu námsferla samkvæmt kenningum. Að nám sé heildrænt ferli sem taki tillit til fjölda þátta í fari einstaklinga líkamlegra sem og andlegra. Að nám eigi sér stað bæði meðvitað og ómeðvitað. Einnig að námsferli barna og fullorðinna sé ólíkt í félagslegu samhengi. Talað er um minni og skilning, skynminni sem tekur á móti upplýsingum og ákveður hvað eigi að gera við þær, vinnsluminni taki bæði á móti upplýsingum og vinni úr þeim og langtímaminni geymi upplýsingar. Skilningur felist í að ná tökum á upplifun, hugmyndum eða staðreyndum allrar vitneskju sem fengist er við og með auknum aldri sé erfiðara að ná fram upplýsingum. Þó nokkur umfjöllun er um nám á fullorðinsárum sem fræðigrein. Þar kemur fram að engin ein skilgreining eða kenning sé til sem skýrir það sem vitað er um nám fullorðinna. En margar tilgátur og kenningar settar fram og er í kaflanum sagt frá hugmyndum Knowles um nám á fullorðinsárum eða „andragogy“ sem skiptist í: Þörfna fyrir að vita og skilja, sjálfsmynd námsmannsins, mikilvægi reynslunnar, viljann til að læra, afstöðu til námsins og áhugahvöt. Einnig er sagt frá fjórum forsendum Knowles um menntun fullorðinna á jafnréttisgrundvelli það er, breytingar á hugmyndum um sjálfið, hlutverki reynslunnar, viljanum til að læra og stefnumörkun í námi. Síðan er umfjöllun um nám og tilfinningar, skoðaðar hugmyndir Rogers í ljósi kenninga Mezirow um umbreytandi nám (transformative learning theory) Í lokin er farið yfir svör viðmælenda í tengslum við umfjöllunarefni kaflans. Í kaflanum er vitnað í marga fræðimenn einsog Jarvis, Tight, Dewey, Merriam og Caffarella og fleiri.
  2. kaflinn er helgaður kennslu fullorðinna. Hlutverk kennara að það hafi breyst í gegnum árin frá því að hafa verið í fyrirlestrarformi yfir í fjölbreytileika. Að fleiri en einn geti þurft að koma að kennslunni en áður. Kröfur hafi aukist til muna og einn kennari geti átt erfitt með að sinna þeim öllum, þá komi einnig til teymisvinna meðal kennara og samvinna kennara og nemenda sé meiri en áður. En áhersla er lögð á að kennarar þurfi að þekkja þarfir nemenda sinna og komi til móts við óskir þeirra um aukna þekkingu. Einnig mikilvægt að bera virðingu fyrir nemendum, áhuga þeirra, tilfinningum og næmni. Mikið vitnað til Knowles, Merriam og Caffarella í kaflanum. Undir lok kaflans er fjallað um námskenningar að þær séu settar fram af fræðimönnum til að bæta sýn á námsferlið, skilgreinga nám tilgang þess og hlutverk kennara. En að síðustu er vitnað til viðmælenda um kennslu og kennsluaðferðir.

 

  1. kaflinn erum áhugahvöt. Áhugahvöt er ekki eitthvað eitt heldur sé hún undir hverjum og einum komin og háð reynslu sem hver einstaklingur býr yfir, það er áhugahvöt og kraftur hvers og eins. En til þess þurfi einhver tilgangur eða ástæða að vera til að stefna að einhverju ákveðnu markmiði eða verki. Talað er um að innri áhugahvöt vakni vegna eðlislægrar þarfar fyrir að eflast, þroskast eða læra og ytri áhugahvöt vakni vegna umbunar sem komi í kjölfarið svo sem vilja gera öðrum til hæfis, komast hjá refsingu, fá hærri einkunn að hærri laun. Einnig er komið inn á hvers vegna fullorðið fólk fari í nám og vitnað til Merriam og Caffarella um sex ástæður, félagsleg tengsl, ytri væntingar, félagsleg velferð, faglegar framfarir, vitsmunalegur áhugi. Sagt er frá hópaskiptingu fullorðinna námsmanna eftir því námi sem þeir veldu sér, talað er um þrjá hópa, listir og tómstundir, persónulegan þroska og faglegt nám. Vitnað er í svör viðmælenda um ofangreinda þætti ásamt fyrra námi þeirra og reynslu, lífsfyllingu, faglega styrkingu, þreytu í starfi og stuðning fjölskyldu.

Í 8. kafla er talað um líðan. Farið er inn á tilfinningar í fræðilegri umfjöllun, tilgang þeirra, að tilfinningar séu meðal annars grundvöllur félagslegra samskipta, þær örvi og viðhaldi hegðun í félaglegu samheng iog stuðli að því að fólk hafi stjórn á ástandi eða fari frá því. Í samhengi rökhugsunar og tilfinninga er talað um að skynsemi byggi á rökhugsun en tilfinningar taldar óæðri og komi skynsemi lítið við. Að hugmyndir um kennslu og nám falli að hugmyndum um skynsemi en tilfinningar séu fyrirstaða, geti í besta falli verið áhugahvati. Einnig er umföllun um streitu og álag. Að streita geti haft mikil áhrif á aðstæður og líf fólks ásamt þeim verkefnum sem það sinnir. Streitu fylgi álag og óþægindi, sé neikvætt tilfinningalegt og líffræðilegt ástand sem geti átt sér stað þegar fólk tekst á við aðstæður í sem skaða eða ógna daglegu lífi. Birtingarmynd streitu geti verið með ýmsu móti en læra megi að takast á við hana og stjórna. Í kjölfarið er vitnað til viðmælenda varðandi ánægju, álag og streitu. Vitnað er til margra fræðimanna í kaflanum, má þar nefna Kristján Kristjánsson, Dirkx, Jarvis, Hewitt, Platón, Goleman og fleiri.

  1. kaflinn er um leiðbeinandann. Vitnað er í nokkra fræðimenn, McIntyre, Daloz, Heron og fleiri á mismunandi sýn þeirra á hlutverk leiðbeinandans. Einnig er fjallað um hvað leiðbeinandi þurfi að hafa til að bera til að geta verið góður leiðbeinandi, meðal annars að hann þurfi að vera í góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi. En ýmislegt getur haft áhrif á leiðbeinandann eins og annað fólk svo sem streita, ótti, ánægja eða utanaðkomandi truflanir. Vitnað er í svör viðmælenda um leiðbeinendur þeirra og eru svörin misjöfn.
  2. kaflinn og jafnframt sá síðasti er um að námi loknu. Talað er um þær breytingar sem verða á fólki meðan á námi stendur og vitnað í Jarvis, Merriam og fleiri því til stuðnings. Meðal annars kemur fram að sumt fólk beytist meira en annað þegar líða fer á ævina en ekki ljóst hvers vegna svo sé. En fleira komi til eins og umhverfi, erfðir og eigin virkni og það hafi mest að segja um persónulegar breytingar á lífsháttum fólks. Einnig er umfjöllun um sjálfsvitund fólks og að hún mótist meðal annars í félagslegu samhengi. Að fólk hafi missterka sjálfsvitund, sterk sjálfsvitund auðveldi fullorðnu fólki varðandi nám. En að sama skapi geti nám leitt til aukins sjálfstrausts og sjálfsvitundar fólks. Í lok kaflans er vitnað í svör viðmælenda.

Í bókinn er mikið vitnað í fræðimenn og sérstaklega mikið í Merriam og Caffarella en heimildaskrá bókarinnar nær yfir rúmar 9 blaðsíður.

Kristín Gunnarsdóttir.

 

4 thoughts on “Kynning á bók. Lífsfylling-nám á fullorðinsárum eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur”

  1. Takk fyrir þessa kynningu Kristín. Ég hafði mjög gaman af því að lesa þessa bók, ein af þessum sem gott er að hafa á náttborðinu 🙂 Það hjálpaði mér að hafa lífssögur fólks til að lýsa og átta sig betur á þeim kenningum sem fræðimenn hafa sett fram um nám fullorðinna og við höfum verið að fjalla um á þessu námskeiði. Sögurnar eru ólíkar og ástæður þess að fólkið fer í nám líka en það er þessi þroski og breytingar sem verða í kjölfarið sem einkennir alla námsmennina og er áhugaverð.

Skildu eftir svar