Verkefni: Hvar læra fullorðnir á Íslandi?

Skrifum saman Wiki

Eitt markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur skapi sér yfirlit yfir sviðið sem hugtakið „Nám Fullorðinna“ dekkar. Spurningar eins og: „Hvar læra fullorðnir?“, „Hvar er boðið uppá nám fyrir fullorðna?“, „Hverjir bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna?“ og …. „Hvers vegna?“ gætu eðlilega skotið upp kollinum.

Fyrsta sameiginlega verkefni okkar gengur einmitt út á það að þið hjálpist að við það að finna út hvar fullorðnir læra og hverjir bjóða upp á nám fyrir fullorðna, sem sagt að kortleggja vettvanginn.  Þið njótið góðs af vinnu forvera ykkar, því í hitteðfyrra byrjuðu nemendur á sama verkefni og það liggur hálfnað hér á vefnum…

Þið finnið á vefnum svo kallaðar Wiki síður þar sem allir geta skrifað á sömu síðuna og breytt henni. Og málið er að prófa sig áfram með að skrá inn það sem ykkur dettur í hug, næsti kemur, bætir við, færir til, lagar, leiðréttir, o.s.frv. þangað til við erum komin með mynd sem okkur líst nokkurnvegin á.

Á staðlotunni munum við svo taka þessa mynd fyrir og vinna áfram með hana.

Notið netið og aðra miðla til að finna út allt sem þið getið um fullorðinsfræðslugeirann á Íslandi, og skráið ykkar niðurstöður hér: https://fullordnir.namfullordinna.is/wiki/simenntunargeirinn/

4 thoughts on “Verkefni: Hvar læra fullorðnir á Íslandi?”

    1. Já ég hef sett aðeins inn um lögin og lagað textann um starfsendurhæfingu Elín Oddný. Í textanum sjálfum eru svo athugasemdir sem hægt er að vinna með (oftast skrifað með stórum stöfum) en þeir sem áður hafa skrifað hafa bent á hvar vantar að bæta við!

Skildu eftir svar