Leiðtogar í námi og fræðslu

Fólk sem velur það að leggja stund á meistaranám eða tekur námskeið á meistarastigi gerir það gjarnan vegna þess að það er komið í starf eða vill komast á þann stað þar sem það hefur með hendi hluta leiðtoga. Hvort sem það er sem leiðtogi í námi nemenda á tilteknu námskeiði, eða leiðtogi við breytingar á vinnustað eða þá leiðtogi fyrir þá sem finnst tiltekið viðfangsefni skipta máli og vilja þroskast á því sviðí.

Vefurinn – eins og hann er orðinn í dag – gefur leiðtogum ótrúleg verfæri í hendurnar sem leiðtogi getur notað til þess að styðja við hóp sem hefur áhuga á eða þarf að vinna að ákveðnu hugðarefni.

Sjá nánar um leiðtogahlutverkið, tækifærin og leiðir í þessu erindi:

Bókina Tribes og meira efni má finna auðveldlega með því að slá in nafn Seth Godin og Tribes í leitarvél

Þess vegna vel ég verkfæri og vinnulag á þessu námskeiði sem nýtast vel fyrir slíka leiðtoga, og með því að hluti verkefnaskila felst í því að búa til og birta efni með slíkum verkfærum sem eru jafnvel opin fyrir almenning, þykist ég vera að bjóða þátttakendum upp á tækifæri til að þroska það sem til þarf og til að komast yfir þröskuld sem við þurfum oft að glíma við þegar við viljum gera eitthvað nýtt.

Skildu eftir svar