Námskeiðið hefst 1. september 2016

Námskeiðið „Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra“ hefst á netinu 1. september. 2016

Námskeiðið fer fram með „blönduðu formi“ þar sem skiptast á staðlotur, stuttir fundir og samvinna á vefnum. Námskeiðið hefst 1. september. Þá munu birtast á þessum vef  stutt verkefni sem þátttakendur eru beðnir um að byrja að vinna. Við munum svo ræða saman á veffundi kl. 15:00  þann 6. september. Þátttakendur taka þátt í gegnum tölvuna sína í beinni útsendingu yfir vefinn.

Við hittumst síðan í heilan dag á staðlotu mánudaginn 12.september, kl. 8:20-14:50. Síðan fylgja reglulegir fundir. Það verður samkomulag okkar hvernig skiptist á samvinna á staðnum og  í beinni útsendingu á vefnum.

Miklu máli skiptir að mæta í staðloturnar tvær. Þar verða teknar sameiginlegar ákvarðanir um námskeiðið og þátttakendur vinna saman með innihald námskeiðsins. Á milli funda og staðlota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins.

Þessi vefur verður námskeiðsvefur námskeiðsins og eru nemendur beðnir um að skrá sig sem notendur á hann.

Á námskeiðinu notum við sama vefinn í nokkur skipti, það safnast saman efni frá nemendum og kennurum, sem kemur næsta hóp vonandi að góðum notum. Skoðaðu endilega vefinn og kynntu þér efnið. Við hittumst svo 1. september á stuttum fundi til að hefja námskeiðið og samvinnuna.

Sjá námskeiðslýsingu fyrir árið 2016

Yfirlit yfir skipulag námskeiðsins kemur á vefinn í kring um 18. ágúst. En endanlegt fyrirkomulag verður ákveðið á fyrstu staðlotu.

Skildu eftir svar