Hvers vegna fullorðinsfræðsla?

Miðvikudaginn 21. september áttum við fund þar sem viðfangsefnið var ástæður fyrir fullorðinsfræðslu. Við byrjuðum með spurninguna: Af hverju er boðið uppá fullorðinsfræðslu. Þátttakendur ræddu þessa spurningu í tveimur hópum. Annar á vefnum og hinn í kennslustofunni. Hér er hugarkort sem varð til í gegnum þessar umræður.

af-hverju-er-bodid-upp-a-fullordinsfraedslu

Greinilegt er af hugarkortinu að þátttakendur voru mjög uppteknir af því af hvaða hvötum fullorðnir læra og leggja stund á nám alls konar. Og vissulega má segja að skipulagsheildir sem bjóði upp á skipulagt nám fyrir fullorðna geri það til þess að svara þörf, mæta námsþörfum fólks. Og hugarkortið sýnir margt sem gott er að hafa í huga þegar maður reynir að sjá fyrir sér af hvaða hvötum fólk kemur á ráðstefnur eða námskeið.

Þetta er ein af þeim spurningum sem rannsakendur hafa rannsakað hvað mest á þessu sviði. Liggja margar greinar og bækur eftir þá. Hér er bloggfærsla í vinnslu um einmitt þessa spurningu.

Hin hliðin á spurningunni er „Hvers vegja ákveða skipulagsheildir að bjóða upp á nám og fræðslu?“ Hér er spurgt öðru vísi:

Hugmyndir að baki fullorðinsfræðslu

Af hvaða hvötum er boðið upp á
fullorðinsfræðslu? Af hverju ætli fyrirtæki, stofnanir, sveitafélög og ríki bjóði uppá, styðji við og jafnvel fjármagni alls konar nam fyrir  fullorðna.

Að baki því að einhver skipulagseining býður fólki upp á nám býr einhver hugmynd, hugmyndafræði, heimsmynd, og mannskilningur. Hér má sjá töflu sem prof. Jost Reischmann setti upp fyrir langa löngu:

 

Trúarleg

Frelsandi

Mannleg

Hagnýt

Miðlæg fullyrðing

Til að koma heiminum í lag (eins og skaparinn vildi
hafa það)

Nám er upphaf frelsisins (Skapa nýja heima)

Að þroska manneskjur heildrænt með öllum möguleikum

Leysa vanda

Höfundar

Comenius, Grundwig

Rousseau, Freire, Verkalýðsfræðsla

Rogers, Háskólanám

Mager

OECD / EU etc

Hugmyndir um kennarann

+ þjónn

– Móralisti

– Predikari

+ Frelsandi,
+ upplýsandi

– Lýðskrumari

+ Ráðgjafi,
+ „Auðveldari“ (Facilitator)

– Gúrú

+ Skipuleggjandi,
+ Kennari
– Tæknir

– Kerfiskarl

Vandamál

Leiðir stundum til predikana

Draga sig út úr heiminum

Gera fólk óánægt (með aðstæður sínar)


Einkavædd mannúð

(Philanthropsche privatheit)

Vandinn, áhrifavaldar eða markmið sem búa að baki fræðslunni
geta gleymst…

Umræðan um fullorðinsfræðslu sveiflast gjarnan milli ólíkra póla. Um þessar mundir er það kanski hagnýta sjónarhornið sem ræður ríkjum. Það má sjá í alls konar skýrslum og stefnuplöggum.

Skildu eftir svar