Starfsþróun í sandkassa

20160928_174644
Í dag tókum við nokkur þátt í MegaMenntaBúðum . En Menntabúðir eða „Educamps“ eru leið til að skipulegga nám eða starfsþróun. Um er að ræða samkomu þar sem einhver hópur fólks kemur saman á sama stað og sama tíma til að læra hvert af öðru. Skipuleggjendur bjóða fólk velkomið og þátttakendur bjóða sig fram til að kenna öðrum – eða bjóða upp á umræðu um – eitthvað tiltekið efni. Þetta getur gerst nokkrum sinnum. Hópurinn safnast saman, fólk býður fram umræðuefni eða örkennslu og dreifist það um húsnæðið. Þeir sem ætla að kenna eða koma umræðum af stað koma sér fyrir á ákveðnum stað og þeir sem vilja taka þátt eða læra af þeim koma og fylgjast með og taka þátt eins lengi og þeir vilja, þangað til næsta tímabil byrjar, þegar hópurinn dreifist á nýja stað
20160928_174321

Allar mynduirnar sem ég tók

Önnur fyrirbæri sem byggja á svipuðum hugmyndum eru t.d.

sömuleiðis mætti bera þetta saman við hugmyndir um að skipuleggja nám sem ferli eða sandkassa:

Þið sem fóruð. Bætið við sögum og reynslu.

Spáum aðeins í það hvað þetta er og hvernig það tengist því sem við höfum verið að ræða um nám fullorðinna.

 

4 thoughts on “Starfsþróun í sandkassa”

  1. já Margrét mikið rétt hjá þér. Það er alveg makalaust hvað það eru margir möguleikar til að brydda upp á í kennslu og samtarfi við aðra skóla eða hvað sem er með tæknina að vopni. Já það er einhvernveginn þannig að maður veðraast allur upp eftir svona fund. Svo er að fylgja því eftir og ég verð að segja að núna var ég að lesa frá ykkur sem skrifuðu um Mega menntaviku og þá varð mér einmitt hugsað til þess að þegar farið er á slíkan fund sem þennan og sér svo mikið af frábærum verkefnum sem fólk er að vinna að og hrífst með á því augnabliki sem upplifunin á sér stað. Segir við sjálfa sig, já!! þetta er eitthvað !!! Svo gerist bara ekkert ég var til dæmis að hlusta á Hróbjart og sá hversu snildar tæki hann var með í höndunum Glósubókin en því miður þá er ég enn bara að hugsa um hversu sniðugt þetta er og man ekkert um þetta lengur. Svona líður tíminn og smátt og smátt hverfur hugljómunin í gleymskunar dá … en rifjast upp við lestur þessa sem þið stöllur skrifuðu hér, ættum að biðja hann um smá kennslu í þessu.

  2. Ég tók þátt í Mega Menntabúðum í Stakkahlíð síðastliðinn miðvikudag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég tek þátt í svona atburði, enda finnst mér þetta leið sem hentar mér vel til að sjá hvað aðrir eru að gera sniðugt á hinum ýmsu sviðum kennslu. Eftir svona atburð, finnst mér ég vera örlítið nær því að taka þátt í starfendasamfélagi með öðrum kennurum þar sem menn skiptast á skoðunum, reynslusögum og hugmyndum. Ég hef í nokkur skipti tekið þátt í sambærilegum samkomum, þar sem ég hef kynnt mína leið til að fara yfir verkefni með aðstoð iPads.
    En það sem mér fannst ég helst græða á, í Mega menntabúðunum, var kynningin á OneNote, ég er strax búin að ná mér í forritið og hlakka til að komast lengra í að nýta mér það sem rafræna glósubók.
    Eins fannst mér mikill fengur fólginn í því að fá kynningu hjá dönskukennara í grunnskóla sem nýtir sér „dúkkulísu“ til ýmiskonar þema og umræðuverkefna í dönskukennslunni sinni. Þar fékk ég ýmsar hugmyndir sem nýtast mér beint í vinnu minni núna.
    Fyrir utan beinan ávinning af því að hlusta á skipulagðar kynningar, hitti ég dálítið af fólki sem ég þekkti héðan og þaðan. Sú hlið á svona samkomum má ekki gleymast, tengslamyndun milli kennara og skóla sem gæti leitt til aukinnar samvinnu ætti alltaf að vera af hinu góða.
    Mér fannst líka mjög áhugavert að sjá afhendingu viðurkenninga vegna Etwinning verkefna víða um landið, alveg greinilegt að margir kennarar eru að gera mjög spennandi og frumlega hluti með nemendum sínum.
    Sem innlegg í það sem við höfum verið að ræða varðandi t.d. endurmenntun eða símenntun, þá virkar svona verkefni eins og t.d. Etwinning alveg örugglega eins og óformleg símenntun fyrir þá kennara sem taka þátt í þeim. Bæði fylgir þessu eflaust töluvert hugmyndavinna, samvinna við aðra kennara, útfærsla verkefnisins með nemendum og starfsfólki í heimaskólanum og líklega einhverjar nýjar tæknilegar áskoranir, sem oftar en ekki þvinga kennara til að setja sig inn í hlutina til að leysa þau vandamál sem upp koma.

  3. Smá innlegg um menntabúðir. Ég sótti Mega menntabúðirnar á vegum Menntavísindasviðs í gær. Sem starfandi grunnskólakennari hef ég áður tekið þátt í sambærilegum menntabúðum. Einfalt í skipulagningu og uppsetningu og fjölbreytt nám sem fer þar fram. Oft eru búðirnar áhugaverðar og lærdómsríkar, einskonar endurmenntum fyrir kennara, virka stundum sem kveikjur. Þær opna augu kennara til þróunarstarfs og hvetur þá til þess að prófa eitthvað nýtt. Mikilvægt er að kynna verkefni eins og Etwinnig- og Cominiusarverkefni því nám og mikil reynsla skapast við þátttöku í alþjóðlegum samvinnuverkefnum eins og þessum. Einnig hef ég haldið kynningu í menntabúðum. Efst í huga mér eru menntabúðir í upplýsingatækni sem Garðabær ásamt Endurmenntunarsjóði grunnskólanna stóð fyrir sl. ágúst fyrir alla grunnskólakennara í bænum, milli 100 -200 kennarar tóku þátt og allir afar ánægðir með framtakið. Bærinn hefur verið virkur undan farin ár að standa fyrir símenntun starfandi kennara hjá bæjarfélaginu og notar oft þetta fyrirkomulag. Ég hef því ,,staðið báðum megin við borið“ verið þátttakandi og leiðbeinandi. Menntabúðir Garðabæjar er gott dæmi og innlegg í umræðuna um símenntun í tímanum í gær þar kom einmitt fram að sveitarfélög eru einn hlekkur sem sinnir símenntun sinna starfsmanna. Endurmenntun og símenntun eru spennandi vinklar í námi fullorðninna sem spannar nánast allt atvinnulífið og afar nauðsynlegt að fólk sé á tánum í þeim efnum ef það ætlar sér ekki að dragast aftur úr í starfi.

    1. Ég sótti Menntabúðirnar á vegum Menntavísindasviðs 28. okt. og var þemað samvinna og samþætting við notkun upplýsingatækni í námi og kennslu. Ég verð að segja að ég er dolfallin yfir öllu því frábæra þróunarstarfi sem fram fer í skólum landsins og reikna með að samstarfsáætlanir og öflugt styrkjakerfi sem hægt er að sækja fjármagn til hljóti að skipta þar miklu máli (Erasmus , eTwinning). Ég undrast líka hvað tæknin er orðin yfirgripsmikil og margir kennarar duglegir til viðbótar við dagleg störf að mennta sig á þeim vettvangi (fullorðnir námsmenn). Þetta kynningarfyrirkomulag virðist mér vera kveikja, vekur hjá manni löngun til að læra meira um allt sem hægt er að gera í tölvuheiminum. Hnattvæðingin er þarna í hnotskurn – aukin samtenging jarðarbúa, sýnir manni hversu auðvelt það er t.d. fyrir lítinn skóla á Bolungarvík (eitt verkefnið var þaðan) að vera í samstarfi við aðra skóla hvar sem er í heiminum. Ég vildi gjarnan kynna mér betur það sem þú varst að sýna Hróbjartur því mér virtist það hljóma sérlega hjálplegt fyrir kennara og nemendur. Hermileikurinn Klappland, pólitískur ómöguleikur sem nota á til að efla þekkingu á ferlum líðræðisins og ýta undir aukna kosningaþátttöku unga fólksins er verðugt verkefni miðað við daginn í dag. Ég er líka upptekin af því hvað mörg verkefnanna bjóða upp á fjölbreytni í kennsluaðferðum.

Skildu eftir svar