Kafli 6 – Transformational Learning
Í Kafla 6 er verið að fjalla um kenningar Mezirow sem hann kom með árið 1978. Jack Mezirow (1927-2014) var félagsfræðingur og háskólakennari og einn af stóru frumkvöðlunum í rannsóknum í fullorðinsfræðslu. Sagan segir að hann hafi fylgst með breytingunum sem urðu á eiginkonu sinni Edee Mezirow þegar hún fór í framhaldsnám og setti síðar fram kenninguna um „transformational learning“. Þessi kenning byggir í grunninn á tveimur þáttum. Annars vegar að með nýrri reynslu eða breytingum á högum fólks geti orðið breytingar á skoðunum og viðhorfum þess. En til að þessi umbreyting geti átt sér stað þarf fólk að hugsa gagnrýnið um reynsluna, taka þátt i umræðum um hana og að lokum bregðast við henni með aðgerðum. Með umbreytingu er verið að fjalla um að mannleg hugsun „stækki“ eða dýpki og líti ekki eins út og áður. Hins vegar er gagnrýnin ígrundun sem felst í því að rifja upp liðna atburði mögulega áföll og leggja mat á það og læra af því. Ígrundun getur haft merkingarmynstur (meaning scheme) sem er byggt upp af gildismati, skoðunum, tilfinningum og þekkingu. Allt þetta hefur áhrif á það hvernig ný þekking eða reynsla er túlkuð og metin. Það er svo í þriðja fasa umbreytingar sem námsmaðurinn veltir fyrir sér ástæðum breytinga og að breyting getur orðið að sjónarhorni (meaning perspective). Þessar kenningar Mezirow eru mjög huglægar og erfitt að fastsetja en ég skil það svo að nám sé annað en vitsmunaleg nálgun heldur meira um námshvötina og að taka ábyrgð og mynda sér skoðun. Við notum lífsreynslu okkar til að vinna úr hlutum og ég finn það á eigin skinni að ég hef tekið breytingum síðan ég hóf nám við HÍ. Samræður í matarboðum um tísku og hönnun finnst mér ekki lengur eins spennandi heldur finn mig meira í samtali um góðar bækur, reynslusögur af námi eða fróðleg málefni. Hvað segið þið um ykkar reynslu ?
Seinustu vikur námskeiðsins ætlum við að setja aukinn kraft í vinnu í bókaklúbbnum.
Þið skiptist á að hefja máls á efni ákveðins kafla, allir taka þátt og leggja sitt af mörkum og svo dregur málshefjandi umræðuna saman.
Málshefjandi
Byr til nýjan þráð þar sem hann/hún leggur fram áhugaverðar spurningar sem vakna við lesturinn, með augun á tengingu við veruleikann.
Tveimur vikum síðar dregur hann/hún saman umræðuna í stutta færslu þar sem helstu þemun koma fram og áhersla er lögð á það sem stendur uppúr
Skráðu þig hér fyrir neðan fyrir því að leiða umræðurnar í eina viku: (Smelltu á „Advanced“ hnappinn hér fyrir ofan)
Passaðu svo uppá að flipinn „Ritþór“ sé virkur, en ekki „Texti“ Þá sérðu textann eins og hann birtist á síðunni og getur skrifað inn í töfluna:
26. 10 | 4 kafli | Helle |
31.10 | 5 kafli | Elísabet |
3.11 | 6 kafli | Aðalheiður |
7.11 | 10. kafli | Svava |
10.11 | 12. kafli | Ásdís |
14.11 | 13. kafli | Eva |
17.11 | 14. kafli | Anna |
21.11 | 15. kafli |