20 thoughts on “Símenntunargeirinn”

   1. Sæl Helga. Hefur þú tök á því að við hittumst á morgun uppi í skóla og spjöllum aðeins saman um efnið? Bauð einnig Önnu Sigríði að koma 🙂 Væri gaman að ræða efnið í Learning in Adulthood sem er skyldulesefni fyrir námskeiðið. Ég væri rosa til í að búa til „spjallhópa“ þar sem við fáum yfirsýn yfir námsefnið og ræðum okkar pælingar.

  1. Sæl Anna Sigríður. Ég hef tök á því í þessari viku (þar sem ég er ekki byrjuð að kenna) að fara upp í skóla að læra. Eigum við að hittast og spjalla um efnið. ERtu byrjuð á bókinni Learning in Adulthood? Ég gæti hugsað mér að við gætum jafnvel 3-4 lesið kafla og kafla og svo ákveðið að hittast og spjalla um efnið og tengja við okkar reynslu. Mér finnst ég líka svolítið týnd á þessum vef þar sem ég er nýbyrjuð aftur í námi (kláraði master 2009). HEyri frá þér og jafnvel fleirum sem hafa áhuga á samvinnu.

  2. Flott hjá þér að leita eftir hjálp Anna! Þetta líkar mér.
   ég skil svo vel að þú sért einmana, þess vegna reynum við að gera þetta umhverfi eins vinalegt og við getum. Allar ábendingar vel þegnar.
   Ég er með fund í hádeginu á fimmtudag. Fæ mér kaffi á kaffistofunni kl. 13:10 ef einhver vill hitta mig yfir kaffibolla

 1. … HVAÐ erum við að gera hér???
  Það getur e.t.v. verið erfitt að vinna svona, fikta í annarra manna vinnu o.s.frv. en hugsið þetta svona:
  1) Þú þarft á þessu námskeiði, að skapa þér yfirlit yfir það hvar fullorðnir læra á Íslandi. Hvað er betra en samvinnuverkefni þar sem þið vinnið saman að því að safna saman öllu sem þið finnið?
  2) Markmiðið er líka að þú æfist í því að skrifa texta MEÐ öðrum… eins og í Wiki. ==> þess vegna: Ekki hika við að breyta einhverju hér, það er alltaf hægt að laga það ef þú gerir eitthvað bull.
  3) „já en… hvað ER þetta sem við erum að gera?“
  SVAR: Ímyndaðu þér að þið séuð að útbúa endanlegt yfirlit: Staðan í dag: Allir þeir staðir sem þið vitið um þar sem fullorðnir taka þátt í einhverskonar skipulögðu námi. Skýrsla með slóðum í vefsíður viðkomandi fræðsluaðila eða sjóða sem greiða fyrir fræðsluna.
  4) þetta er hluti af þeim hluta vinnunnar sem heitir „Þátttaka“ þar er málið að sýna frumkvæði, vera gjafmildur og koma sér út úr skelinni, prófa og þora! Þetta er æfing fyrir fólk sem ætlar að verða leiðtogar á sviði fræðslumála fyrir fullorðna!
  Gangi ykkur vel

Skildu eftir svar