HVAR læra fullorðnir: 2. kaflinn

Fólk sem lærir um og rannsakar nám fullorðinna er fyrst og fremst upptekið af skipulögðu námi fullorðinna – og þá sérstaklega námi sem er skipulagt af öðrum en námsmanninum sjálfum. Einn prófessor minn í kennslufræði fullorðinna skrifaði grein sem hafði heilmikil áhrif á mig hér um árið. Þar setti hann fram flokkun á námi fullorðinna. Út úr þeirri framsetningu mætti fullyrða að nám sem er skipulagt af öðrum sé minnsti hluti náms fullorðinna.

20140911_114232_Android

  1. Ég hef dregið saman innihald þessarar greinar á tveimur blaðsíðum
  2. Greinin sjálf er hér á þýsku og
  3. Greinin á ensku

Það sem heillaði mig mest við þessa grein var hugmyndin að fólk leiðist gjarnan frá óvæntu námi (lærdómi í framhjáhlaupi) til skipulagðs náms. Þar sá ég að fullorðinsfræðarar hafa hlutverk: Að greiða leiðina frá lærdómi af hendingu til skipulagðs náms, hvort sem það er skipulagt af námsmanninum sjálufum (e. self directed learning) eða af öðrum (formlegt eða óformlegt nám)

Dæmi:
Ég kem með slasað barn mitt á bráðavaktina, þar hefur einhver sniðugur heilbrigðisstarfsmaður komið fyrir bæklingum um öryggi barna á heimilinu - pirraður yfir því að barnið mitt skyldi hafa klemmt sig á skápnum er ég reiðubúinn að læra um það hvað ég get gert til að auka öryggi barna minna á heimilinu og tek bæklingin til að lesa.... Svo er spurningin, hefur einhver varðað leiðina áfram, eru slóðir í efni á netinu, bækur, góð ráð o.s.frv. ef ég skyldi vilja læra meira en kemst fyrir á þessum einblöðungi?
Þetta finnst mér vera spennandi dæmi um starf fólks sem hefur það hlutverk að hjálpa fullorðnum að læra: Hvernig varðar maður leið fyrir fólk sem vill læra meira? Hvernig auðveldar maður fólki að læra til gagns í lífinu?
Önnur spurning er svo með það hvernig nám af hendingu eða óskipulagt sjálfsnám fólks tengist hinu skipulagða og vottaða.
Sumir fara í skóla til að verða smiðir, en hvað með þá sem læra það í vinnunni? Hvað gerist svo þegar þeir vilja auka réttindi sín og atvinnuöryggi sem smiðir og fá sveinsbréf?
En það er mjög spennandi að velta fyrir sér hvernig þetta óskipulagða nám og hið skipulagða tala saman.
Margir skrifa hér um tengsl milli formlegs, óformlegs og formlauss nams: Formlegt og óformlegt nám er skipulagt af öðrum, það er samhengið og niðurstaðan (formleg námsgráða) sem segir til um „formlegheitin“ 😉 það sem sumir kalla formlaust nám er þá nám í vangagandi lífsins, eða af hendingu… þegar við lærum menningu á vinnustað o.s.frv.  Kenningar um félagslegt nám (social learning) fjalla nokkuð um þetta.
Á ráðstefnu sem ég átti þátt í að skipuleggjka kom  Alastair Creelman inn á svipað efni þar sem hann hélt því fram að stór hluti náms færi fram „Utan brautanna“ (e. off piste – „utan skíðabrautanna)
Nám fullorðinna fer sem sagt fram á mörgum stöðum í ólíku samhengi. Málið fyrir okkur er að vita nokkurnvegin hvað er í gangi og hafa hugmyndir um hvernig við í þeim hlutverkum sem við erum getum stutt við skipulagt og óskipulagt, formlegt, óformlegt eða jafnvel formlaust nám þeirra sem okkur er trúað fyrir.

6 thoughts on “HVAR læra fullorðnir: 2. kaflinn”

  1. Það er augljóst þegar maður „opnar rásir“ hjá sér og fer að pæla í þessu málefni, og hugtökum tengt þv,í hvað lífið sjálf inniheldur mikið nám. Mér finnst ég endalaust sjá „nám“ í hlutunum, hvort sem það er að hugsa betur um t.d. innihald í þeim mat sem ég kaupi útí búð (læra að skilja innihaldslýsingar) eða „kenna“ syni mínum á strætókerfið og hvernig það virkar 🙂 Ævimenntun er klárlega málið. Góð blanda að formlegu, óformlegu og formlaustu námi er málið.

  2. Ég sat um daginn í kaffi með grunnskólakennara sem var að tala um upptökuforrit og hvað forritið camtasia væri sniðugt. Það varð til þess að ég setti mig inn í það og gerði í beinu framhaldi kennslumyndband fyrir mína nemendur. Segjum svo að maður læri ekki eitthvað yfir góðum kaffisopa.

    1. Já það er alveg rétt Kristín. Þetta er ein af ástæðum þess að ég vel að kenna í teymi með öðrum. Það er ótrúlega gott, sérstaklega þegar maður er búinn að bögglast með eitthvað að viðra hugmyndina við aðra og fá fleiri sjónarhorn. Það er að mínu mati svo miklu auðveldara að læra af öðrum svo ekki sé talað um hvað það er hægt að læra mikið af því að kenna öðrum.

  3. Mér finnast þetta mjög athyglisverð skrif. Held að okkur hætti til að líta á nám eitthvað sem við lærum á einhverjum tilteknum stað, a.m.k. að það sé „meira“ nám en annað. Dæmisagan um bæklinginn á bráðadeildinni er auðvitað gott dæmi um hvaða ólíku leiðir er hægt að fara í námi og tækninýjungar nútímans gera okkur auðvitað auðveldara á ýmsan hátt að læra ýmislegt á eigin vegum.

Skildu eftir svar