Týnd/ur???

lost and blur in Aguastuertas

Æ… er það nokkuð skrítið þótt þér finnist þú vera svolítið týnd/ur hér … svona í upphafi? En er það ekki alltaf þannig, þegar maður kemur á nýjan stað, í nýtt samhengi. Á námskeiðum hafa skipuleggjendur þeirra allir sína dutlunga, bjóða upp á alls konar hluti sem maður á ekki von á eða veit ekki…

Kanski hjálpar pósturinn minnu um rauða þráðinn þér eitthvað… en svo er bara að lesa blogg færslurnar, þær eru í tímaröð, þær elstu neðst (ég lét fylgja eina frá fundi sem fór fram á öðru námskeiði fyrir nokkur… bara uppá grín).

Til þess að geta tekið þátt hér á námskeiðsvefnum, þarftu:

  1. að vara skráð/ur í kerfið (ég þarf svo að samþykkja þig handvirkt inn í kerfið)
  2. að hafa fengið samþykki mitt á eina athugasemd (comment)

þá eru þér allar leiðir greiðar 😉

Flestir póstarnir innihalda spurningar til þín sem ég bið þig um að svara með því að nota „Commentakerfið“. Sá hængur fylgir gjöf Njarðar að þú þarft að bíða eftir að ég samþykki fyrsta póstinn frá þér (öryggisráðstöfun).

Ég reikna með að hér fari fram umræður um innihald námskeiðsins og að hagnýtar umræður og persónulegri umræður fari aftur á móti fram í Facebook hóp námskeiðsins.

 

Skildu eftir svar