1. Veffundur námskeiðsins

marquee-02-overview-709x400

Á morgun þriðjudaginn 6. september kl. 15:00 hittumst við á veffundi: Allir sitja við sína tölvu og við spjöllum saman yfir netið, eins og í gegnum Skype.

Á  fundinum munum við  fara yfir innihald og vinnulag á námskeiðinu og verkefni ásamt því að átta okkur á samvinnunni  og leggja drög að samvinnu okkar út vikuna fram að staðlotunni sem verður mánudaginn 12. september.

Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar um þátttöku í fundum yfir netið. Það er í sjálfu sér ekki flókið. En nauðsynlegt er að stilla ákveðna hluti í tölvunni fyrst. Þá munar miklu að geta tengt sig með snúru við internetið / routerinn. Þá er algjörlega nauðsynlegt að nota heyrnartól.

Sjá nánar hér: https://menntasmidja.hi.is/adobe-connect/connect-fyrir-fundargesti/

Fundarherbergið okkar er hér: http://c.deic.dk/namfullordinna

Þið getið alltaf kíkt þar inn og stillt hljóðnemann og myndavélina.

Verið endilega búin að prófa kerfið þegar við hittumst kl. 15:00 á netinu á morgun. Það er líka tilvalið að opna kerfið aðeins fyrr, til að vera viss um að allt virki rétt 😉

Skildu eftir svar