Greinasafn fyrir flokkinn: Námið

Brotthvarf úr úr námi

Átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur

 

Samhliða lestri á námskeiðinu þá hef ég velt aðeins fyrir mér brotthvarfi nemenda, hvað veldur og hverjir eru það sem hætta í skóla á framhaldsstigi. Þessi einstaklingar verða í kjölfarið fullorðnir námsmenn ef þeir hugnast að halda áfram námi síðar á ævinni. Ég rakst á grein eftir Ingu Guðrúnu Kristjánsdóttur í Gátt, ársriti um framhaldsfræðslu sem gefið er út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Þar kemur hún inn á ástæður brotthvarfs og leiðir til að draga úr því, einnig segir hún frá átaki sem nefnist Nám er vinnandi vegur. Eins og fram kom í heimsókn okkar í Fræðslumiðstöðina þá er markmið stjórnvalda að lækka hlutfall fólks á aldrinum 20- 66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi á framhaldsstigi niður í 10% árið 2020, hlutfallið er í dag 30%. Átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur er hluti af því markmiði. Leiðir til þess að ná markmiðinu eru m.a. að efla framhaldaskólann og opna hann, atvinnuleitendum gefið tækifæri á að mennta sig, efla starfstengt nám og skil milli framhaldskóla og fullorðinsfræðslu verði sveigjanlegri.

Í skýrslu OECD frá 2006 kemur fram að brotthvarf í framhaldsskólum á Íslandi er töluvert hærra en í öðrum OECD ríkjum, einnig kemur fram að menntunarstig landsmanna á aldrinum 25 – 64 ára er töluvert undir meðaltali. Í kjölfar skýrslunnar var stofnaður vinnuhópur sem átti að skilgreina styrkleika og veikleika menntakerfisins og stuðla að fækkun brotthvarfsnemenda. Takist að draga úr brotthvarfi þá skilar það sér beint til samfélagsins t.d. í sparnaði og uppbyggingu.

Margar ástæður geta legið að baki brotthvarfs og talað er um að það sem ferli en ekki stundarákvörðun nemandans. Þetta er flókið samspil margra þátta. Jón Torfi og Kristjana Stella rannsökuðu námsgegni og afstöðu til náms og í rannsókn þeirra kemur fram að fjórar algengustu ástæður brotthvarfs eru: i) námsleiði ii) boðið gott starf iii) fjárhagsvandi iv) heimilisaðstæður. Hlutfallið er hátt hjá báðum kynjum og hjá ólíkum aldurhópum. Þegar skoðaður er félagslegur þáttur þá er hlutfallið hærra hjá karlmönnum og hærra hjá hópum sem búa við lága fjárhags- og félagslega stöðu. Þegar Norðurlöndin eru skoðuð í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar þá er talað um meginástæðan sé skuldbinding nemenda við nám sitt og að baki því liggja m.a. lélegur námsárangur í upphafi skólagöngu, skorti á félagsfærni og lítilli þátttöku á skólastarfi.

Átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur var rannsóknarvinna Ingu Guðrúnar og byggðist m.a. á tillögum frá samráðshópi ráðuneyta og aðila vinnumarkaðarins. Þeir sem tóku þátt var fólk sem hætt höfðu námi, þeim síðan boðið að skrá sig í nám á framhaldsskólastigi á vegum átaksins. Eftir að átakinu lauk þá voru skoðaðar ástæður brotthvarfs þeirra sem hættu í miðju átaki. Um 1500 nemendur sem skráðir voru í nám á framhaldsskólastigi haustið 2011 tóku þátt í verkefninu. Hópurinn var tvískiptur,  annars vegar nemendur á skrá hjá Vinnumálastofnum og hins vegar nemendur á aldrinum 18 – 24 ára sem framhaldskólar innrituðu til viðbótar við hefðbundna nemendur. Skilgreina þurfti í upphafi hverjir þyrftu viðbótarstuðning til að sporna gegn brotthvarfi en leitað var leiða til að minnka líkur á brotthvarfi nemendanna. Hópurinn var fjölbreyttur og margir áttu að baki neikvæða reynslu í skólakerfinu allt frá grunnskóla og glímt við ýmsar hindranir í námi einnig voru dæmi þess að nemendur höfðu staðið sig vel í námi en hætt. Aldur þátttakendanna var frá 18 – 50 ára og var breiddin meiri í nemendahópi Vinnumálastofnunnar, karlar voru fleiri í verkefninu, rúm 58%.

Talsvert brotthvarf var á haustönn eða um 21%, fleiri hættu í námi sem komu úr nemendahópi 18-24 ára sem höfðu verið án skólavistar áður. Það dró úr brotthvarfi á vorönn og aðeins rúm 11% voru hættir í lok annar sem má teljast jákvæð þróun. Þegar borin eru saman bóknámsbrautir og starfsbrautir þá kom í ljós að brotthvarf á bóknámsbrautum var áberandi meira. Í viðtölum við nemendurna kom í ljós að ástæður voru margþættar og margar hindranir sem jafnvel voru samfelldar og höfðu haft einkennandi áhrif á alla skólagöngu þeirra, sem dæmi má nefna námsörðugleikar, líkamaleg- og andleg veikindi og félagslegur þáttur. Ástæðunum var skipt upp í 13 þætti og gat hver nemandi gefið upp fleiri en eina ástæðu brotthvarfs sem oft tengdust sín á milli.  Algengustu ástæður sem nemendur nefndu voru:

 • fjárhagsvandi
 • andleg veikindi
 • áhugaleysi eða hæfir ekki getu
 • námsörðugleikar
 • atvinna

Það vakti athygli hátt hlutfall þeirra sem hættu námi vegna andlegra veikinda sem gefur til kynna að nauðsynlegt er að bregðast við andlegri líðan brotthvarfsnema. Þegar skoðaðar eru niðurstöður á framtíðarsýn nemanna sem hættu námi þá eru þeir jákvæðir gagnvart áframhaldandi námi eða um 90%, hópurinn 18 -24 ára jákvæðari en hópurinn frá Vinnumálastofnum. Einnig má nefna að talsverður hópur stóð sig vel og sýndi góðan námsárangur og að tæp 8% luku námi að vori ýmist af starfsnáms- eða bóknámsbrautum.

Ég læt fylgja með slóð á greinina

http://www.frae.is/media/70377/15-Gatt_2013_web_052-058_839857129.pdf

Verkefnin mín

Bændur taka inn uppskeruna, eftir flæmska listamanninn crops, by Pieter Brueghel, 17. öld
Bændur taka inn uppskeruna, eftir flæmska listamanninn Pieter Brueghel, 17. öld

Nú eru allir á fullu að vinna verkefni, og ég var búinn að nefna það að það væri sniðugt að skrá verkefnin á einum stað. Til að taka af allan vafa, þá er það hér. Vinsamlega skráið verkefnin sem þið ætlið að vinna á námskeiðinu hér. Hafið sérstaklega samband við kennarann ef þið ætlið að nota miðvikudagsfund til að kynna þema, kenningu eða annað verkefni. Flottast væri að kynningin væri tekin upp fyrst, eins og t.d. með Office Mix , sett í bloggfærslu hér á vefinn og svo ræðum við um hana á fundinum (sbr. leiðbeiningar um verkefnin)

til upprifjunar eru hér leiðbeiningar um

Sjá annars í lýsingu á námskeiðinu

Notaðu athugasemdareitinn hér fyrir neðan til að skrá verkefnin þín.  ATH Þú getur alltaf breytt færslunni. (edit)

Með þessu mót verður til listi hér fyrir neðan:  Á einum stað verður til yfirlit yfir öll verkefnin sem þið ætlið að vinna 😉

Það er möguleiki að kynna verkefni á næstu fundum:
Flottast væri að taka kynningarnar upp og setja þær hingað á vefinn og nota svo fundina í umræður UM kynningarnar… þannig fáum við meiri tíma í umræður. Ég mæli með Office Mix til að taka upp kynningar

 • 2. nóvember
 • 9. november
 • 16. nóvember
 • 23. nóvember (Hróbjartur er upptekinn til rúmlega þrju þennan dag… Kanski við gætum byrjað seinna??? t.d. kl. 15:30)

Lokaðir umræðuþræðir

Threads

Ég er búinn að setja upp umræðuþræði fyrir okkur.  Þeir eru lokaðir öðrum en þátttakendum þessa námskeikðs. Þannig að þar getum við spjallað saman út af fyrir okkur.  Annað efni er opið öllum ;-).

Kosturinn við umræðuþræði er að þar er auðvelt að fylgja röksemdafærslunni í umræðunni. Í öðru fyrirkomulagi, eins og í Facebook t.d. týnir maður auðveldlega þræðinum, sérstaklega ef maður er ekki á bóla kafi í umræðunni daginn út og inn.

Til að byrja með er hér tvennt: Bókaklúbbur, þar sem við getum rætt um lestur aðal bókarinnar og svo geymsla fyrir allar upptökur.

Týnd/ur???

lost and blur in Aguastuertas

Æ… er það nokkuð skrítið þótt þér finnist þú vera svolítið týnd/ur hér … svona í upphafi? En er það ekki alltaf þannig, þegar maður kemur á nýjan stað, í nýtt samhengi. Á námskeiðum hafa skipuleggjendur þeirra allir sína dutlunga, bjóða upp á alls konar hluti sem maður á ekki von á eða veit ekki…

Kanski hjálpar pósturinn minnu um rauða þráðinn þér eitthvað… en svo er bara að lesa blogg færslurnar, þær eru í tímaröð, þær elstu neðst (ég lét fylgja eina frá fundi sem fór fram á öðru námskeiði fyrir nokkur… bara uppá grín).

Til þess að geta tekið þátt hér á námskeiðsvefnum, þarftu:

 1. að vara skráð/ur í kerfið (ég þarf svo að samþykkja þig handvirkt inn í kerfið)
 2. að hafa fengið samþykki mitt á eina athugasemd (comment)

þá eru þér allar leiðir greiðar 😉

Flestir póstarnir innihalda spurningar til þín sem ég bið þig um að svara með því að nota „Commentakerfið“. Sá hængur fylgir gjöf Njarðar að þú þarft að bíða eftir að ég samþykki fyrsta póstinn frá þér (öryggisráðstöfun).

Ég reikna með að hér fari fram umræður um innihald námskeiðsins og að hagnýtar umræður og persónulegri umræður fari aftur á móti fram í Facebook hóp námskeiðsins.

 

Nýtt námskeið að hefja göngu sína

Out there ....
Velkomin/n á vef námskeiðsins Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra. Hér birtist námsefni í tengslum við námskeiðið og hér fara samskipti fram í s.k. „Fjarlotum“… eða á milli staðlotanna.

Fyrsta skrefið er að skrá sig inn á þennan vef.

ATH: Ekki nota notendanafnið sem þú ert með frá háskólanum sem notendanafn hér, notaðu eitthvað annað, helst bara nafnið þitt, þá er auðveldara fyrir okkur að vita hver það er sem skrifar það sem þú skrifar. Við erum að reyna að byggja þennan vef upp sem starfssamfélag fyrir fólk sem vinnur á alls konar hátt við að styðja nám fullorðinna í ólíkum aðstæðum. Þannig að vonandi mun það gagnast þér að kíkja hingað inn síðar líka.

Svona skráir þú þig í kerfið:

Smelltu á „Register“ hér hægra megin til að skrá þig inn í kerfið. Svo þegar ég hef hleypt þér inn, notar þú framvegis það notendanafn og lykilorð sem þú valdir til að skrá þig inn „Log in“.  Skráningarformið er frekar skrítið, ekki láta það trufla þig. Skráðu netfangið sem þú notar mest og til framtíðar, ekki það sem þú notar við háskólann, nema það sé aðalnetfangið þitt.

Næstu daga birtist nær daglega eitthvað nýtt hérna. Byrjum á því að vinna saman nokkur einföld verkefni til að hita okkur upp og kynnast.

 

Um það að finna rauða þráðinn…

US Navy 090807-N-5207L-345 ance Cpl. Steve Martinez, right, leads fellow U.S. Marines and Sailors from the Royal Brunei Navy in a tug-of-war during a Cooperation Afloat Readiness and Training (CARAT) Brunei 2009 sports day

Þegar maður byrjar á nýju námskeiði tekur það alltaf smá stund að finna… eða að búa sér til rauðan þráð. Hver hópur býr sér til sína eigin leið að markmiðum námskeiðsins. Hver einstaklingur í hópnum hefur sínar ástæður fyrir því að velja það að verða samferða hóp sem velur ferðalagið að þeim markmiðum sem námskeiðið á að hjálpa nemendum að ná. OG hver þátttakandi hefur sín eigin markmið með þátttöku í námskeiðinu. Saman sköpum við okkur leið að markmiðunum með viðkomu í verkefnum, umræðum, lestri, skrifum og samtölum.

Þegar við erum að þessu hver í sínu horni og snertiflöturinn er vefur og nokkrar staðlotur skiptir miklu að ALLIR þátttakendur leggi sitt að mörkum til að skapa ánægjulegt og spennandi námsandrúmsloft sem hvetur okkur öll áfram. Við erum c.a 25 sem erum að vinna saman á þessu námskeiði og þá munar um hvern einstakan. Þetta er ekki 100 manna námskeið þar sem er nóg að mæta til að hlusta á fyrirlestra og skrifa ritgerð og taka próf og vita ekkert af samnemendum. Viðfangsefnið og formið kallar á að allir leggi sitt af mörkum. Innihald og markmið námskeiðsins kalla á þetta.

Þemun á námskeiðinu eru þrjú:

 1. Samfélag: Samfélagslegur bakgrunnur náms fullorðinna
 2. Kenningar: Kenningar, hugmyndir og módel sem geta lýst námi fullorðinna, þátttöku þeirra, áhugahvöt ög öðru sem hefur áhrif á nám fullorðinna í ólíkum aðstæðum og á ólíkum tímum lifsins.
 3. Þroskaferli: Kenningar, rannsóknir og reynsla af þroskaferli fólks, ólíkum viðfangsefnum fólks á ákveðnum æviskeiðum og merking þess fyrir nám þess og störf þeirra sem koma að skipulagningu og framkvæmd fræðslu fyrir og með fullorðnum

Til að búa þér til rauðan þráð í gegnum þessi þemu hefur þú ýmis tól:

1) Bok Merriam og Caffarella

2) Færslur mínar á vefnum

3) Verkefni sem ég reikna með að þið vinnið hér á vefnum

Hér er málið að þið bætið við upptalninguna og vinnið saman með hana þannig að hún sé gagnleg og áhugaverð lesning, með slóðum í viðkomandi stofnanir og einhverjar upplýsingar… sýnið hvað í ykkur býr 😉

15% af einkunn er fyrir „þátttöku“. Ég mun reikna hana út með því að skoða hvernig þið komið að þessum s.k. „þátttökuverkefnum“. Í lok september mun ég biðja ykkur um stutta skýrslu með yfir það sem þið viljið að ég taki mið af við að reikna fyrsta hluta þessarar einkunnar. Þegar ég gef einkunn fyrir þennan hluta er ég meira að leita eftir þátttöku, frumkvæmð, samhjálp og stuðningi við samnemendur, en hugmyndalegri dýpt eða „réttu“ eða „flottu“ innihaldi …

Ég vona að þetta gefi ykkur aðeins betri hugmynd um næstu skref…