Greinasafn fyrir flokkinn: Samfélag

Bókadómur

screen-shot-2016-10-26-at-14-40-10Höfundur: Raymond J. Wlodkowski

Útgáfuár: 2008 – Þriðja útgáfa.

Titill: Enhancing adult motivation to learn: A comprehensive guide for teaching all adults.

Útgáfa: Gefið út af John Wiley & sons, Inc. Jossey-Bass, San Francisco.

 

 

Höfundurinn

Reymond Wlodkowski hefur doktorsgráðu í menntasálfræði (e. educational psychology) og er þekktastur fyrir skrif sín um hvað hvetur fullorðna til náms og til þess að nema, um menningarlegan fjölbreytileika fullorðinna námsmanna og starfsþróun í gegnum nám. Hann hóf feril sinn sem grunnskólakennari í Bandaríkjunum en hefur síðustu þrjátíu ár starfað við háskóla víða um Bandaríkin og Kanada auk þess að hafa komið að þróun hraðnáms/árangursnáms (e. accelerated learning) sem framkvæmdarstjóri CAP (Council for Accelerated Programs) og fyrrum forstjóri miðstöðvar hraðnáms við Regis háskóla (Wlodkowski, á.á.).

Wlodkowski skrifar bókina frá sjónarhorni kennarans eða leiðbeinandans (e. instructor) og á það til að skrifa beint til kennarans eða fjalla um „okkur kennarana“ og þá eiginleika sem þeir búa yfir sem eru jákvæðir hvað varðar hvatningu fullorðinna nemenda en ekki síður um þá eiginleika sem gera kennurum erfitt fyrir að vekja upp hvata nemenda.

Bókin

Um er að ræða þriðju útgáfu bókarinnar og hafa þó nokkrar breytingar verið gerðar frá fyrri útgáfu frá árinu 1999. Wlodkowski tekur það fram að hann hafi fengið ábendingar frá lesendum og fræðimönnum um sjónarhorn sem myndi bæta umfjöllun hans og leiðbeiningar um hvata fullorðinna námsmanna. Það sem er því ólíkt í þessari þriðju útgáfu bókarinnar frá fyrri útgáfum er umfjöllun hans um taugafræðilegan (e. neuroscientific) skilning á hvata og að auki sérstaka leiðbeinandi umfjöllun um menningarlegan mun fullorðinna námsmanna og áhrif tungumálsins.

Bókin skiptist í níu kafla og hefur Wlodkowski bók sína á umfjöllun á almennum nótum um ólíka nálgun fræðanna á hvata (e. motivation) s.s. frá sjónarhorni félagsvísindanna og líffræðinnar. Til þess að geta gefið leiðbeinandi upplýsingar um leiðir til að hvetja fullorðna í námi er skiljanlegt og að mínu mati nauðsynlegt að lesandinn geri sér grein fyrir hugmyndum og kenningum um hvað „hvati“ og „hvatning“ í raun þýðir. Höfundinum tekst vel til að koma á framfæri hversu óskýrar og ólíkar hugmyndir eru um hvað hvati í rauninni er, þar sem um er að ræða eitthvað sem ekki er hægt að mæla, snerta eða sjá. Ástæða þess að Wlodkowski fjallar sérstaklega um hvata er að við þurfum að vita hvers vegna fólk hegðar sér eins og það gerir til að geta hjálpað því að læra auk þess sem hvati eða áhugi er sá þáttur sem ýtir undir námssókn.  Það ekki er hægt að skilja að umræðu um nám og hvata.

Fyrsti kafli bókarinnar fjallar um nám fullorðinna og hvata frá sjónarhorni líffræðinnar þ.e. hvernig starfsemi heilans hefur áhrif á áhuga fólks á námi. Wlodkowski fjallar um að það að læra eitthvað sé í raun langtíma breyting á taugafrumuneti (e. neuronal networks) í heila okkar. Þegar fullorðnir læra eitthvað nýtt byggja þeir ofan á eða gera breytingar á fyrirliggjandi neti sem þeir höfðu þróað í gegnum fyrri lærdóm (fyrri þekking þeirra). Höfundurinn tengir svo umfjöllun sína beint við kennarann, eða leiðbeinandann (e. instructor) og hlutverk hans, enda markmið hans að veita hagnýtar upplýsingar til þeirra sem starfa við fullorðinsfræðslu. Hvað varðar líffræðilegu hlið hvata bendir hann á að leiðbeinendur geti ekki fjarlægt fyrirliggjandi taugafrumunet, þ.e. það er ekki hægt að fjarlægja fyrri þekkingu nemenda;

An instructor cannot remove the neuronal networks that exist in an adult learner’s brain. They are a physical entity. That is why, as instructors, we cannot simply explain something away, especially if it is a deeply held attitude or belief. Literally, another neuronal network has to take the place of the current attitude or belief. That biological development takes repetition, practice, and time (Wlodkowski, 2008: 11-12).

Líkt og fram kemur í textabrotinu að ofan, er ekki hægt að útskýra og kenna í burtu viðhorf með djúpar rætur og trú fólks. Menningarlegur bakgrunnur nemenda skiptir miklu máli og hvað samfélagið hefur kennt þeim en í kafla 2 fjallar Wlodkowski um það hvernig tungumál, trú, gildi og lífsstíll okkar í daglegu lífi hefur mikil áhrif á hvata okkar og áhuga auk aldurs og þroska. Þetta eykur þörfina á kennara sem leggur sig fram við að skilja bakgrunn og umhverfi nemenda til þess að geta haft áhrif á áhugahvöt þeirra. Wlodkowski tengir svo nánar umfjöllun sína við starf leiðbeinandans í 3.-4. kafla og fjallar þar um mikilvæg einkenni hvetjandi leiðbeinanda s.s. sérfræðiþekkingu, samkennd, eldmóð, skýrleika svo eitthvað sé nefnt. Þá veitir hann leiðbeinendum tékklista til að meta sig og kennslu sína eftir þessum hvetjandi eiginleikum og fjallar um þær aðstæður sem æskilegar eru til að auka áhuga fullorðinna á því að læra. Þær aðstæður eru samkvæmt Wlodkowski (2008: 116-117);

  1. Að skapa andrúmsloft þátttöku ( establishing inclusion) þar sem nemendum finnst þeir virtir og að þeir tengist öðrum í hóp.
  2. Að skapa viðhorf (e. developing attitude) þ.e. jákvæð viðhorf gagnvart náminu með tengingu námsefnis við einstaklinginn og markmið hans
  3. Að auka merkingu námsefnis í hugum nemenda ( enhancing meaning) með því að skapa virkjandi og krefjandi reynslu sem tekur tillit til viðhorfa og gilda nemendanna.
  4. Að Virkja hæfni (e. engendering competence) nemenda á þann hátt að þeir upplifi að þeir hafi öðlast verðmæta hæfni sem gagnast þeim í raunveruleikanum.

Þá veitir Wlodkowski lesandanum áætlun til hvetjandi kennslu og kennsluumhverfis í köflum  5-8 þar sem hann veitir hagnýtar leiðbeiningar til leiðbeinenda. Í heildina veitir hann sextíu aðferðir við að auka áhuga og hvata fullorðinna nemenda s.s. hvernig má þróa jákvæð viðhorf, hvernig má virkja nemendur og viðhalda áhuga þeirra og hvernig er best að halda athygli nemenda í kennslustofunni. Wlodkowski endar bók sína á níunda kafla þar sem hann dregur saman allar sextíu aðferðir til hvatningar í töflu og fjallar um hvernig má innleiða þær beint inn í skipulag kennslu og í sjálfa kennsluna. Þess til stuðnings má hér sjá verkefni sem Wlodkowski kýs að leggja fyrir nemendur sína þar sem þeir eru látnir meta sjálfir hversu vel áfanginn (eða vinnustofan) er að uppfylla skilyrðin fyrir hvetjandi aðstæður í kennslunni og kennslustofunni sem fjallað er um hér að undan.

screen-shot-2016-11-09-at-22-17-53

Wlodkowski, 2008 :426

Bókadómur

Markmið bókarinnar er að veita leiðbeinendum hagnýtar upplýsingar og aðferðir til kennslu sem geta aukið áhuga og hvata fullorðinna til að læra. Eins og áður hefur komið fram er um að ræða þriðju útgáfu bókarinnar sem gerir það að verkum að hún hefur verið í sífelldri vinnslu og þróun. Upplýsingar Wlodkowski og leiðbeiningar til kennara ættu því síður að vera úreltar í síbreytilegum samfélögum og námsumhverfum. Að því sögðu vil ég benda á að margar þeirra aðferða sem Wlodkowski veitir henta ekki við fjárnámskennslu þar sem áherslan er á andrúmsloft kennslustofunnar og bein samskipti leiðbeinenda og nemenda, þó má færa rök fyrir því að hægt sé að yfirfæra eitthvað af aðferðunum yfir á kennsluumhverfi á vefnum t.d. verkefnið sem vísað er í hér á undan þar sem nemendur meta hversu hvetjandi aðstæður eru í áfanganum, en öll atriði listans má færa yfir á fjarnámskennslu.

Helsti kostur bókarinnar er að hún er ekki of fræðileg eða torlesin. Ekki er þörf að hafa sérfræðiþekkingu á flóknum hugtökum til þess að bókin nýtist leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu, þó að undanskildum upphafskaflanum um starfsemi heilans. Þó svo að umfjöllun um starfsemi heilans og áhrif á hvata sé áhugaverð náði höfundur að tapa mér sem lesanda í of flókum útlistingum á ólíkum svæðum heilans og starfsemi þeirra. Wlodkowski gerir þó það sem hann ætlar sér með bókinni, hann veitir sannarlega hagnýtar upplýsingar sem flétta má beint inn í kennslu. Þá liggur helsti styrkleiki bókarinnar í skýrt uppsettum töflum, tékklistum og gátlistum sem ætlað er að  hjálpa leiðbeinendum við að fella aðferðir hans að sínum eigin kennslustundum. Með því að vísa í margar og fjölbreyttar greinar, bækur og rannsóknir tengdum fullorðnum námsmönnum, hlutverkum kennara, hvata og áhuga, og menningarlegum- og efnahagslegum áhrifum á kennslu fullorðinna svo eitthvað sé nefnt, tekst Wlodkowski að gefa skrifum sínum trúverðugleika að mínu mati.

Á heildina litið er um að ræða áhugaverða, aðgengilega og hagnýta bók sem getur nýst öllum þeim sem hafa áhuga á og starfa við fullorðinsfræðslu auk þess að hún getur einnig nýst sem gott tól fyrir stjórnendur sem vilja hafa áhrif á áhuga og hvata starfsfólks á vinnustað. 

Heimildir

Wlodkowski, R.J. (2008). Enhancing adult motivation to learn: A comprehensive guide for teaching all adults, 3rd ed.. San Francisco: Jossey Bass.

Wlodkowski, R.J. (á.á.). Dr. Raymond Wlodkowski, PhD. Skoðað 6. nóvember 2016 á: http://www.raymondwlodkowski.com/

Að auki var stuðst við eftirfarandi gömlu og góðu grein um skrif bókadóma:

Hammett, H.B. (1974). How to Write a Book Review: A Guide for Students. Social Studies 65(6), 263-265.

Heimsókn í VUC – Haderslev DK

Í lok október fóru 16 starfsmenn frá Keili  til Danmerkur til að heimsækja VUC syd í Haderslev –  sem er skóli sem sinnir fullorðinsfræðslu á suður Jótlandi. Eitt helsta markmiðið með ferðinni var að fá innblástur til fjölbreyttara námsrýmis og kennsluhátta í takt við það. 

img_4284
VUC stendur fyrir Voksen uddannelses center

Mjög fjölbreyttur hópur nemenda er í þessum skóla.
Í raun sameinar skólinn þá möguleika sem grunnmenntaskólinn, menntastoðir og frumgreinadeildir á Íslandi bjóða uppá. Einmitt þess vegna er í þessum skóla töluvert há prósenta af fullorðnum nemendum sem eiga við námsörðugleika að stríða, eru með einhverjar greiningar, athyglisbrest, ofvirkni eða hafa bara fengið vonda upplifun af skólakerfinu t.d. vegna eineltis eða annarra félagslegra vandamála. Því er stefna skólans að bjóða upp á mikið val, mikið svigrúm fyrir ólíka nemendur og halda vel utan um þá nemendur sem þurfa stuðning.

Húsnæðið

Aðkoman að skólanum er hin glæsilegasta þar sem það rís upp af bökkum Haderslev fjarðar, lífæð borgarinnar. Það fyrsta sem mætti okkur var yfirbyggt útikennslusvæði við hliðina á húsinu, með setpöllum og grindverki í kring. Þar eru bæði hátalarar og skjár sem kennarar geta nýtt sér ef þeir óska þess.

Einstaklega veglegt útikennslusvæði
Einstaklega veglegt útikennslusvæði

Í anddyri skólans eru hlið þar sem hver og einn þarf að „tékka sig inn“, bæði nemendur, kennarar og gestir, og greinilegt að enginn óviðkomandi kemst þarna inn með góðu móti.

 

 

Móttökufulltrúi skólans Michael Nielsen tók á móti okkur, enda felst hans starf í því að taka á móti hópum ásamt því að skipuleggja útleigu á húsinu og viðburði sem þar eru haldnir.

Michael byrjaði á því að bjóða okkur inn í litla stofu með tveim langborðum og ca 24 sætum. Þar inni voru tveir sjónvarpsskjáir sem hvor um sig tengdist Apple TV og þangað varpaði hann upplýsingum úr iPadinum með aðstoð Airplay.

Þessi stofa heitir "Det røde rum"
Þessi stofa heitir „Det røde rum“

Hann fór yfir dagskrá dagsins og sagði stuttlega frá því hvernig skólinn var uppbyggður og hvaða kennslufræðilega nálgun væri stunduð. Eftir ca 10 mín langa kynningu bauð hann okkur í skoðunarferð um húsnæðið. Aðalrýmið var mjög opið og bjart, 4 hæðir í húsinu tengdust allar með opnum stigagangi í miðjunni, þar sem birtan fékk að flæða óhindrað í gegnum húsið og flest rými voru einungis stúkuð af með glerveggjum.

Mismunandi litaðir aukahlutir á hæðunum
Mismunandi litaðir aukahlutir á hæðunum

Hver hæð hafði sitt þema bæði í litum og viðfangsefnum. Þannig var raungreinahæðin græn, appelsínugula hæðin hýsti félagsvísindi og gula hæðin tilheyrði tungumálunum.

Þetta hreiður er glaðlegt á litinn
Þetta hreiður er glaðlegt á litinn

 

Á hverri hæð voru mismunandi aðgengileg rými, tvö „hreiður“ sem rúma uþb 20 manns í einu með 4 skjái í miðjunni. Þar er upplagt að setjast inn með hóp og ræða saman – ýtir undir þá upplifun að allir séu jafningjar og kennarinn getur auðveldlega setið sem einn af hópnum.

Hreiðrið séð að innan
Hreiðrið séð að innan

Þessi tvö hreiður á hverri hæð eru einu rýmin sem nemendur eru í felum fyrir umhverfinu, önnur rými í skólanum eru nánast öll annars með glerveggjum.

 

Stofa með bekkjum og 6 skjám
Stofa með bekkjum og 6 skjám

Einnig var stofa með kringlóttum sófum og 6 sjónvarpsskjám ásamt miklu gólfplássi – þar gátu t.d. nemendur sett sín verkefni upp á skjái, eitt verkefni á hverjum skjá og borið saman niðurstöður sínar. Kennarinn getur því auðveldlega haft yfirsýn yfir hvað allir eru að gera. Á hverri hæð voru tvær „hefðbundnar“ skólastofur en þær eru víst einna minnst notaðar.

 

Snertiskjár í borði
Snertiskjár í borði

Einnig voru opin rými með fjölbreyttum möguleikum á vinnuaðstöðu, t.d. hátt borð með snertiskjá í borðinu, þar gátu menn staðið í kring um skjáinn og unnið.

Hleðslustöð fyrir iPad í fundarherberginu
Hleðslustöð fyrir iPad

 

Á hverri hæð voru nokkur fundarherbergi, þar sem hópar gátu setið á háum stólum í kringum hátt borð, hentugt til hópavinnu og þar var jafnframt hleðslustöð fyrir iPadana. Það var á fáum stöðum hægt að hlaða tækin, lítið af innstungum í skólanum, nema á þessum sérstöku hleðslustöðvum. Það ýtti undir notkun á þessum hópherbergjum.

Fallegur matsalur
Fallegur matsalur

Á neðstu hæðinni er gott mötuneyti þar sem ætlast er til að öll neysla matar fari fram – bannað að fara með mat eða drykk upp á hæðirnar. Þessi regla gerir skólann snyrtilegri og fyrir vikið þarf færri ruslafötur.

Sætum pakkað saman og send í kjallarann
Sætum pakkað saman og send í kjallarann

Við hliðina á matsalnum er stór fyrirlestrasalur, með sætum sem halla. Auðvelt er að pakka sætunum saman á vagn og fella þau niður í gólfið, þá er salurinn stór og sléttur með góðu rými og frábæru útsýni yfir ána. Mjög margnota rými.

Í kjallaranum er stór íþróttasalur með góðri aðstöðu. Einnig er í skólanum rannsóknastofur fyrir raungreinar, tónlistarstofa full af hljóðfærum og fullkomið upptökuver með grænum bakgrunni og réttri lýsingu fyrir upptökur.

Fullbúið upptökuver
Fullbúið upptökuver

Upptökuherbergið er mikið nýtt af kennurum sem eru að taka upp námsefni, en einnig af nemendum sem vinna fjölbreytt verkefni.

 

Á 4. Hæðinni (efst) var svo kennarastofan, þar höfðu allir starfsmenn aðgang að tölvum og vinnusvæði, en almennir kennarar höfðu ekki föst skrifborð.

Upplagt húsgagn fyrir örfundi
Upplagt húsgagn fyrir örfundi

Þar voru nokkrar háar hirslueiningar sem virkuðu líka vel sem hátt borð til að standa í kringum fyrir örfundi. Á fjórðu hæðinni hafði rafbókadeildin líka fast aðsetur, það eru uþb 10 manns í fullri vinnu við að útbúa rafbækur fyrir skólann, sem er svo notað sem kennsluefni í stað venjulegra bóka. Skólinn er því sem næst pappírslaus, það er mikið vesen að prenta út blað og einungis tveir prentarar í öllum skólanum.

Hugmyndafræðin

Hugmyndafræðin í þessum skóla gengur út á það að allir nemendur og starfsfólk eru með iPad og allir með eins tæki. Engar skólabækur eða ljósrit – allt námsefnið er í tækjunum. Kennararnir skrifa sjálfir mest af þeim rafbókum sem eru notaðar og stundum eru nemendur hafðir með i þeirri vinnu. Ef eitthvað þarf að hanna eða vinna meira, sér rafbókadeildin um það – þar eru hönnuðir og margmiðlunarfólk sem kunna grafíska hönnun ofl sem þarf til að framleiða gott efni. Rafbækurnar eru svo seldar til annarra skóla, sem geta þá notið góðs af þeirri vinnu sem þarna hefur átt sér stað.

Stutt myndband um rafbækur skólans:

Mikið er lagt upp úr því að nemendur séu ekki lengi á sama stað í kennslustundum. Hver kennslustund er 2,5 tími og viðmiðið er að kennari sjái til þess að sjaldan sé staldrað við lengur en í 30 mín á hverjum stað. Sem dæmi um skipulag á kennslustund getur kennari byrjaði með hópinn í graskerinu, þar sem hann útskýrir væntingar sínar til kennslustundarinnar, kannski sendir hann nemendur hingað og þangað til að lesa einhvern ákveðinn texta til að undirbúa sig fyrir vinnuna, svo safnast allir saman í einni stofu, þar sem textinn er kannski ræddur, nemendur svo settir í hópa til að vinna eitthvað ákveðið verkefni – þá geta þeir nýtt sér hópavinnuherbergin og að verkefnavinnu lokinni hittast allir í herberginu með 6 skjáina þar sem niðurstöður verkefnavinnunnar eru ræddar. Kennarinn tekur púlsinn á nemendum og athugar hvort þau hafi náð markmiðinu með tímanum. Ef eitthvað vantar ennþá upp á með skilninginn á viðfangsefninu, fer kennarinn kannski með hópinn í hefðbundna kennslustofu í lokinn og tekur hefðbundna töflukennslu sem ígrundun og samantekt. Þetta skipulag undirbýr kennarinn vel fyrirfram og birtir dagskrá fyrir nemendur á aðgengilegum stað ásamt því að bóka þau rými sem hann ætlar að nota.

Stutt kynning á hvernig rýmið er notað af kennurum:

Samantekt

Þessi heimsókn var mjög fróðleg og fyllti okkur hjá Keili innblæstri til að hugsa okkar gang, bæði hvað varðar hugmyndafræðina okkar og eins húsnæðið. Okkar vinnuumhverfi er í dag innan þeirra ramma sem bandaríski herinn byggði á Ásbrú uppúr 1960 og skildi eftir handa okkur 2006. Haustið 2010 flutti Keilir í húsið sem auðvitað var tekið í notkun með eins litlum tilkostnaði og hægt var. En vissulega ber skólinn þess merki að vera hannaður út frá þeirri kennslufræði sem var ráðandi laust eftir miðja tuttugustu öldina. Og þar sem okkar nemendur eru lang flestir fullorðnir námsmenn og að miklu leyti samskonar samsetning á nemendahópnum og í Haderslev, teljum við að það væri til bóta að hugsa skipulag náms þeirra á fjölbreyttari hátt en það er í dag, til að auðveldara sé að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda og tryggja virkni annarra en kennarans í vinnutímum.

 

 

 

Brotthvarf úr úr námi

Átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur

 

Samhliða lestri á námskeiðinu þá hef ég velt aðeins fyrir mér brotthvarfi nemenda, hvað veldur og hverjir eru það sem hætta í skóla á framhaldsstigi. Þessi einstaklingar verða í kjölfarið fullorðnir námsmenn ef þeir hugnast að halda áfram námi síðar á ævinni. Ég rakst á grein eftir Ingu Guðrúnu Kristjánsdóttur í Gátt, ársriti um framhaldsfræðslu sem gefið er út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Þar kemur hún inn á ástæður brotthvarfs og leiðir til að draga úr því, einnig segir hún frá átaki sem nefnist Nám er vinnandi vegur. Eins og fram kom í heimsókn okkar í Fræðslumiðstöðina þá er markmið stjórnvalda að lækka hlutfall fólks á aldrinum 20- 66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi á framhaldsstigi niður í 10% árið 2020, hlutfallið er í dag 30%. Átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur er hluti af því markmiði. Leiðir til þess að ná markmiðinu eru m.a. að efla framhaldaskólann og opna hann, atvinnuleitendum gefið tækifæri á að mennta sig, efla starfstengt nám og skil milli framhaldskóla og fullorðinsfræðslu verði sveigjanlegri.

Í skýrslu OECD frá 2006 kemur fram að brotthvarf í framhaldsskólum á Íslandi er töluvert hærra en í öðrum OECD ríkjum, einnig kemur fram að menntunarstig landsmanna á aldrinum 25 – 64 ára er töluvert undir meðaltali. Í kjölfar skýrslunnar var stofnaður vinnuhópur sem átti að skilgreina styrkleika og veikleika menntakerfisins og stuðla að fækkun brotthvarfsnemenda. Takist að draga úr brotthvarfi þá skilar það sér beint til samfélagsins t.d. í sparnaði og uppbyggingu.

Margar ástæður geta legið að baki brotthvarfs og talað er um að það sem ferli en ekki stundarákvörðun nemandans. Þetta er flókið samspil margra þátta. Jón Torfi og Kristjana Stella rannsökuðu námsgegni og afstöðu til náms og í rannsókn þeirra kemur fram að fjórar algengustu ástæður brotthvarfs eru: i) námsleiði ii) boðið gott starf iii) fjárhagsvandi iv) heimilisaðstæður. Hlutfallið er hátt hjá báðum kynjum og hjá ólíkum aldurhópum. Þegar skoðaður er félagslegur þáttur þá er hlutfallið hærra hjá karlmönnum og hærra hjá hópum sem búa við lága fjárhags- og félagslega stöðu. Þegar Norðurlöndin eru skoðuð í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar þá er talað um meginástæðan sé skuldbinding nemenda við nám sitt og að baki því liggja m.a. lélegur námsárangur í upphafi skólagöngu, skorti á félagsfærni og lítilli þátttöku á skólastarfi.

Átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur var rannsóknarvinna Ingu Guðrúnar og byggðist m.a. á tillögum frá samráðshópi ráðuneyta og aðila vinnumarkaðarins. Þeir sem tóku þátt var fólk sem hætt höfðu námi, þeim síðan boðið að skrá sig í nám á framhaldsskólastigi á vegum átaksins. Eftir að átakinu lauk þá voru skoðaðar ástæður brotthvarfs þeirra sem hættu í miðju átaki. Um 1500 nemendur sem skráðir voru í nám á framhaldsskólastigi haustið 2011 tóku þátt í verkefninu. Hópurinn var tvískiptur,  annars vegar nemendur á skrá hjá Vinnumálastofnum og hins vegar nemendur á aldrinum 18 – 24 ára sem framhaldskólar innrituðu til viðbótar við hefðbundna nemendur. Skilgreina þurfti í upphafi hverjir þyrftu viðbótarstuðning til að sporna gegn brotthvarfi en leitað var leiða til að minnka líkur á brotthvarfi nemendanna. Hópurinn var fjölbreyttur og margir áttu að baki neikvæða reynslu í skólakerfinu allt frá grunnskóla og glímt við ýmsar hindranir í námi einnig voru dæmi þess að nemendur höfðu staðið sig vel í námi en hætt. Aldur þátttakendanna var frá 18 – 50 ára og var breiddin meiri í nemendahópi Vinnumálastofnunnar, karlar voru fleiri í verkefninu, rúm 58%.

Talsvert brotthvarf var á haustönn eða um 21%, fleiri hættu í námi sem komu úr nemendahópi 18-24 ára sem höfðu verið án skólavistar áður. Það dró úr brotthvarfi á vorönn og aðeins rúm 11% voru hættir í lok annar sem má teljast jákvæð þróun. Þegar borin eru saman bóknámsbrautir og starfsbrautir þá kom í ljós að brotthvarf á bóknámsbrautum var áberandi meira. Í viðtölum við nemendurna kom í ljós að ástæður voru margþættar og margar hindranir sem jafnvel voru samfelldar og höfðu haft einkennandi áhrif á alla skólagöngu þeirra, sem dæmi má nefna námsörðugleikar, líkamaleg- og andleg veikindi og félagslegur þáttur. Ástæðunum var skipt upp í 13 þætti og gat hver nemandi gefið upp fleiri en eina ástæðu brotthvarfs sem oft tengdust sín á milli.  Algengustu ástæður sem nemendur nefndu voru:

  • fjárhagsvandi
  • andleg veikindi
  • áhugaleysi eða hæfir ekki getu
  • námsörðugleikar
  • atvinna

Það vakti athygli hátt hlutfall þeirra sem hættu námi vegna andlegra veikinda sem gefur til kynna að nauðsynlegt er að bregðast við andlegri líðan brotthvarfsnema. Þegar skoðaðar eru niðurstöður á framtíðarsýn nemanna sem hættu námi þá eru þeir jákvæðir gagnvart áframhaldandi námi eða um 90%, hópurinn 18 -24 ára jákvæðari en hópurinn frá Vinnumálastofnum. Einnig má nefna að talsverður hópur stóð sig vel og sýndi góðan námsárangur og að tæp 8% luku námi að vori ýmist af starfsnáms- eða bóknámsbrautum.

Ég læt fylgja með slóð á greinina

http://www.frae.is/media/70377/15-Gatt_2013_web_052-058_839857129.pdf

Starfsþróun í sandkassa

20160928_174644
Í dag tókum við nokkur þátt í MegaMenntaBúðum . En Menntabúðir eða „Educamps“ eru leið til að skipulegga nám eða starfsþróun. Um er að ræða samkomu þar sem einhver hópur fólks kemur saman á sama stað og sama tíma til að læra hvert af öðru. Skipuleggjendur bjóða fólk velkomið og þátttakendur bjóða sig fram til að kenna öðrum – eða bjóða upp á umræðu um – eitthvað tiltekið efni. Þetta getur gerst nokkrum sinnum. Hópurinn safnast saman, fólk býður fram umræðuefni eða örkennslu og dreifist það um húsnæðið. Þeir sem ætla að kenna eða koma umræðum af stað koma sér fyrir á ákveðnum stað og þeir sem vilja taka þátt eða læra af þeim koma og fylgjast með og taka þátt eins lengi og þeir vilja, þangað til næsta tímabil byrjar, þegar hópurinn dreifist á nýja stað
20160928_174321

Allar mynduirnar sem ég tók

Önnur fyrirbæri sem byggja á svipuðum hugmyndum eru t.d.

sömuleiðis mætti bera þetta saman við hugmyndir um að skipuleggja nám sem ferli eða sandkassa:

Þið sem fóruð. Bætið við sögum og reynslu.

Spáum aðeins í það hvað þetta er og hvernig það tengist því sem við höfum verið að ræða um nám fullorðinna.

 

Hvers vegna fullorðinsfræðsla?

Miðvikudaginn 21. september áttum við fund þar sem viðfangsefnið var ástæður fyrir fullorðinsfræðslu. Við byrjuðum með spurninguna: Af hverju er boðið uppá fullorðinsfræðslu. Þátttakendur ræddu þessa spurningu í tveimur hópum. Annar á vefnum og hinn í kennslustofunni. Hér er hugarkort sem varð til í gegnum þessar umræður.

af-hverju-er-bodid-upp-a-fullordinsfraedslu

Greinilegt er af hugarkortinu að þátttakendur voru mjög uppteknir af því af hvaða hvötum fullorðnir læra og leggja stund á nám alls konar. Og vissulega má segja að skipulagsheildir sem bjóði upp á skipulagt nám fyrir fullorðna geri það til þess að svara þörf, mæta námsþörfum fólks. Og hugarkortið sýnir margt sem gott er að hafa í huga þegar maður reynir að sjá fyrir sér af hvaða hvötum fólk kemur á ráðstefnur eða námskeið.

Þetta er ein af þeim spurningum sem rannsakendur hafa rannsakað hvað mest á þessu sviði. Liggja margar greinar og bækur eftir þá. Hér er bloggfærsla í vinnslu um einmitt þessa spurningu.

Hin hliðin á spurningunni er „Hvers vegja ákveða skipulagsheildir að bjóða upp á nám og fræðslu?“ Hér er spurgt öðru vísi:

Hugmyndir að baki fullorðinsfræðslu

Af hvaða hvötum er boðið upp á
fullorðinsfræðslu? Af hverju ætli fyrirtæki, stofnanir, sveitafélög og ríki bjóði uppá, styðji við og jafnvel fjármagni alls konar nam fyrir  fullorðna.

Að baki því að einhver skipulagseining býður fólki upp á nám býr einhver hugmynd, hugmyndafræði, heimsmynd, og mannskilningur. Hér má sjá töflu sem prof. Jost Reischmann setti upp fyrir langa löngu:

 

Trúarleg

Frelsandi

Mannleg

Hagnýt

Miðlæg fullyrðing

Til að koma heiminum í lag (eins og skaparinn vildi
hafa það)

Nám er upphaf frelsisins (Skapa nýja heima)

Að þroska manneskjur heildrænt með öllum möguleikum

Leysa vanda

Höfundar

Comenius, Grundwig

Rousseau, Freire, Verkalýðsfræðsla

Rogers, Háskólanám

Mager

OECD / EU etc

Hugmyndir um kennarann

+ þjónn

– Móralisti

– Predikari

+ Frelsandi,
+ upplýsandi

– Lýðskrumari

+ Ráðgjafi,
+ „Auðveldari“ (Facilitator)

– Gúrú

+ Skipuleggjandi,
+ Kennari
– Tæknir

– Kerfiskarl

Vandamál

Leiðir stundum til predikana

Draga sig út úr heiminum

Gera fólk óánægt (með aðstæður sínar)


Einkavædd mannúð

(Philanthropsche privatheit)

Vandinn, áhrifavaldar eða markmið sem búa að baki fræðslunni
geta gleymst…

Umræðan um fullorðinsfræðslu sveiflast gjarnan milli ólíkra póla. Um þessar mundir er það kanski hagnýta sjónarhornið sem ræður ríkjum. Það má sjá í alls konar skýrslum og stefnuplöggum.

Nám fullorðinna og dreifbýlið… | namfullordinna.is

Frá og með iðnbyltingunni hefur straumur fólks Iegið frá dreifbýli til þéttbýlis, frá þorpum til borga. Byggðarlög sem áður héldu lifinu í hundruðum manna eru að verða auð og þorp sem iðuðu af mannlífi sem draugaþorp, þar sem enginn vill búa lengur! Margir hafa reynt að spyrna við fótum og samfélagið sem heild virðist almennt hafa verið sammála um að það sé full ástæða til að „styðja við” landsbyggðina með ýmsu móti.

Hvað afleiðingar ætli það hafi fyrir landið og dreifbýlið að það sé boðið upp á nám í heimabyggð og háskólar bjóða upp á fjarnám? Getum við gert betur?

Lestu meira: Nám fullorðinna og dreifbýlið… | namfullordinna.is

Segðu okkur hér í athugasemdunum hvaða hugmyndir kvikna hjá þér…

Menntun er máttur

Í þessari kynningu fjalla ég um þá þætti sem hafa áhrif á fullorðna námsmenn.  Innri hvatir og utanaðkomandi áhrif hafa mikil áhrif á framvindu náms.  Ég fjalla um þær hindranir sem geta verið á vegi fullorðinna námsmanna.

ÞórunnÓskÞórarinsdóttirGlærurMenntun ÞórunnÓskÞórarinsdóttirMenntunermátturx

Hvað skiptir stéttarfélög máli varðandi nám og menntun? | namfullordinna.is

Ég er að undirbúa mig fyrir vinnufund með BSRB um menntastefnu. Í tengslum við það hef ég verið að kynna mér aðeins betur ýmislegt um stéttarfélög og menntamál. Hér er smá samantekt:

Hvað skiptir stéttarfélög máli varðandi nám og menntun? | namfullordinna.is.

Viljið þið lesa meira má kíkja í Diigo undir Menntastefna

Teaching for transfer.

Teaching for transfer.

Ég er í þessari viku búin að vera að lesa töluvert í fræðunum okkar, bæði bókunum og efni sem vísað er í. Eitt hugtakið sem birtist aftur og aftur er hugtakið „transfer“ og þá í merkingunni „teaching for transfer“. Kristín Aðalsteinsdóttir vísar í hugtakið í bókinni „Lífsfylling“ en þau nöfn sem oft eru nefnd í samhengi við transfer er Vibe Aarkrog og Bjarne Wahlgren. Á Diigo er gefinn hlekkur á danska fræðsluþáttaröð sem heitir „Danskernes akademi“ og þar fann ég fyrirlestur sem Vibe Aarkrog frá Háskólanum í Árósum flutti. Útgangspunktur fyrirlestrarins er sú staðreynd, að mjög oft fer fólk á námsskeið að læra hitt og þetta, en þegar það kemur aftur á vinnustaðinn er gömlu aðferðinni beitt og ekkert breytist. Ástæðuna segir Vibe vera, að oft sé nám sem ferli vanmetið, af bæði nemendum og kennurum.

Í fyrirlestrinum leggur Vibe áherslu á tvær skilgreiningar, en bendir að sjálfsögðu á að fleiri skilgreiningar á transfer hugtakinu sé að finna. Transfer má þýða sem “yfirfærsla“. Nám og það að læra er yfirfærsla á annarsvegar a) því sem að maður hefur lært í bókum og á fyrirlestrum yfir í kringumstæður þar sem hið lærða á að nýtast, þ.e. á vettvangi. Ef þessi  yfirfærsla tekst ekki, þá á nemandinn erfitt með að skilja gagnsemi  námsins og verður fráhverfur náminu. Skilgreining b)kallast samlíking og lýtur að fyrri reynslu. Þegar að nemandi í skólastofunni eða í bókunum rekst á eitthvað sem hann kannast við úr öðrum kringumstæðum, gengur námið mun betur fyrir sig, því það að þekkja eða kannast við, flýtir fyrir yfirfærslunni .

Þeim sem gengur best að læra, eru þeir sem eiga auðvelt með að hugsa óhlutbundið, abstrakt, en nám og reynsla eykur þann hæfileika. Óhlutbundin hugsun er gjarnan framandi fyrir þá sem stunda verknám, segir Vibe, því þeirra lærdómur er svo „konkret“.

Í okkar samhengi, hlýtur þessi kenning að vera mjög áhugaverð, því fullorðnir búa yfir svo víðtækri lífsreynslu sem margfaldar það sem ég vil kalla „tilvísunar rammann“ í náminu og þarmeð getuna til að skilja og læra. T.d. það að leysa erfið vandamál er eitthvað sem lífið býður uppá og færir fólki í flestum tilfellum reynslu og þroska. Þetta er hinsvegar oft á tíðum mjög erfitt fyrir þá sem ekki eru vanir að hugsa óhlutbundið og hafa minni reynslu af að leysa vandamál.

Mér finnst þessi kenning afar áhugaverð og spennandi, og mér finnst hún endurspeglast mjög vel hjá viðmælendum Kristínar Aðalsteinsdóttur í „Lífsfylling“.

http://www.dr.dk/DR2/Danskernes+akademi/Paedagogik_Psykologi/Hvorfor_er_det_saa_svaert_at_anvende_det_man_har_laert.htm

http://www.bog-ide.dk/productsamples/9788771240641.pdf