Greinasafn fyrir flokkinn: Samfélag

Heimsókn í VUC – Haderslev DK

Í lok október fóru 16 starfsmenn frá Keili  til Danmerkur til að heimsækja VUC syd í Haderslev –  sem er skóli sem sinnir fullorðinsfræðslu á suður Jótlandi. Eitt helsta markmiðið með ferðinni var að fá innblástur til fjölbreyttara námsrýmis og kennsluhátta í takt við það. ... Meira

Starfsþróun í sandkassa

20160928_174644
Í dag tókum við nokkur þátt í MegaMenntaBúðum . En Menntabúðir eða „Educamps“ eru leið til að skipulegga nám eða starfsþróun. Um er að ræða samkomu þar sem einhver hópur fólks kemur saman á sama stað og sama tíma til að læra hvert af öðru. Skipuleggjendur bjóða fólk velkomið og þátttakendur bjóða sig fram til að kenna öðrum – eða bjóða upp á umræðu um – eitthvað tiltekið efni. Þetta getur gerst nokkrum sinnum. Hópurinn safnast saman, fólk býður fram umræðuefni eða örkennslu og dreifist það um húsnæðið. Þeir sem ætla að kenna eða koma umræðum af stað koma sér fyrir á ákveðnum stað og þeir sem vilja taka þátt eða læra af þeim koma og fylgjast með og taka þátt eins lengi og þeir vilja, þangað til næsta tímabil byrjar, þegar hópurinn dreifist á nýja stað
20160928_174321... Meira

Hvers vegna fullorðinsfræðsla?

Miðvikudaginn 21. september áttum við fund þar sem viðfangsefnið var ástæður fyrir fullorðinsfræðslu. Við byrjuðum með spurninguna: Af hverju er boðið uppá fullorðinsfræðslu. Þátttakendur ræddu þessa spurningu í tveimur hópum. Annar á vefnum og hinn í kennslustofunni. Hér er hugarkort sem varð til í gegnum þessar umræður.... Meira

Nám fullorðinna og dreifbýlið… | namfullordinna.is

Frá og með iðnbyltingunni hefur straumur fólks Iegið frá dreifbýli til þéttbýlis, frá þorpum til borga. Byggðarlög sem áður héldu lifinu í hundruðum manna eru að verða auð og þorp sem iðuðu af mannlífi sem draugaþorp, þar sem enginn vill búa lengur! Margir hafa reynt að spyrna við fótum og samfélagið sem heild virðist almennt hafa verið sammála um að það sé full ástæða til að „styðja við” landsbyggðina með ýmsu móti.... Meira