Stjórna útsendingu og upptöku á kennslustund... Meira
Heimsókn í VUC – Haderslev DK
Í lok október fóru 16 starfsmenn frá Keili til Danmerkur til að heimsækja VUC syd í Haderslev – sem er skóli sem sinnir fullorðinsfræðslu á suður Jótlandi. Eitt helsta markmiðið með ferðinni var að fá innblástur til fjölbreyttara námsrýmis og kennsluhátta í takt við það. ... Meira
Vendinám – Flipped learning Certification
Í þessari bloggfærslu ætla ég að segja ykkur frá kennsluaðferð sem kallast vendinám (e. Flipped Learning) og hefur verið notuð í Keili í bráðum 5 ár. Það sem hvatti mig af stað í þessi skrif er netnámskeið sem ég er nýbúin að skrá mig á og langar að deila þeirri upplifun með ykkur.... Meira
Að sækja sér … kartöflur í soðið og menntun í leiðinni…
Hvernig ætli við tölum um nám, kennslu, þann lærdóm sem hlýst af náminu og jafnvel menntunina sem gæti komið í kjölfarið???... Meira
Ólíkir fullorðnir námsmenn
Brotthvarf úr úr námi
Átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur
Samhliða lestri á námskeiðinu þá hef ég velt aðeins fyrir mér brotthvarfi nemenda, hvað veldur og hverjir eru það sem hætta í skóla á framhaldsstigi. Þessi einstaklingar verða í kjölfarið fullorðnir námsmenn ef þeir hugnast að halda áfram námi síðar á ævinni. Ég rakst á grein eftir Ingu Guðrúnu Kristjánsdóttur í Gátt, ársriti um framhaldsfræðslu sem gefið er út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Þar kemur hún inn á ástæður brotthvarfs og leiðir til að draga úr því, einnig segir hún frá átaki sem nefnist Nám er vinnandi vegur. Eins og fram kom í heimsókn okkar í Fræðslumiðstöðina þá er markmið stjórnvalda að lækka hlutfall fólks á aldrinum 20- 66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi á framhaldsstigi niður í 10% árið 2020, hlutfallið er í dag 30%. Átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur er hluti af því markmiði. Leiðir til þess að ná markmiðinu eru m.a. að efla framhaldaskólann og opna hann, atvinnuleitendum gefið tækifæri á að mennta sig, efla starfstengt nám og skil milli framhaldskóla og fullorðinsfræðslu verði sveigjanlegri. Í skýrslu OECD frá 2006 kemur fram að brotthvarf í framhaldsskólum á Íslandi er töluvert hærra en í öðrum OECD ríkjum, einnig kemur fram að menntunarstig landsmanna á aldrinum 25 – 64 ára er töluvert undir meðaltali. Í kjölfar skýrslunnar var stofnaður vinnuhópur sem átti að skilgreina styrkleika og veikleika menntakerfisins og stuðla að fækkun brotthvarfsnemenda. Takist að draga úr brotthvarfi þá skilar það sér beint til samfélagsins t.d. í sparnaði og uppbyggingu. Margar ástæður geta legið að baki brotthvarfs og talað er um að það sem ferli en ekki stundarákvörðun nemandans. Þetta er flókið samspil margra þátta. Jón Torfi og Kristjana Stella rannsökuðu námsgegni og afstöðu til náms og í rannsókn þeirra kemur fram að fjórar algengustu ástæður brotthvarfs eru: i) námsleiði ii) boðið gott starf iii) fjárhagsvandi iv) heimilisaðstæður. Hlutfallið er hátt hjá báðum kynjum og hjá ólíkum aldurhópum. Þegar skoðaður er félagslegur þáttur þá er hlutfallið hærra hjá karlmönnum og hærra hjá hópum sem búa við lága fjárhags- og félagslega stöðu. Þegar Norðurlöndin eru skoðuð í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar þá er talað um meginástæðan sé skuldbinding nemenda við nám sitt og að baki því liggja m.a. lélegur námsárangur í upphafi skólagöngu, skorti á félagsfærni og lítilli þátttöku á skólastarfi. Átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur var rannsóknarvinna Ingu Guðrúnar og byggðist m.a. á tillögum frá samráðshópi ráðuneyta og aðila vinnumarkaðarins. Þeir sem tóku þátt var fólk sem hætt höfðu námi, þeim síðan boðið að skrá sig í nám á framhaldsskólastigi á vegum átaksins. Eftir að átakinu lauk þá voru skoðaðar ástæður brotthvarfs þeirra sem hættu í miðju átaki. Um 1500 nemendur sem skráðir voru í nám á framhaldsskólastigi haustið 2011 tóku þátt í verkefninu. Hópurinn var tvískiptur, annars vegar nemendur á skrá hjá Vinnumálastofnum og hins vegar nemendur á aldrinum 18 – 24 ára sem framhaldskólar innrituðu til viðbótar við hefðbundna nemendur. Skilgreina þurfti í upphafi hverjir þyrftu viðbótarstuðning til að sporna gegn brotthvarfi en leitað var leiða til að minnka líkur á brotthvarfi nemendanna. Hópurinn var fjölbreyttur og margir áttu að baki neikvæða reynslu í skólakerfinu allt frá grunnskóla og glímt við ýmsar hindranir í námi einnig voru dæmi þess að nemendur höfðu staðið sig vel í námi en hætt. Aldur þátttakendanna var frá 18 – 50 ára og var breiddin meiri í nemendahópi Vinnumálastofnunnar, karlar voru fleiri í verkefninu, rúm 58%. Talsvert brotthvarf var á haustönn eða um 21%, fleiri hættu í námi sem komu úr nemendahópi 18-24 ára sem höfðu verið án skólavistar áður. Það dró úr brotthvarfi á vorönn og aðeins rúm 11% voru hættir í lok annar sem má teljast jákvæð þróun. Þegar borin eru saman bóknámsbrautir og starfsbrautir þá kom í ljós að brotthvarf á bóknámsbrautum var áberandi meira. Í viðtölum við nemendurna kom í ljós að ástæður voru margþættar og margar hindranir sem jafnvel voru samfelldar og höfðu haft einkennandi áhrif á alla skólagöngu þeirra, sem dæmi má nefna námsörðugleikar, líkamaleg- og andleg veikindi og félagslegur þáttur. Ástæðunum var skipt upp í 13 þætti og gat hver nemandi gefið upp fleiri en eina ástæðu brotthvarfs sem oft tengdust sín á milli. Algengustu ástæður sem nemendur nefndu voru:- fjárhagsvandi
- andleg veikindi
- áhugaleysi eða hæfir ekki getu
- námsörðugleikar
- atvinna
Fundagerð 2. staðlotu 24. okt. 2016
Dagskrá lotunnar:
- Kl. 9-9:30 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins – hlutverk og helstu viðfangsefni; Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri og Sigrún Kristín Magnúsdóttir, fulltrúi NVL og kynningarmál. FA
- Kl. 9:30 – 10 Hæfnigreiningar og námskrár fyrir markhópinn; Halla Valgeirsdóttir, námskrár og þarfagreiningar FA
- Kl. 10-10:15: Kaffi og spjall
- Kl 10:15-10:45 Kynning á raunfærnimati: Haukur Harðarson, aðferðafræði raunfærnimats FA
- Kl. 10:45-11:15 Náms- og starfsráðgjöf; Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, aðferðafræði náms- og starfsráðgjafar og raunfærnits. FA
- Kl. 11:15-11:30 Umræður
- Kl. 11:30-12:10 Fjármögnun fullorðinsfræðslu ; Krístín Njálsdóttir hjá Landsmennt.
- Hádegishlé
- Kl 13:15-14:30 Umræður um námskeiðið og hvernig gengur.
Fundagerð
Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri gerði góða grein fyrir tilurð og starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA). FA var stofnað af Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) árið 2002 og fór starfsemin af stað 2003. Árið 2010 bættust Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í starfsemi FA. Hlutverk FA er að vera samstarfsvettvangur þessara aðila um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtakanna. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Árið 2010 voru sett lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Markmið laganna er að mæta þörfum fullorðins fólks með stutta formlega skólagöngu að baki ásamt því að skapa svigrúm og úrræði til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu og hæfni starfsfólks.Sveinn lagði áherslu á að frá upphafi hafi aðilar vinnumarkaðsins (ASÍ og SA) tekið ábyrgð og fullan þátt í að móta framhaldsfræðsluna. Þetta telur hann afar mikilvægt og skapi Íslandi sérstöðu meðal þjóða. Í dag eiga ASÍ og SA um 80% í FA og hinir aðilarnir skipta með sér 20% sem gerir það að verkum að aðilar vinnumarkaðarins eru enn ráðandi afl. ... Meira
Starfsþróun í sandkassa
Hvers vegna fullorðinsfræðsla?
Hugmyndir að baki fullorðinsfræðslu
Af hvaða hvötum er boðið upp á fullorðinsfræðslu? Af hverju ætli fyrirtæki, stofnanir, sveitafélög og ríki bjóði uppá, styðji við og jafnvel fjármagni alls konar nam fyrir fullorðna. Að baki því að einhver skipulagseining býður fólki upp á nám býr einhver hugmynd, hugmyndafræði, heimsmynd, og mannskilningur. Hér má sjá töflu sem prof. Jost Reischmann setti upp fyrir langa löngu:
... Meira Samfélagið | namfullordinna.isKíkið á þennan póst til að styðja við lesturinn í kring um fyrsta þema námskeiðsins: Nám fullorðinna frá samfélagslegu sjónarhorni: Það sem mér finnst skipta mestu máli fyrir ykkur í þessum kafla er að þið þjálfið augu ykkar og eyru til að sjá „námsþarfir“ sem verða til í samfélaginu. Þið sem „Fullorðinsfræðar…Lesið þessa færslu: Samfélagið | namfullordinna.is... Meira Námskeiðsvefur |