Greinasafn fyrir flokkinn: Byrjun

Lokaðir umræðuþræðir

Threads

Ég er búinn að setja upp umræðuþræði fyrir okkur.  Þeir eru lokaðir öðrum en þátttakendum þessa námskeikðs. Þannig að þar getum við spjallað saman út af fyrir okkur.  Annað efni er opið öllum ;-).

Kosturinn við umræðuþræði er að þar er auðvelt að fylgja röksemdafærslunni í umræðunni. Í öðru fyrirkomulagi, eins og í Facebook t.d. týnir maður auðveldlega þræðinum, sérstaklega ef maður er ekki á bóla kafi í umræðunni daginn út og inn.

Til að byrja með er hér tvennt: Bókaklúbbur, þar sem við getum rætt um lestur aðal bókarinnar og svo geymsla fyrir allar upptökur.

1. Veffundur námskeiðsins

marquee-02-overview-709x400

Á morgun þriðjudaginn 6. september kl. 15:00 hittumst við á veffundi: Allir sitja við sína tölvu og við spjöllum saman yfir netið, eins og í gegnum Skype.

Á  fundinum munum við  fara yfir innihald og vinnulag á námskeiðinu og verkefni ásamt því að átta okkur á samvinnunni  og leggja drög að samvinnu okkar út vikuna fram að staðlotunni sem verður mánudaginn 12. september.

Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar um þátttöku í fundum yfir netið. Það er í sjálfu sér ekki flókið. En nauðsynlegt er að stilla ákveðna hluti í tölvunni fyrst. Þá munar miklu að geta tengt sig með snúru við internetið / routerinn. Þá er algjörlega nauðsynlegt að nota heyrnartól.

Sjá nánar hér: https://menntasmidja.hi.is/adobe-connect/connect-fyrir-fundargesti/

Fundarherbergið okkar er hér: http://c.deic.dk/namfullordinna

Þið getið alltaf kíkt þar inn og stillt hljóðnemann og myndavélina.

Verið endilega búin að prófa kerfið þegar við hittumst kl. 15:00 á netinu á morgun. Það er líka tilvalið að opna kerfið aðeins fyrr, til að vera viss um að allt virki rétt 😉

Týnd/ur???

lost and blur in Aguastuertas

Æ… er það nokkuð skrítið þótt þér finnist þú vera svolítið týnd/ur hér … svona í upphafi? En er það ekki alltaf þannig, þegar maður kemur á nýjan stað, í nýtt samhengi. Á námskeiðum hafa skipuleggjendur þeirra allir sína dutlunga, bjóða upp á alls konar hluti sem maður á ekki von á eða veit ekki…

Kanski hjálpar pósturinn minnu um rauða þráðinn þér eitthvað… en svo er bara að lesa blogg færslurnar, þær eru í tímaröð, þær elstu neðst (ég lét fylgja eina frá fundi sem fór fram á öðru námskeiði fyrir nokkur… bara uppá grín).

Til þess að geta tekið þátt hér á námskeiðsvefnum, þarftu:

 1. að vara skráð/ur í kerfið (ég þarf svo að samþykkja þig handvirkt inn í kerfið)
 2. að hafa fengið samþykki mitt á eina athugasemd (comment)

þá eru þér allar leiðir greiðar 😉

Flestir póstarnir innihalda spurningar til þín sem ég bið þig um að svara með því að nota „Commentakerfið“. Sá hængur fylgir gjöf Njarðar að þú þarft að bíða eftir að ég samþykki fyrsta póstinn frá þér (öryggisráðstöfun).

Ég reikna með að hér fari fram umræður um innihald námskeiðsins og að hagnýtar umræður og persónulegri umræður fari aftur á móti fram í Facebook hóp námskeiðsins.

 

Leiðbeiningar um vefinn

 

Stundum getur verið erfitt að rata um nýjan vef sem maður þekkir ekki. Hér er smá lýsing á þessum.

Námskeiðsvefurinn er hluti af neti vefja sem þar sem er að finna námsbrautarvef: Vef fyrir námsleiðina Nám fullorðinna og svo sérstaka vefi fyrir hvert námskeið á námsleiðinni.

Á námsleiðarvefnum eru fréttir sem tengjast námsleiðinni og ýmsu sem tengist fullorðinsfræðslu á Íslandi og norðurlöndunum. Þar safnast saman alls konar efni UM fullorðinsfræðslu. Pistlar frá kennurum UM innihald námskeiðanna, verkefni nemenda eins og bókadómar, frásagnir um áhrifaríka fræðimenn eða kennsluaðferðir sem henta í fullorðinsfræðslu. Þetta efni tengist allt ólíkum námskeiðum á námsleiðinni og er það yfirleitt merkt með viðeigandi efnisorðum.

Þetta er námskeiðsvefur fyrir námskeiðið fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra. Hér koma almennir pistlar frá mér til að leiðbeina ykkur í gegnum námið, tilvísanir á færslur á námsleiðarvefnum sem ég vil benda ykkur á og fá ykkur til að ræða sérstaklega. Sum verkefni frá ykkur, sem eiga líka erindi við almenning. Samvinna okkar um það að safna upplýsingum um símenntunargeirann á Íslandi og til að ná utan um þemu námskeiðsins. Þar að auki tilvísanir í ítarefni á vefnum.

Þessar tilvísanir eru útdráttur úr Diigo safninu mínu, þar safna ég saman slóðum í efni á netinu sem mér finnst gagnlegt. Ég flokka það þannig að það sem nýtist nemendum mínum er sérstaklega merkt. Á námskeiðsvefnum má sjá 10 síðustu færslurnar merktar þessu námskeiði. (Sjá meira um Diigo hér)

Efnið á vefnum birtist í einni bendu í miðjudálkinum og er þar í tímaröð. EN það er allar færslur flokkaðar á tvennan hatt annars vegar með efnisorðum og hins vegar með tögum.

Efnisorð flokka færslur annars vegar eftir hlutverki færslunnar og hins vegar eftir þema. Til þess notum við efnisorð.

Hlutverk:

 • Um byrjunina (Færslur sem borgar sig að lesa í upphafi til að komast af stað)
 • Um námið (Almennt um námið)
 • Um stöðuna nuna á námskeiðinu
 • Um staðlotu
 • Tilkynning
 • Um veffundi (Um næsta eða liðna fundi, fundargerðir, myndir verkefni og annað)
 • Verkefni (Eitthvað sem er reiknað með að þið gerið)

Þemu

 • Samfélag (Nám fullorðinna í samfélagslegu sjónarhorni)
 • Fullorðnir námsmenn (Um sérstöðu og aðstæður fullorðinna sem námsmenn)
 • Kenningar (um fullorðna námsmenn, nám, þátttöku í námi o.fl.)
 • Þroskasaga (um ólík þroskastig í ævi fullorðinna og hvernig þau tengjast námi, námsþörfum og aðstæðum þeirra)

Þá eru færslurnar líka flokkaðar með notendavöldum efnisorðum eða tögum (á ensku heitir það Tags). Stundum eru slík tög mekt með myllumerkinu # eins og t.d. í Twitter. Þú getur fundið færslur á þessum vef eftir tögum líka. Sjá svæðið hægra megin „Mest notuðu tögin“

Svo er að sjálfsögðu hægt að slá inn leitarorð í leitarreitinn og kanna hvort einhver færsla inniheldur það orð.

Samvinna á vefnum fer fram á þrennan hátt

 1. Umræður og viðbrögð við færslum. Færslurnar sem birtast á miðjudálki vefsins bjóða oft uppá að við bregðumst þar við innihaldi þeirra. Stundum verða fjörlegar umræður um tiltekna færslur. Það má líka halda áfram umræðum sem hófust kanski fyrir einu eða tveimur árum síðan!
 2. Umræðuþræðir. Vefurinn býður upp á lokað umræðusvæði þar sem við getum spjallað (skrifast á) um afmörkuð efni á skipulagðan hátt (svo kallaðir umræðuþræðir) (Það opnast fyrir þá bráðum)
 3. Sameiginleg skrif á Wiki. Nemendur sem tóku námskeiðið á undan ykkur hafa safnað saman upplýsingum um símenntunargeirann og reikna ég með að þið haldið þeirra vinnu áfram og fyllið upp í gloppur. Sömuleiðis eru óformlegar glósur þar sem nemendur hjálpast að við að átta sig á efninu. Þetta er fyrir okkur, ekki til að koma efninu sérstaklega á framfæri við aðra. Þið eruð beðin um að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og bæta við þar sem ykkur langar til að drepa niður fæti/penna/fingri…

Sjá nánar hér fyrir neðan:FNA-vefurinn-2

 

Um það að finna rauða þráðinn…

US Navy 090807-N-5207L-345 ance Cpl. Steve Martinez, right, leads fellow U.S. Marines and Sailors from the Royal Brunei Navy in a tug-of-war during a Cooperation Afloat Readiness and Training (CARAT) Brunei 2009 sports day

Þegar maður byrjar á nýju námskeiði tekur það alltaf smá stund að finna… eða að búa sér til rauðan þráð. Hver hópur býr sér til sína eigin leið að markmiðum námskeiðsins. Hver einstaklingur í hópnum hefur sínar ástæður fyrir því að velja það að verða samferða hóp sem velur ferðalagið að þeim markmiðum sem námskeiðið á að hjálpa nemendum að ná. OG hver þátttakandi hefur sín eigin markmið með þátttöku í námskeiðinu. Saman sköpum við okkur leið að markmiðunum með viðkomu í verkefnum, umræðum, lestri, skrifum og samtölum.

Þegar við erum að þessu hver í sínu horni og snertiflöturinn er vefur og nokkrar staðlotur skiptir miklu að ALLIR þátttakendur leggi sitt að mörkum til að skapa ánægjulegt og spennandi námsandrúmsloft sem hvetur okkur öll áfram. Við erum c.a 25 sem erum að vinna saman á þessu námskeiði og þá munar um hvern einstakan. Þetta er ekki 100 manna námskeið þar sem er nóg að mæta til að hlusta á fyrirlestra og skrifa ritgerð og taka próf og vita ekkert af samnemendum. Viðfangsefnið og formið kallar á að allir leggi sitt af mörkum. Innihald og markmið námskeiðsins kalla á þetta.

Þemun á námskeiðinu eru þrjú:

 1. Samfélag: Samfélagslegur bakgrunnur náms fullorðinna
 2. Kenningar: Kenningar, hugmyndir og módel sem geta lýst námi fullorðinna, þátttöku þeirra, áhugahvöt ög öðru sem hefur áhrif á nám fullorðinna í ólíkum aðstæðum og á ólíkum tímum lifsins.
 3. Þroskaferli: Kenningar, rannsóknir og reynsla af þroskaferli fólks, ólíkum viðfangsefnum fólks á ákveðnum æviskeiðum og merking þess fyrir nám þess og störf þeirra sem koma að skipulagningu og framkvæmd fræðslu fyrir og með fullorðnum

Til að búa þér til rauðan þráð í gegnum þessi þemu hefur þú ýmis tól:

1) Bok Merriam og Caffarella

2) Færslur mínar á vefnum

3) Verkefni sem ég reikna með að þið vinnið hér á vefnum

Hér er málið að þið bætið við upptalninguna og vinnið saman með hana þannig að hún sé gagnleg og áhugaverð lesning, með slóðum í viðkomandi stofnanir og einhverjar upplýsingar… sýnið hvað í ykkur býr 😉

15% af einkunn er fyrir „þátttöku“. Ég mun reikna hana út með því að skoða hvernig þið komið að þessum s.k. „þátttökuverkefnum“. Í lok september mun ég biðja ykkur um stutta skýrslu með yfir það sem þið viljið að ég taki mið af við að reikna fyrsta hluta þessarar einkunnar. Þegar ég gef einkunn fyrir þennan hluta er ég meira að leita eftir þátttöku, frumkvæmð, samhjálp og stuðningi við samnemendur, en hugmyndalegri dýpt eða „réttu“ eða „flottu“ innihaldi …

Ég vona að þetta gefi ykkur aðeins betri hugmynd um næstu skref…

Námskeiðið hefst 1. september 2016

Námskeiðið „Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra“ hefst á netinu 1. september. 2016

Námskeiðið fer fram með „blönduðu formi“ þar sem skiptast á staðlotur, stuttir fundir og samvinna á vefnum. Námskeiðið hefst 1. september. Þá munu birtast á þessum vef  stutt verkefni sem þátttakendur eru beðnir um að byrja að vinna. Við munum svo ræða saman á veffundi kl. 15:00  þann 6. september. Þátttakendur taka þátt í gegnum tölvuna sína í beinni útsendingu yfir vefinn.

Við hittumst síðan í heilan dag á staðlotu mánudaginn 12.september, kl. 8:20-14:50. Síðan fylgja reglulegir fundir. Það verður samkomulag okkar hvernig skiptist á samvinna á staðnum og  í beinni útsendingu á vefnum.

Miklu máli skiptir að mæta í staðloturnar tvær. Þar verða teknar sameiginlegar ákvarðanir um námskeiðið og þátttakendur vinna saman með innihald námskeiðsins. Á milli funda og staðlota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins.

Þessi vefur verður námskeiðsvefur námskeiðsins og eru nemendur beðnir um að skrá sig sem notendur á hann.

Á námskeiðinu notum við sama vefinn í nokkur skipti, það safnast saman efni frá nemendum og kennurum, sem kemur næsta hóp vonandi að góðum notum. Skoðaðu endilega vefinn og kynntu þér efnið. Við hittumst svo 1. september á stuttum fundi til að hefja námskeiðið og samvinnuna.

Sjá námskeiðslýsingu fyrir árið 2016

Yfirlit yfir skipulag námskeiðsins kemur á vefinn í kring um 18. ágúst. En endanlegt fyrirkomulag verður ákveðið á fyrstu staðlotu.

Leiðtogar í námi og fræðslu

Fólk sem velur það að leggja stund á meistaranám eða tekur námskeið á meistarastigi gerir það gjarnan vegna þess að það er komið í starf eða vill komast á þann stað þar sem það hefur með hendi hluta leiðtoga. Hvort sem það er sem leiðtogi í námi nemenda á tilteknu námskeiði, eða leiðtogi við breytingar á vinnustað eða þá leiðtogi fyrir þá sem finnst tiltekið viðfangsefni skipta máli og vilja þroskast á því sviðí.

Vefurinn – eins og hann er orðinn í dag – gefur leiðtogum ótrúleg verfæri í hendurnar sem leiðtogi getur notað til þess að styðja við hóp sem hefur áhuga á eða þarf að vinna að ákveðnu hugðarefni.

Sjá nánar um leiðtogahlutverkið, tækifærin og leiðir í þessu erindi:

Bókina Tribes og meira efni má finna auðveldlega með því að slá in nafn Seth Godin og Tribes í leitarvél

Þess vegna vel ég verkfæri og vinnulag á þessu námskeiði sem nýtast vel fyrir slíka leiðtoga, og með því að hluti verkefnaskila felst í því að búa til og birta efni með slíkum verkfærum sem eru jafnvel opin fyrir almenning, þykist ég vera að bjóða þátttakendum upp á tækifæri til að þroska það sem til þarf og til að komast yfir þröskuld sem við þurfum oft að glíma við þegar við viljum gera eitthvað nýtt.

Verkefni: Hvar læra fullorðnir á Íslandi?

Skrifum saman Wiki

Eitt markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur skapi sér yfirlit yfir sviðið sem hugtakið „Nám Fullorðinna“ dekkar. Spurningar eins og: „Hvar læra fullorðnir?“, „Hvar er boðið uppá nám fyrir fullorðna?“, „Hverjir bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna?“ og …. „Hvers vegna?“ gætu eðlilega skotið upp kollinum.

Fyrsta sameiginlega verkefni okkar gengur einmitt út á það að þið hjálpist að við það að finna út hvar fullorðnir læra og hverjir bjóða upp á nám fyrir fullorðna, sem sagt að kortleggja vettvanginn.  Þið njótið góðs af vinnu forvera ykkar, því í hitteðfyrra byrjuðu nemendur á sama verkefni og það liggur hálfnað hér á vefnum…

Þið finnið á vefnum svo kallaðar Wiki síður þar sem allir geta skrifað á sömu síðuna og breytt henni. Og málið er að prófa sig áfram með að skrá inn það sem ykkur dettur í hug, næsti kemur, bætir við, færir til, lagar, leiðréttir, o.s.frv. þangað til við erum komin með mynd sem okkur líst nokkurnvegin á.

Á staðlotunni munum við svo taka þessa mynd fyrir og vinna áfram með hana.

Notið netið og aðra miðla til að finna út allt sem þið getið um fullorðinsfræðslugeirann á Íslandi, og skráið ykkar niðurstöður hér: http://fullordnir.namfullordinna.is/wiki/simenntunargeirinn/

Heimurinn er flatur! | namfullordinna.is

Flat Earth eftir fellmekke.deviantart.com CC BY-NC-ND

Eitt fyrst a þema námskeiðsins kalla ég „Samfélag“ það snýst um samfélagslega merkingu og þýðingu náms fullorðinna. Til að byrja að pæla í því efni bið ég ykkur um að lesa þennan póst:

Heimurinn er flatur! | namfullordinna.is.

og snúa svoa aftur hingað og svara spurningunni sem ég varpaði fram…

Ætli hnattvæðingin hafi áhrif á Ísland, íslendinga og það sem íslendingar þurfa að kunna, geta og vilja?

Ræðum spurninguna hér frekar en á aðal vefnum 😉